Hún spann á hörpu við athöfn í Listasafni Reykjavíkur í gær þar sem nýtt fyrirkomulag Listar án landamæra var kynnt.
Það felur í sér að í stað þess að vera hátíð á einum tímapunkti ár hvert, mun List án landamæra verða sýnileg allt árið með þátttöku í Vetrarnótt, Hönnunarmars, Menningarnótt, bæjarhátíðum um land allt og fleiri menningarviðburðum. Einnig var kynnt ný heimasíða sem er við það að verða tilbúin, www.listin.is.

Mest vinnur Erla Björk í vefstofu, kertagerð og jurtastofu Sólheima. Hún saumar frjálst út eða eftir eigin teikningum og hefur sýnt útsaumsverk sín víða, til dæmis bæði á Safnasafninu á Svalbarðsströnd og í Norræna húsinu á síðasta ári.