Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Karl Lúðvíksson skrifar 20. janúar 2016 09:52 Horft niður að ós frá Bárðarfossi Mynd: www.hreggnasi.is Það styttist óðum í veiðisumarið og það er greinilegt að góð veiði á síðasta sumri hefur hresst allhressilega upp á bókunargleðina. Þetta á jafnt við um innlenda og erlenda veiðimenn en veiðileyfasalar taka vel eftir því að mikil aukning er á komu erlendra veiðimanna til landsins. Það gerist í kjölfar dræmrar veiði á Bretlandseyjum og í Noregi sem hafa verið helstu lendur laxveiðimanna ásamt Íslandi. Nú er staðan orðin þannig að uppselt er í bestu árnar eða lítið laust en mikil eftirspurn er eftir veiðileyfum svo það stefnir í að það verði erfitt ef ekki vonlaust að fá þokkalega daga í laxveiði í sumar. Það er meira að segja lítið eftir af dögum á jaðartíma í mörgum ánum. Gott dæmi um mikla sölu má sjá t.d. á vefsölunni hjá Hreggnasa en samkvæmt vefnum er nú þegar uppselt í Laxá í Kjós, Grímsá, Svalbarðsá, Hofsá og Laxá í Dölum. Úlfarsá er minna bókuð en þar má ennþá finna daga á stangli í júní og júli en meira er laust í ágúst. Það er í raun skrítið því það er flottur tími í ánni. Áin er lítil og nett, nóg af laxi og aðgengileg. Það hefur oft verið þannig að þeir sem ekki fá leyfi í Elliðaárnar hafa sótt í Úlfarsá þá sérstaklega þeir sem eru með unga veiðimenn sem eru að taka sín fyrstu spor við árnar. Önnur perla sem er á vegum Hreggnasa er Brynjudalsá. Hún er í dag aðeins veidd á flugu en það kom mörgum á óvart þegar sú ákvörðun var tekin því hún hefur lengst af verið algjör ormaá að efri svæðunum undanskildum. Það hefur dregið fleiri að ánni eftir að hún varð aðeins veidd á flugu en nýtt hús við ánna hefur líka mikið aðdráttarafl en gamli kofinn sem var við ánna var ekki boðlegur fólki og leit í raun út eins og hann hafi staðið þarna frá landnámi. Núna eru aðeins tvær stangir lausar í ánna í sumar og það er því ljóst að það verða færri sem komast að þar en vilja. Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði
Það styttist óðum í veiðisumarið og það er greinilegt að góð veiði á síðasta sumri hefur hresst allhressilega upp á bókunargleðina. Þetta á jafnt við um innlenda og erlenda veiðimenn en veiðileyfasalar taka vel eftir því að mikil aukning er á komu erlendra veiðimanna til landsins. Það gerist í kjölfar dræmrar veiði á Bretlandseyjum og í Noregi sem hafa verið helstu lendur laxveiðimanna ásamt Íslandi. Nú er staðan orðin þannig að uppselt er í bestu árnar eða lítið laust en mikil eftirspurn er eftir veiðileyfum svo það stefnir í að það verði erfitt ef ekki vonlaust að fá þokkalega daga í laxveiði í sumar. Það er meira að segja lítið eftir af dögum á jaðartíma í mörgum ánum. Gott dæmi um mikla sölu má sjá t.d. á vefsölunni hjá Hreggnasa en samkvæmt vefnum er nú þegar uppselt í Laxá í Kjós, Grímsá, Svalbarðsá, Hofsá og Laxá í Dölum. Úlfarsá er minna bókuð en þar má ennþá finna daga á stangli í júní og júli en meira er laust í ágúst. Það er í raun skrítið því það er flottur tími í ánni. Áin er lítil og nett, nóg af laxi og aðgengileg. Það hefur oft verið þannig að þeir sem ekki fá leyfi í Elliðaárnar hafa sótt í Úlfarsá þá sérstaklega þeir sem eru með unga veiðimenn sem eru að taka sín fyrstu spor við árnar. Önnur perla sem er á vegum Hreggnasa er Brynjudalsá. Hún er í dag aðeins veidd á flugu en það kom mörgum á óvart þegar sú ákvörðun var tekin því hún hefur lengst af verið algjör ormaá að efri svæðunum undanskildum. Það hefur dregið fleiri að ánni eftir að hún varð aðeins veidd á flugu en nýtt hús við ánna hefur líka mikið aðdráttarafl en gamli kofinn sem var við ánna var ekki boðlegur fólki og leit í raun út eins og hann hafi staðið þarna frá landnámi. Núna eru aðeins tvær stangir lausar í ánna í sumar og það er því ljóst að það verða færri sem komast að þar en vilja.
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði