Englendingurinn Andy Sullivan hefur tekið forystuna á Abu Dhabi meistaramótinu en eftir tvo daga er hann á tíu höggum undir pari.
Sullivan verður þó að bíða þangað til að annar hringur klárist á morgun til að vita hvort hann heldur forystunni því margir kylfingar náðu ekki að ljúka leik í dag vegna þoku.
Á níu undir pari kemur Bandaríski áhuagmaðurinn Brycon DeChambeau en hann gæti orðið aðeins fjórði áhugamaðurinn í sögu Evrópumótaraðarinnar til þess að sigra á móti ef hann heldur áfram að spila jafn vel.
Nokkrir kylfingar deila þriðja sætinu á sjö undir pari, meðal annars reynsluboltinn Thomas Bjorn og Hollendingurinn Joost Luiten.
Jordan Spieth og Rory McIlroy náðu ekki að ljúka leik í dag en þeir léku ekki vel og voru á einu höggi yfir pari eftir 13 holur.
Þeir eru þó enn ofarlega á skortöflunni eftir að hafa leikið vel í gær en áhugavert verður að sjá hvort að annar hvor þeirra blandi sér í baráttuna um sigurinn um helgina.
Andy Sullivan tekur forystuna í eyðimörkinni

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn




Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti




Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn