Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2016 18:00 Dagur á hliðarlínunni í dag. Vísir/Getty Þýskaland vann Spán, 24-17, í úrslitaleik Evrópumeistaramótsins í handbolta í Póllandi. Dagur Sigurðsson er þjálfari þýska liðsins. Fyrirfram reiknuðu fáir með því að Þýskaland væri með lið sem gæti farið alla leið. Meiðsli margra lykilmanna settu stórt strik í reikninginn hjá Degi fyrir mótið en ekki síður þegar tveir lykilmenn meiddur í miðri milliriðlakeppninni. En það kom ekki að sök. Það skipti nánast ekki máli hver kom inn í liðið, allir komu með sitt framlag og þýska liðið komst yfir hverja hindrunina á fætur annarri. Eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik gegn Noregi sem vannst á síðustu sekúndum framlengingarinnar var allt annað uppi á teningnum í dag. Þjóðverjar gáfu tóninn með stórkostlegum varnarleik og frábærri markvörslu Andreas Wolff í markinu strax frá fyrstu mínútu. Þýskaland komst í 2-0 forystu og Spánverjar skoruðu ekki sitt fyrsta mark fyrr en á sjöundu mínútu. Eftir það litu lærisveinar Dags ekki um öxl. Forystan var fjögur mörk að loknum fyrri hálfleiknum, 10-6, en í stað þess að gefa eftir í þeim síðari gáfu Þjóðverjar enn frekar í og juku á muninn, jafnt og þétt. Mestur varð munurinn níu mörk þegar rúmar sex mínútur voru eftir, 22-13, og var niðurstaðan ráðin. Það tók Spánverja meira en 45 mínútur að skora tíu mörk í leiknum sem segir allt sem segja þarf um varnarleik og markvörslu þýska liðsins. Finn Lemke og Hendrik Pekeler kórónuðu frábært mót með stórkostlegri frammistöðu í hjarta þýsku varnarinnar en margir aðrir lögðu hönd á plóg. Andreas Wolff átti svo ótrúlegan dag í markinu og varði 23 skot. Spánverjar skoruðu nokkur mörk á lokamínútum leiksins og við það féll hlutfallsmarkvarsla hans niður fyrir 60 prósentin. Hún endaði í 57 prósentum. Kai Häfner átti svo frábæran leik í sókninni og skoraði sjö mörk. Hann byrjaði mótið í sófanum heima í stofu en var kallaður í liðið þegar Steffen Weinhold meiddist. Hann skoraði gríðarlega mikilvæg mörk í dag, sérstaklega í seinni hálfleik. Steffen Fäth átti einnig góðan leik sem og hornamennirnir Rune Dahmke og Tobias Reichmann. Fyrst og fremst var þetta sigur liðsheildarinnar og þjálfarans Dags Sigurðssonar. Leikskipulag hans gekk fullkomlega upp og áttu Spánverjar einfaldlega ekkert svar. Arpad Sterbik var frábær í marki Spánverjanna, sérstaklega í fyrri hálfleik, en það var bara ekki nóg gegn Degi og hans mönnum. Með sigrinum í dag er Þýskaland komið inn á Ólympíuleikana í Ríó sem var eitt af stóru markmiðum þýska handknattleikssambandsins þegar það réði Dag fyrir hálfu öðru ári síðan. Degi er síðan ætlað að vinna gull á leikunum í Tókíó árið 2020 en þessi Evrópumeistaratitill er langt á undan áætlun. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Þýskaland vann Spán, 24-17, í úrslitaleik Evrópumeistaramótsins í handbolta í Póllandi. Dagur Sigurðsson er þjálfari þýska liðsins. Fyrirfram reiknuðu fáir með því að Þýskaland væri með lið sem gæti farið alla leið. Meiðsli margra lykilmanna settu stórt strik í reikninginn hjá Degi fyrir mótið en ekki síður þegar tveir lykilmenn meiddur í miðri milliriðlakeppninni. En það kom ekki að sök. Það skipti nánast ekki máli hver kom inn í liðið, allir komu með sitt framlag og þýska liðið komst yfir hverja hindrunina á fætur annarri. Eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik gegn Noregi sem vannst á síðustu sekúndum framlengingarinnar var allt annað uppi á teningnum í dag. Þjóðverjar gáfu tóninn með stórkostlegum varnarleik og frábærri markvörslu Andreas Wolff í markinu strax frá fyrstu mínútu. Þýskaland komst í 2-0 forystu og Spánverjar skoruðu ekki sitt fyrsta mark fyrr en á sjöundu mínútu. Eftir það litu lærisveinar Dags ekki um öxl. Forystan var fjögur mörk að loknum fyrri hálfleiknum, 10-6, en í stað þess að gefa eftir í þeim síðari gáfu Þjóðverjar enn frekar í og juku á muninn, jafnt og þétt. Mestur varð munurinn níu mörk þegar rúmar sex mínútur voru eftir, 22-13, og var niðurstaðan ráðin. Það tók Spánverja meira en 45 mínútur að skora tíu mörk í leiknum sem segir allt sem segja þarf um varnarleik og markvörslu þýska liðsins. Finn Lemke og Hendrik Pekeler kórónuðu frábært mót með stórkostlegri frammistöðu í hjarta þýsku varnarinnar en margir aðrir lögðu hönd á plóg. Andreas Wolff átti svo ótrúlegan dag í markinu og varði 23 skot. Spánverjar skoruðu nokkur mörk á lokamínútum leiksins og við það féll hlutfallsmarkvarsla hans niður fyrir 60 prósentin. Hún endaði í 57 prósentum. Kai Häfner átti svo frábæran leik í sókninni og skoraði sjö mörk. Hann byrjaði mótið í sófanum heima í stofu en var kallaður í liðið þegar Steffen Weinhold meiddist. Hann skoraði gríðarlega mikilvæg mörk í dag, sérstaklega í seinni hálfleik. Steffen Fäth átti einnig góðan leik sem og hornamennirnir Rune Dahmke og Tobias Reichmann. Fyrst og fremst var þetta sigur liðsheildarinnar og þjálfarans Dags Sigurðssonar. Leikskipulag hans gekk fullkomlega upp og áttu Spánverjar einfaldlega ekkert svar. Arpad Sterbik var frábær í marki Spánverjanna, sérstaklega í fyrri hálfleik, en það var bara ekki nóg gegn Degi og hans mönnum. Með sigrinum í dag er Þýskaland komið inn á Ólympíuleikana í Ríó sem var eitt af stóru markmiðum þýska handknattleikssambandsins þegar það réði Dag fyrir hálfu öðru ári síðan. Degi er síðan ætlað að vinna gull á leikunum í Tókíó árið 2020 en þessi Evrópumeistaratitill er langt á undan áætlun.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira