"Athyglin sem Dagur fær á stigi sem maður skilur ekki“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2016 21:55 Bræðurnir Bjarki og Dagur Sigurðssynir. Vísir/Getty Bjarki Sigurðsson, tónlistarmaður og fyrrum handboltakempa, gladdist eins og gefur að skilja afskaplega mikið þegar Þýskaland varð Evrópumeistari í handbolta fyrr í dag. Bjarki er bróðir Dags, landsliðsþjálfara Þýskalands, og hefur auðvitað fylgst náið með sínum manni sem og fjölskyldan hans öll. „Við erum auðvitað afskaplega stolt af honum,“ segir Bjarki í samtali við Vísi.Sjá einnig: Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Hann segist hafa átt erfitt með að horfa á leikinn gegn Danmörku í lokaumferð milliriðlakeppninnar en það var þá að duga eða drepast fyrir Þjóðverja. En þeir þýsku unnu og Dagur fór með lið sitt í undanúrslitin. „Ég horfði svo varla á undanúrslitaleikinn gegn Noregi,“ sagði Bjarki en það var mikill háspennuleikur. Úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu. „En í þeim leik ákvað ég að ef Þýskaland kæmist áfram myndi ég horfa á úrslitaleikinn og njóta hans. Mér tókst að gera það.“Sjá einnig: Hanning: Dagur á bróðurpart þessa heiðurs Þýskaland náði snemma forystunni gegn Spáni og leikurinn varð í raun aldrei spennandi. „Ef ég væri ekki bróðir Dags og bara almennur áhugamaður um handbolta þá hefði mér þótt leikurinn óspennandi og leiðinlegur,“ segir Bjarki og hlær. Hann segir að honum hafi boðist að fara til Berlínar nú um helgina en að hann hafi orðið að afþakka það. „Ég horfði á leikinn heima með vinkonu minni og foreldrarnir voru heima hjá sér. Lárus bróðir er í útlöndum og sjálfsagt horft á leikinn þar,“ útskýrir Bjarki.Antonio Garcia komst lítið áleiðis gegn Finn Lemke og Hendrik Pekeler.VísirÓtrúlegur varnarleikur Bjarki hrósaði eins og margir varnarleik þýska liðsins og markvörslunni. „Þeir [Finn] Lemke og [Hendrik] Pekeler í vörninni og [Andreas] Wolff í markinu voru ótrúlegir. Þetta eru ekki þekktustu mennirnir í handboltanum - ekki enn,“ sagði Bjarki. Dagur hefur sjálfur sagt að árangur þýska liðsins eigi ekki að koma á óvart enda hafi liðið spilað góðan handbolta í eitt og hálft ár. Bjarki tekur undir þessi orð.Sjá einnig: Dagur: Ég er stoltur og þakklátur „Ég var til dæmis mjög fúll að þeir skyldu ekki komast í undanúrslitin á HM í Katar. Og þó svo að Dagur væri búinn að missa marga sterka menn í meiðsli þá átti liðið mjög góða undankeppni og var til alls líklegt.“ „En ég skal játa það að Evrópumeistaratitill er kannski í það mesta,“ bættir hann við.Dagur á hliðarlínunni í dag.Vísir/GettyFyrsti bjórinn í átta vikur Bjarki segir erfitt að skilja hversu mikla athygli Dagur fær nú í Þýskalandi eftir árangurinn á EM. Gera má ráð fyrir að vel á annan tug milljóna Þjóðverja hafi horft á leikinn í sjónvarpi í dag. „Ég vona bara að paparazzi-ljósmyndararnir fari ekki að elta hann á röndum,“ segir Bjarki og hlær. „Þetta er fyrst og fremst frábært fyrir liðið og íþróttina sem er vinsæl í Þýskalandi. En svo þegar að [Angela] Merkel [Þýskalandskanslari] hringir þá stoppar maður við. Athyglin er komin á stig sem maður skilur ekki.“Sjá einnig: Dagur skálaði við þýsku þjóðina Bjarki heyrði Degi fyrr í dag var hljóðið eðlilega gott í nýkrýnda Evrópumeistaranum. „Hann var að fá sér sinn fyrsta bjór í átta vikur. Honum vannst hann helvíti góður. Hann var sáttur. Maður heyrði á honum að honum fannst þetta eiginlega ótrúlegt - sérstaklega öll þessi athygli.“Dagur með bikarinn.Vísir/GettyTaka við af Frakklandi Framtíðin er björt hjá þýska landsliðinu. Liðið var það yngsta á EM og á þar að auki marga lykilmenn, sem voru frá vegna meiðsla, inni. „Þeir eru búnir að setja pressu á sjálfa sig, sem getur bæði verið gott og slæmt,“ segir Bjarki. „En það er allt til staðar. Þýskaland getur þess vegna nú tekið við af Frakklandi og komist úrslit og undanúrslit á stórmótum næstu tíu árin. En það er auðvitað margt sem spilar inn í og margt sem þarf að ganga upp. En þeir vita núna hvað þarf til.