Orðið Börsungur á afmæli í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2016 15:30 Orðið kom fyrst fyrir í pistli Kristins um fótbrot Maradona. Vísir/Anton/Getty Kristinn R. Ólafsson er fyrir löngu orðinn landsfrægur fyrir pistla og orðkynngi sína. Eitt af þeim orðum sem hann hefur bætt við hina íslenska tungu er Börsungur og í dag eru 32 ár síðan orðið flaug í huga Kristins. Börsungar eru þeir sem koma frá Barcelona og er oftar en ekki notað um knattspyrnuliðið Barcelona og þá leikmenn sem spila fyrir liðið hverju sinni. Langt er síðan orðið festi sig í sessi en sé orðið slegið inn í leitarvél Google fást 22.400 niðurstöður.Pistilinn góði. Smella má á myndina til að sjá hana í stærri útgáfu.Mynd/Kristinn R. Ólafsson.„Ég man það bara að Barcelona er náttúrulega kallað Barca, útskýrir segir Kristinm um tilurð orðsins. „Úr því hef ég farið úr Barca í Börcu og þaðan hefur orðið Börsungur komið til mín.“ Pistilinn sjálfur þar sem orðið kom fyrst fyrir ber nafnið Jakobs þáttur Marardóna og fjallar um örlagaríkan leik á milli Barcelona og Athletic Bilbao. „Þarna var ég að fjalla um Maradona og þegar hann var ökklabrotin í leik,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. „Þetta var í útvarpinu og ég sé það hjá mér að ég hef sent þetta til Íslands á snældu 30. janúar 1984.“Lesa má pistil Kristins hér fyrir neðan. Jakobs þáttur MarardónaJakob heitir maður, nefndur Marardóni. Hann er silfurlensku að ætt, lágur vexti, þó eigi dvergvaxinn. Skrúrhærður er hann líkt og lamb á vori og nefndur Loðinn. Jakob er svá leikinn meður knött að engi er honum jafnleikinn. Fótafimur og frárri er hann flestum mönnum og svá dýrfættur að löppum er líkt við gull.Á Spaníalandi eru Barselónumenn meiri peningapúkar en aðrir. Buðu þeir nú Jakobi fé mikið, gildan sjóð vesturheimskra dala, er þykja allra aura bestir enda hafa þeir þá náttúru að margfaldast sífellt í verði, ef hann vildi ganga í lið með þeim að leika fótbolta. Tók Jakob hinn silfurlenski boði Börsunga og kóm fljúgandi í flugvelarmaga frá Silfurlandi. Varð alþýða mann í Barselónu fegin komu Jakobs og skemmti sér mjög að sjá lipurð hans og lempni. Var hann maður vinsæll.En nú víkur sögunni til Bilbár, borgar einnar norðanlands í ríki Spánverja. Þar búa Baskar. Þar býr og Goikoetxea eður Gaukur á vorri tungu. Er hann maður ljótur, rumur mikill en leikinn með knött. Hann er berserkur.Eitt sinn reyndu Börsungar og Bilbæingar með sér boltafimi í Barselónu. Fremstur í flokki Börsunga var Jakob hinn silfurlenski. Var fimi hans slík að hann lék alla Bilbæinga uppúr skónum nema Gauk er átti sjömílnaskó er eigi varð að býfum komið nema meður galdraþulu og kynngimagni. Rann nú berserksgangur á Gauk. Kom hann aftanað Jakobi og spyrnti svá fast í vinstri löpp Silfurlendingsins að bein brustu í ökkla.35 ára pistlafmæli í ár Fyrsti pistill Kristins fór í loftið þann 21. maí 1981 og því stutt í að Kristinn geti haldið upp á 35 ára afmæli sitt. Okkar maður er þó hvergi nærri dottinn af baki. „Ég er enn aðeins að pistlast þótt að það sé langt á milli sjússanna eins og ég segi,“ segir Kristinn en gerast má áskrifandi að pistlum Kristins sem koma að jafnaði út einu sinni í mánuði hér. Hlýða má nýjasta pistil Kristins hér fyrir neðan.Hér fyrir neðan má sjá tæklinguna örlagaríku en rétt er að vara lesendur við því að horfa á þetta myndband. Menning Tengdar fréttir Börsungar hentu nágrönnunum út úr spænska bikarnum Barcelona vann 2-0 útisigur á Espanyol í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum spænska konungsbikarsins í fótbolta. 13. janúar 2016 22:30 Börsungar köstuðu frá sér sigrinum Barcelona fór illa að ráði sínu þegar liðið tók á móti Deportivo La Coruna í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 2-2. 12. desember 2015 17:15 Börsungar töpuðu í Flórens Fiorentina vann Barcelona með tveimur mörkum gegn einu á International Champions Cup í kvöld. 2. ágúst 2015 21:23 Enginn Börsungur í byrjunarliði Spánar í fyrsta sinn í tíu ár Það er áratugur upp á dag síðan enginn leikmaður Barcelona var í byrjunarliði spænska landsliðsins í mótsleik. 12. október 2015 19:31 Neymar með tvö mörk í öruggum sigri Börsunga | Sjáið mörkin Barcelona er í frábærum málum í sínum riðli í Meistaradeildinni eftir öruggan 3-0 heimasigur á BATE Borisov í 4. umferð riðlakeppninnar í kvöld. 4. nóvember 2015 22:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Kristinn R. Ólafsson er fyrir löngu orðinn landsfrægur fyrir pistla og orðkynngi sína. Eitt af þeim orðum sem hann hefur bætt við hina íslenska tungu er Börsungur og í dag eru 32 ár síðan orðið flaug í huga Kristins. Börsungar eru þeir sem koma frá Barcelona og er oftar en ekki notað um knattspyrnuliðið Barcelona og þá leikmenn sem spila fyrir liðið hverju sinni. Langt er síðan orðið festi sig í sessi en sé orðið slegið inn í leitarvél Google fást 22.400 niðurstöður.Pistilinn góði. Smella má á myndina til að sjá hana í stærri útgáfu.Mynd/Kristinn R. Ólafsson.„Ég man það bara að Barcelona er náttúrulega kallað Barca, útskýrir segir Kristinm um tilurð orðsins. „Úr því hef ég farið úr Barca í Börcu og þaðan hefur orðið Börsungur komið til mín.“ Pistilinn sjálfur þar sem orðið kom fyrst fyrir ber nafnið Jakobs þáttur Marardóna og fjallar um örlagaríkan leik á milli Barcelona og Athletic Bilbao. „Þarna var ég að fjalla um Maradona og þegar hann var ökklabrotin í leik,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. „Þetta var í útvarpinu og ég sé það hjá mér að ég hef sent þetta til Íslands á snældu 30. janúar 1984.“Lesa má pistil Kristins hér fyrir neðan. Jakobs þáttur MarardónaJakob heitir maður, nefndur Marardóni. Hann er silfurlensku að ætt, lágur vexti, þó eigi dvergvaxinn. Skrúrhærður er hann líkt og lamb á vori og nefndur Loðinn. Jakob er svá leikinn meður knött að engi er honum jafnleikinn. Fótafimur og frárri er hann flestum mönnum og svá dýrfættur að löppum er líkt við gull.Á Spaníalandi eru Barselónumenn meiri peningapúkar en aðrir. Buðu þeir nú Jakobi fé mikið, gildan sjóð vesturheimskra dala, er þykja allra aura bestir enda hafa þeir þá náttúru að margfaldast sífellt í verði, ef hann vildi ganga í lið með þeim að leika fótbolta. Tók Jakob hinn silfurlenski boði Börsunga og kóm fljúgandi í flugvelarmaga frá Silfurlandi. Varð alþýða mann í Barselónu fegin komu Jakobs og skemmti sér mjög að sjá lipurð hans og lempni. Var hann maður vinsæll.En nú víkur sögunni til Bilbár, borgar einnar norðanlands í ríki Spánverja. Þar búa Baskar. Þar býr og Goikoetxea eður Gaukur á vorri tungu. Er hann maður ljótur, rumur mikill en leikinn með knött. Hann er berserkur.Eitt sinn reyndu Börsungar og Bilbæingar með sér boltafimi í Barselónu. Fremstur í flokki Börsunga var Jakob hinn silfurlenski. Var fimi hans slík að hann lék alla Bilbæinga uppúr skónum nema Gauk er átti sjömílnaskó er eigi varð að býfum komið nema meður galdraþulu og kynngimagni. Rann nú berserksgangur á Gauk. Kom hann aftanað Jakobi og spyrnti svá fast í vinstri löpp Silfurlendingsins að bein brustu í ökkla.35 ára pistlafmæli í ár Fyrsti pistill Kristins fór í loftið þann 21. maí 1981 og því stutt í að Kristinn geti haldið upp á 35 ára afmæli sitt. Okkar maður er þó hvergi nærri dottinn af baki. „Ég er enn aðeins að pistlast þótt að það sé langt á milli sjússanna eins og ég segi,“ segir Kristinn en gerast má áskrifandi að pistlum Kristins sem koma að jafnaði út einu sinni í mánuði hér. Hlýða má nýjasta pistil Kristins hér fyrir neðan.Hér fyrir neðan má sjá tæklinguna örlagaríku en rétt er að vara lesendur við því að horfa á þetta myndband.
Menning Tengdar fréttir Börsungar hentu nágrönnunum út úr spænska bikarnum Barcelona vann 2-0 útisigur á Espanyol í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum spænska konungsbikarsins í fótbolta. 13. janúar 2016 22:30 Börsungar köstuðu frá sér sigrinum Barcelona fór illa að ráði sínu þegar liðið tók á móti Deportivo La Coruna í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 2-2. 12. desember 2015 17:15 Börsungar töpuðu í Flórens Fiorentina vann Barcelona með tveimur mörkum gegn einu á International Champions Cup í kvöld. 2. ágúst 2015 21:23 Enginn Börsungur í byrjunarliði Spánar í fyrsta sinn í tíu ár Það er áratugur upp á dag síðan enginn leikmaður Barcelona var í byrjunarliði spænska landsliðsins í mótsleik. 12. október 2015 19:31 Neymar með tvö mörk í öruggum sigri Börsunga | Sjáið mörkin Barcelona er í frábærum málum í sínum riðli í Meistaradeildinni eftir öruggan 3-0 heimasigur á BATE Borisov í 4. umferð riðlakeppninnar í kvöld. 4. nóvember 2015 22:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Börsungar hentu nágrönnunum út úr spænska bikarnum Barcelona vann 2-0 útisigur á Espanyol í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum spænska konungsbikarsins í fótbolta. 13. janúar 2016 22:30
Börsungar köstuðu frá sér sigrinum Barcelona fór illa að ráði sínu þegar liðið tók á móti Deportivo La Coruna í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 2-2. 12. desember 2015 17:15
Börsungar töpuðu í Flórens Fiorentina vann Barcelona með tveimur mörkum gegn einu á International Champions Cup í kvöld. 2. ágúst 2015 21:23
Enginn Börsungur í byrjunarliði Spánar í fyrsta sinn í tíu ár Það er áratugur upp á dag síðan enginn leikmaður Barcelona var í byrjunarliði spænska landsliðsins í mótsleik. 12. október 2015 19:31
Neymar með tvö mörk í öruggum sigri Börsunga | Sjáið mörkin Barcelona er í frábærum málum í sínum riðli í Meistaradeildinni eftir öruggan 3-0 heimasigur á BATE Borisov í 4. umferð riðlakeppninnar í kvöld. 4. nóvember 2015 22:00