Þrjátíu og fimm verk frumflutt á Myrkum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2016 10:15 „Ef ég ætla að taka hátíð með trompi set ég mig í þær stellingar og svo tek ég mér tíma í að melta,“ segir Þórunn Gréta. Vísir/Vilhelm „Meirihluti listamanna á Myrkum músíkdögum í ár er íslenskur en þeir sem koma erlendis frá eru ýmist með tengingar við Frakkland eða Noreg, eða hvort tveggja,“ segir Þórunn Gréta Sigurðardóttir, tónskáld og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Myrkra músíkdaga í Hörpu, sem hefst á morgun. „Þórunn Gréta er nýr formaður Tónskáldafélags Íslands og segir Myrka músíkdaga stærsta verkefnið á herðum formanns félagsins og stjórnar þess. „Hátíðin var stofnuð 1980 sem vettvangur tónskálda til að fá verk sín flutt, ekki síst hin tilraunakenndari. Líka til að flytjendur fái tækifæri til að túlka samtímatónlist, sem er ekki síður mikilvægt.“ Þrjátíu og fimm verk verða frumflutt á hátíðinni í ár, að sögn Þórunnar Grétu. Hún viðurkennir að það krefjist einbeitingar að hlýða á mikið af nýrri tónlist á stuttum tíma. „Ef ég ætla að taka hátíð með trompi þá set ég mig í þær stellingar og svo tek ég mér tíma í að melta. Eyrað og hugurinn þjálfast í þessu efni, maður er alltaf að leita og lifir lengi á upplifuninni.“ Ásókn erlendra gesta í að koma efni sínu að á Myrkum músíkdögum eykst jafnt og þétt, að sögn Þórunnar Grétu. „Eitt af því sem mér kom hvað mest á óvart þegar ég tók við embættinu er hversu margar umsóknir komu erlendis frá. Við reynum að finna út hvað passar og hverju við höfum efni á, það er mikið púsluspil.“ Hún segir ekki aðeins erlenda höfunda og flytjendur sækjast eftir koma á Myrka músíkdaga, heldur einnig áheyrendur og hátíðin sé jafnan vel sótt. „Við fögnum því vissulega að vekja áhuga, það hlýtur að vera markmið okkar í stóra samhenginu,“ segir hún og bendir á að dagskrá hátíðarinnar sé á www.myrkir.is Þórunn Gréta býr austur á Eskifirði og notar nýjustu tækni til samskipta út fyrir plássið. „Þegar maður býr við nettengingu auðveldar það allt. Við höldum venjulega stjórnarfundina á Skype og það er lítið mál. Ég starfa líka með fólki í útlöndum í öðrum verkefnum og nota allar boðleiðir sem til eru. En ég kem að jafnaði suður einu sinni í mánuði og sit fundi. Formenn fagfélaga eru í ýmsum ráðum, meðal annars stjórn Bandalags íslenskra listamanna.“ Það er rúmt ár síðan Þórunn Gréta flutti austur. Hún ólst upp á Fljótsdalshéraði en flutti þaðan strax eftir útskrift úr Menntaskólanum á Egilsstöðum og hóf sitt tónlistarnám. Bjó í Reykjavík í tíu ár og Hamborg í tvö og hálft. Af hverju varð Eskifjörður fyrir valinu? „Maðurinn minn er prestur og þá er voða erfitt að ákveða fyrirfram hvar maður ætli að búa. En langflest verkefni sem ég tek að mér eru í Reykjavík, fyrir utan það að semja tónlist.“ Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Meirihluti listamanna á Myrkum músíkdögum í ár er íslenskur en þeir sem koma erlendis frá eru ýmist með tengingar við Frakkland eða Noreg, eða hvort tveggja,“ segir Þórunn Gréta Sigurðardóttir, tónskáld og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Myrkra músíkdaga í Hörpu, sem hefst á morgun. „Þórunn Gréta er nýr formaður Tónskáldafélags Íslands og segir Myrka músíkdaga stærsta verkefnið á herðum formanns félagsins og stjórnar þess. „Hátíðin var stofnuð 1980 sem vettvangur tónskálda til að fá verk sín flutt, ekki síst hin tilraunakenndari. Líka til að flytjendur fái tækifæri til að túlka samtímatónlist, sem er ekki síður mikilvægt.“ Þrjátíu og fimm verk verða frumflutt á hátíðinni í ár, að sögn Þórunnar Grétu. Hún viðurkennir að það krefjist einbeitingar að hlýða á mikið af nýrri tónlist á stuttum tíma. „Ef ég ætla að taka hátíð með trompi þá set ég mig í þær stellingar og svo tek ég mér tíma í að melta. Eyrað og hugurinn þjálfast í þessu efni, maður er alltaf að leita og lifir lengi á upplifuninni.“ Ásókn erlendra gesta í að koma efni sínu að á Myrkum músíkdögum eykst jafnt og þétt, að sögn Þórunnar Grétu. „Eitt af því sem mér kom hvað mest á óvart þegar ég tók við embættinu er hversu margar umsóknir komu erlendis frá. Við reynum að finna út hvað passar og hverju við höfum efni á, það er mikið púsluspil.“ Hún segir ekki aðeins erlenda höfunda og flytjendur sækjast eftir koma á Myrka músíkdaga, heldur einnig áheyrendur og hátíðin sé jafnan vel sótt. „Við fögnum því vissulega að vekja áhuga, það hlýtur að vera markmið okkar í stóra samhenginu,“ segir hún og bendir á að dagskrá hátíðarinnar sé á www.myrkir.is Þórunn Gréta býr austur á Eskifirði og notar nýjustu tækni til samskipta út fyrir plássið. „Þegar maður býr við nettengingu auðveldar það allt. Við höldum venjulega stjórnarfundina á Skype og það er lítið mál. Ég starfa líka með fólki í útlöndum í öðrum verkefnum og nota allar boðleiðir sem til eru. En ég kem að jafnaði suður einu sinni í mánuði og sit fundi. Formenn fagfélaga eru í ýmsum ráðum, meðal annars stjórn Bandalags íslenskra listamanna.“ Það er rúmt ár síðan Þórunn Gréta flutti austur. Hún ólst upp á Fljótsdalshéraði en flutti þaðan strax eftir útskrift úr Menntaskólanum á Egilsstöðum og hóf sitt tónlistarnám. Bjó í Reykjavík í tíu ár og Hamborg í tvö og hálft. Af hverju varð Eskifjörður fyrir valinu? „Maðurinn minn er prestur og þá er voða erfitt að ákveða fyrirfram hvar maður ætli að búa. En langflest verkefni sem ég tek að mér eru í Reykjavík, fyrir utan það að semja tónlist.“
Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp