Gary Woodland og K.J.Choi leiða eftir tvo hringi á Farmers Insurance mótinu sem fram fer á Torrey Pines en þeir hafa leikið á samtals níu höggu undir pari.
Hinn högglangi Dustin Johnson er einn í þriðja sæti á átta höggum undir en hann lék frábærlega á öðrum hring í gær og kom inn á 66 höggum eða sex undir pari.
Það sem vakti þó mesta athygli eftir annan hring voru þau nöfn sem náðu ekki niðurskurðinum en Rickie Fowler, Jason Day, Justin Rose og Phil Mickelson duttu allir úr leik.
Mickelson lék mjög vel á fyrsta hring en var í tómu tjóni á öðrum hring í gær sem hann lék á 76 höggum eða fjórum yfir pari.
Honum tókst þó að skemta áhorfendum með ótrúlegu höggi í gegn um járngirðingu, en það dugði ekki til og hann er úr leik.
Bein útsending frá þriðja hring hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00 í kvöld.
Mörg stór nöfn úr leik á Farmers Insurance

Mest lesið





„Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“
Íslenski boltinn

„Kærkominn sigur eftir þunga daga“
Fótbolti

Óvænt tap Atlético í fyrsta leik
Fótbolti

Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“
Enski boltinn

Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“
Íslenski boltinn