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Bjarki Sigurðsson, tónlistarmaður og fyrrum handboltakempa, gladdist eins og gefur að skilja afskaplega mikið þegar Þýskaland varð Evrópumeistari í handbolta fyrr í dag. Bjarki er bróðir Dags, landsliðsþjálfara Þýskalands, og hefur auðvitað fylgst náið með sínum manni sem og fjölskyldan hans öll. „Við erum auðvitað afskaplega stolt af honum,“ segir Bjarki í samtali við Vísi.Sjá einnig: Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Hann segist hafa átt erfitt með að horfa á leikinn gegn Danmörku í lokaumferð milliriðlakeppninnar en það var þá að duga eða drepast fyrir Þjóðverja. En þeir þýsku unnu og Dagur fór með lið sitt í undanúrslitin. „Ég horfði svo varla á undanúrslitaleikinn gegn Noregi,“ sagði Bjarki en það var mikill háspennuleikur. Úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu. „En í þeim leik ákvað ég að ef Þýskaland kæmist áfram myndi ég horfa á úrslitaleikinn og njóta hans. Mér tókst að gera það.“Sjá einnig: Hanning: Dagur á bróðurpart þessa heiðurs Þýskaland náði snemma forystunni gegn Spáni og leikurinn varð í raun aldrei spennandi. „Ef ég væri ekki bróðir Dags og bara almennur áhugamaður um handbolta þá hefði mér þótt leikurinn óspennandi og leiðinlegur,“ segir Bjarki og hlær. Hann segir að honum hafi boðist að fara til Berlínar nú um helgina en að hann hafi orðið að afþakka það. „Ég horfði á leikinn heima með vinkonu minni og foreldrarnir voru heima hjá sér. Lárus bróðir er í útlöndum og sjálfsagt horft á leikinn þar,“ útskýrir Bjarki.Antonio Garcia komst lítið áleiðis gegn Finn Lemke og Hendrik Pekeler.VísirÓtrúlegur varnarleikur Bjarki hrósaði eins og margir varnarleik þýska liðsins og markvörslunni. „Þeir [Finn] Lemke og [Hendrik] Pekeler í vörninni og [Andreas] Wolff í markinu voru ótrúlegir. Þetta eru ekki þekktustu mennirnir í handboltanum - ekki enn,“ sagði Bjarki. Dagur hefur sjálfur sagt að árangur þýska liðsins eigi ekki að koma á óvart enda hafi liðið spilað góðan handbolta í eitt og hálft ár. Bjarki tekur undir þessi orð.Sjá einnig: Dagur: Ég er stoltur og þakklátur „Ég var til dæmis mjög fúll að þeir skyldu ekki komast í undanúrslitin á HM í Katar. Og þó svo að Dagur væri búinn að missa marga sterka menn í meiðsli þá átti liðið mjög góða undankeppni og var til alls líklegt.“ „En ég skal játa það að Evrópumeistaratitill er kannski í það mesta,“ bættir hann við.Dagur á hliðarlínunni í dag.Vísir/GettyFyrsti bjórinn í átta vikur Bjarki segir erfitt að skilja hversu mikla athygli Dagur fær nú í Þýskalandi eftir árangurinn á EM. Gera má ráð fyrir að vel á annan tug milljóna Þjóðverja hafi horft á leikinn í sjónvarpi í dag. „Ég vona bara að paparazzi-ljósmyndararnir fari ekki að elta hann á röndum,“ segir Bjarki og hlær. „Þetta er fyrst og fremst frábært fyrir liðið og íþróttina sem er vinsæl í Þýskalandi. En svo þegar að [Angela] Merkel [Þýskalandskanslari] hringir þá stoppar maður við. Athyglin er komin á stig sem maður skilur ekki.“Sjá einnig: Dagur skálaði við þýsku þjóðina Bjarki heyrði Degi fyrr í dag var hljóðið eðlilega gott í nýkrýnda Evrópumeistaranum. „Hann var að fá sér sinn fyrsta bjór í átta vikur. Honum vannst hann helvíti góður. Hann var sáttur. Maður heyrði á honum að honum fannst þetta eiginlega ótrúlegt - sérstaklega öll þessi athygli.“Dagur með bikarinn.Vísir/GettyTaka við af Frakklandi Framtíðin er björt hjá þýska landsliðinu. Liðið var það yngsta á EM og á þar að auki marga lykilmenn, sem voru frá vegna meiðsla, inni. „Þeir eru búnir að setja pressu á sjálfa sig, sem getur bæði verið gott og slæmt,“ segir Bjarki. „En það er allt til staðar. Þýskaland getur þess vegna nú tekið við af Frakklandi og komist úrslit og undanúrslit á stórmótum næstu tíu árin. En það er auðvitað margt sem spilar inn í og margt sem þarf að ganga upp. En þeir vita núna hvað þarf til.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira