Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Karl Lúðvíksson skrifar 26. janúar 2016 11:13 Veiðimaðurinn - málgagn stangveiðimanna nr. 201 er kominn út, stútfullur af spennandi lesefni fyrir veiðimenn sem vilja hita sig upp fyrir sumarið. Efnistök blaðsins eru fjölbreytt en forsíðumyndin er tekin í Langá. Hún var valin besta veiðimynd sumarsins 2015 á uppskeruhátíð Veiðimannsins sl. haust. Um 100 myndir voru sendar inn í keppnina en þessi bar af. Tryggvi Þór Hilmarsson tók myndina í Bjargstreng í Langá, kl. 11.10 þann 11. september. Heiðar Valur Bergmann freistaði laxins með fallegri flugu og hann var á! SVFR hvetur veiðimenn til að hafa myndavélarnar á lofti næsta sumar, taka frábærar myndir og keppa um að fá myndina birta á forsíðu Veiðimannsins. Í blaðinu er uppgjör frá ársvæðum SVFR en Langá hrökk t.d. í sitt gamla form eftir erfiða tíð sumarið 2014 og endaði í 2.616 löxum á sínu fyrsta sumri sem hreinræktuð fluguveiðiá. Heilt yfir má segja að veiðin á svæðum SVFR sumrið 2015 hafi verið glimrandi góð og vona menn það besta fyrir sumarið 2016. Metveiði var t.d. í Gljúfurá, Hítará var á flugi, Haukan í hörkugír og allt var í sómanum í Andakílsá. Þá var jöfn og góð veiði í Leirvogsá og ágústveiðin ein sú besta í manna minnum enda var tekinn upp 10 laxa kvóti síðasta sumar sem jafnaði veiðina yfir sumarið. Fjölmargir lögðu leið sína norður í land á urriðasvæðin í Laxá en meðalþyngd urriðanna þar fær marga laxana á Vesturlandinu til að roðna.Í Mývvatnssveit komu stærstu fiskarnir úr Vörðuflóa, Skriðuflóa, Skurðinum og Sprengiflóa, 74 cm, 70 cm, 70cm og 69 cm. Öll svæði gáfu fiska yfir 60 cm en bestu svæðin voru Hofsstaðir, Hofsstaðaey og Helluvað. Í Laxárdal veiðast færri en stærri fiskar, meðallengdin var 59 cm og meðalþyngd 2,4 kg Í Laxárdalnum veiddist stærsti fiskurinn við Laugeyjar í Presthvammi og var hann 74 cm á lengd. Svæðin voru mjög vinsæl í sumar og fer aðsókn vaxandi enda fleiri og fleiri að átta sig á því að um er að ræða veiðisvæði á heimsmælikvarða. Þeir sem vilja fylgjast með félagslífi SVFR ættu að krækja sér í blaðið en í því er að finna viðburðadagatal félagsins til vors en boðið er upp á fjölbreytta afþreyingu við hæfi allra í veiðifjölskyldunni. Í Veiðimanninum er að finna góð ráð, t.d. er sagt frá galdramætti smáflugna í laxveiðinni, hvernig þú getur veitt lax á silungapúpur og margt margt fleira.Nett veiðistaðalýsing á Varmá er í blaðinu, nýjar loftmyndir af veiðistöðum Bíldsfells í Sogi, við kynnumst öflugum veiðikonum við Hítará, skoðum hvaða mögulegar og ómögulegar græjur þú „þarft“ að hafa í jeppanum auk þess sem félagsmenn opna myndaalbúmin sín. Fjallað er um alvarlega stöðu bleikjustofna á Íslandi og hvetur Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun veiðirétthafa að grípa til aðgerða og veiðimenn til að ganga varlega um þessa viðkvæmu auðlind. Elli Steinar hvetur jafnframt veiðimenn til að veiða ekki síðustu bleikjuna svo alvarlegt er ástandið. Hann hefur jafnframt miklar áhyggjur af laxeldi í Eyjafirði og segir í aðsendri grein að það sé tifandi tímasprengja. Í Veiðimanninum er einnig að finna sögu af Megan Boyd sem var einn allra færasti fluguhnýtari heimsins, en þeir veiðimenn sem eiga flugu eftir hana gætu selt hana á uppboði fyrir á annað hundrað þúsund krónur bara ef þeir myndu tíma því. Öflug fluga sem hún hnýtti t.d. var Arndilly Fancy en nútímalega útgáfu má sjá í meðfylgjandi mynd sem Golli tók. Ýmislegt fleira girnilegt er borið á borð í blaðinu sem er nú komið til áskrifenda en áhugasamir geta nálgast það í verslunum N1, Eymundsson og Hagkaups á næstu dögum. Nú er bara að sökkva sér í blaðið og vona að lukkan hafi verið með veiðimönnum við úthlutun veiðileyfa hjá SVFR sem lýkur um mánaðamótin. Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Veiðimaðurinn - málgagn stangveiðimanna nr. 201 er kominn út, stútfullur af spennandi lesefni fyrir veiðimenn sem vilja hita sig upp fyrir sumarið. Efnistök blaðsins eru fjölbreytt en forsíðumyndin er tekin í Langá. Hún var valin besta veiðimynd sumarsins 2015 á uppskeruhátíð Veiðimannsins sl. haust. Um 100 myndir voru sendar inn í keppnina en þessi bar af. Tryggvi Þór Hilmarsson tók myndina í Bjargstreng í Langá, kl. 11.10 þann 11. september. Heiðar Valur Bergmann freistaði laxins með fallegri flugu og hann var á! SVFR hvetur veiðimenn til að hafa myndavélarnar á lofti næsta sumar, taka frábærar myndir og keppa um að fá myndina birta á forsíðu Veiðimannsins. Í blaðinu er uppgjör frá ársvæðum SVFR en Langá hrökk t.d. í sitt gamla form eftir erfiða tíð sumarið 2014 og endaði í 2.616 löxum á sínu fyrsta sumri sem hreinræktuð fluguveiðiá. Heilt yfir má segja að veiðin á svæðum SVFR sumrið 2015 hafi verið glimrandi góð og vona menn það besta fyrir sumarið 2016. Metveiði var t.d. í Gljúfurá, Hítará var á flugi, Haukan í hörkugír og allt var í sómanum í Andakílsá. Þá var jöfn og góð veiði í Leirvogsá og ágústveiðin ein sú besta í manna minnum enda var tekinn upp 10 laxa kvóti síðasta sumar sem jafnaði veiðina yfir sumarið. Fjölmargir lögðu leið sína norður í land á urriðasvæðin í Laxá en meðalþyngd urriðanna þar fær marga laxana á Vesturlandinu til að roðna.Í Mývvatnssveit komu stærstu fiskarnir úr Vörðuflóa, Skriðuflóa, Skurðinum og Sprengiflóa, 74 cm, 70 cm, 70cm og 69 cm. Öll svæði gáfu fiska yfir 60 cm en bestu svæðin voru Hofsstaðir, Hofsstaðaey og Helluvað. Í Laxárdal veiðast færri en stærri fiskar, meðallengdin var 59 cm og meðalþyngd 2,4 kg Í Laxárdalnum veiddist stærsti fiskurinn við Laugeyjar í Presthvammi og var hann 74 cm á lengd. Svæðin voru mjög vinsæl í sumar og fer aðsókn vaxandi enda fleiri og fleiri að átta sig á því að um er að ræða veiðisvæði á heimsmælikvarða. Þeir sem vilja fylgjast með félagslífi SVFR ættu að krækja sér í blaðið en í því er að finna viðburðadagatal félagsins til vors en boðið er upp á fjölbreytta afþreyingu við hæfi allra í veiðifjölskyldunni. Í Veiðimanninum er að finna góð ráð, t.d. er sagt frá galdramætti smáflugna í laxveiðinni, hvernig þú getur veitt lax á silungapúpur og margt margt fleira.Nett veiðistaðalýsing á Varmá er í blaðinu, nýjar loftmyndir af veiðistöðum Bíldsfells í Sogi, við kynnumst öflugum veiðikonum við Hítará, skoðum hvaða mögulegar og ómögulegar græjur þú „þarft“ að hafa í jeppanum auk þess sem félagsmenn opna myndaalbúmin sín. Fjallað er um alvarlega stöðu bleikjustofna á Íslandi og hvetur Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun veiðirétthafa að grípa til aðgerða og veiðimenn til að ganga varlega um þessa viðkvæmu auðlind. Elli Steinar hvetur jafnframt veiðimenn til að veiða ekki síðustu bleikjuna svo alvarlegt er ástandið. Hann hefur jafnframt miklar áhyggjur af laxeldi í Eyjafirði og segir í aðsendri grein að það sé tifandi tímasprengja. Í Veiðimanninum er einnig að finna sögu af Megan Boyd sem var einn allra færasti fluguhnýtari heimsins, en þeir veiðimenn sem eiga flugu eftir hana gætu selt hana á uppboði fyrir á annað hundrað þúsund krónur bara ef þeir myndu tíma því. Öflug fluga sem hún hnýtti t.d. var Arndilly Fancy en nútímalega útgáfu má sjá í meðfylgjandi mynd sem Golli tók. Ýmislegt fleira girnilegt er borið á borð í blaðinu sem er nú komið til áskrifenda en áhugasamir geta nálgast það í verslunum N1, Eymundsson og Hagkaups á næstu dögum. Nú er bara að sökkva sér í blaðið og vona að lukkan hafi verið með veiðimönnum við úthlutun veiðileyfa hjá SVFR sem lýkur um mánaðamótin.
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði