Dagur: Við gefumst ekki upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2016 08:00 Dagur Sigurðsson. Vísir/Getty Dagur Sigurðsson hefur náð ótrúlegum árangri með þýska landsliðið á EM í handbolta þrátt fyrir að margir lykilmenn eru frá vegna meiðsla. Fyrir mótið duttu þeir Uwe Gensheimer, Patrick Groetzki, Patrick Wiencek, Michael Allendorf og Paul Drux allir úr leik vegna meiðsla. Engu að síður hafa Þjóðverjar nú afrekað að vinna fjóra leiki í röð eftir að hafa tapað fyrir Spánverjum í fyrsta leik. Þýskaland á fyrir vikið möguleika á að komast í undanúrslit mótsins en má ekki við því að tapa fyrir Danmörku, liði Guðmundar Guðmundssonar, á miðvikudag. En enn og aftur urðu Þjóðverjar fyrir áfalli þegar þeir fyrirliðinn Steffen Weinhold og stórskyttan Christian Dissinger meiddust báðir í leik liðsins gegn Rússlandi í fyrradag. Þeir spila ekki meira á EM og hefur Dagur kallað á þá Julius Kuhn og Kai Häfner í þeirra stað.Sjá einnig: Dagur verður án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guðmundi „Þetta er einfaldlega minniháttar áfall fyrir okkur,“ sagði Dagur við þýska fjölmiðla í gær. „Í sannleika sagt er þetta skref til baka fyrir okkur.“ Hann hefur misst út nánast heilt byrjunarlið vegna meiðsla. „Það er rétt, við erum að fara í leikinn gegn Danmörku með hálfgert B-lið. Danmörk er eitt sigurstranglegasta liðið á EM og hefur enn ekki tapað leik. Staðreyndin er sú að við höfum misst að minnsta kosti einn mann í hverri einustu stöðu.“ Dagur ákvað strax í lok desember að hann myndi ekki ræða meira um meiðsli leikmanna sinna og einbeita sér að því jákvæða. Og þrátt fyrir allt heldur hann enn í vonina. „Við höldum áfram að reyna og gerum okkar allra besta. Við munum ekki gefast upp.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Dagur Sigurðsson hefur náð ótrúlegum árangri með þýska landsliðið á EM í handbolta þrátt fyrir að margir lykilmenn eru frá vegna meiðsla. Fyrir mótið duttu þeir Uwe Gensheimer, Patrick Groetzki, Patrick Wiencek, Michael Allendorf og Paul Drux allir úr leik vegna meiðsla. Engu að síður hafa Þjóðverjar nú afrekað að vinna fjóra leiki í röð eftir að hafa tapað fyrir Spánverjum í fyrsta leik. Þýskaland á fyrir vikið möguleika á að komast í undanúrslit mótsins en má ekki við því að tapa fyrir Danmörku, liði Guðmundar Guðmundssonar, á miðvikudag. En enn og aftur urðu Þjóðverjar fyrir áfalli þegar þeir fyrirliðinn Steffen Weinhold og stórskyttan Christian Dissinger meiddust báðir í leik liðsins gegn Rússlandi í fyrradag. Þeir spila ekki meira á EM og hefur Dagur kallað á þá Julius Kuhn og Kai Häfner í þeirra stað.Sjá einnig: Dagur verður án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guðmundi „Þetta er einfaldlega minniháttar áfall fyrir okkur,“ sagði Dagur við þýska fjölmiðla í gær. „Í sannleika sagt er þetta skref til baka fyrir okkur.“ Hann hefur misst út nánast heilt byrjunarlið vegna meiðsla. „Það er rétt, við erum að fara í leikinn gegn Danmörku með hálfgert B-lið. Danmörk er eitt sigurstranglegasta liðið á EM og hefur enn ekki tapað leik. Staðreyndin er sú að við höfum misst að minnsta kosti einn mann í hverri einustu stöðu.“ Dagur ákvað strax í lok desember að hann myndi ekki ræða meira um meiðsli leikmanna sinna og einbeita sér að því jákvæða. Og þrátt fyrir allt heldur hann enn í vonina. „Við höldum áfram að reyna og gerum okkar allra besta. Við munum ekki gefast upp.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða