Veiði

Stundum vill hann bara Frigga

Karl Lúðvíksson skrifar
Friggi er oft mjög veiðin
Friggi er oft mjög veiðin
Það er ekki ofsögum sagt að það geti verið vandamál suma daga að fá laxinn til að taka og valkvíðinn yfir fluguvalinu skánar ekkert þegar boxið er opnað.

Veiðimenn fylla gjarnan alla vasa í jakkanum eða vestinu af boxum rétt eins og hermenn í kvikmyndum hlaða á sig skothylkjum áður en haldið er til orrustu. Þegar þú ert að prófa einn veiðistað er samt sem áður alveg nóg að prófa tvær, kannski þrjár flugur. Það er bara betra að hafa nóg með sér til að velja úr.  Þegar líður á veiðitímann og laxinn búinn að sjá nægju sína af hitch, Sunray og smáflugum er oft gripið til þeirra ráða að veiða hægt, þungt og djúpt. Fáar ef nokkur fluga veiðir betur á þann hátt en Friggi sem seint verður í uppáhaldi hjá nokkrum leiðsögumanni.

Ástæðan er sú, og þetta fæst ekki fyllilega staðfest, er sú að flugan sú er sögð þeim eiginleikum gædd að hægt sé að taka einn lax úr hylnum á hana og það sé gjarnan sá vitlausasti. Hinir verði bara styggir og hylurinn sé eyðilagður það sem eftir lifir dags. Málið er þetta er, samkvæmt minni reynslu, oftar en ekki rétt en bara ekki alltaf. Eitt dæmi. Einn af ungu veiðimönnunum sem dvalið hefur aldur sinn við Langá var við veiðar í ánni á liðnu hausti þegar hún var bæði köld og nokkuð vatnsmikil, svona alla vega miðað við venjulegt vatn. Litlar flugur höfðu verið að gefa vel allt sumarið en á þessum kalda september morgni var takan erfið. Í það minnsta það til Friggi fór í ánna.

Þarna landaði þessi ágæti veiðimaður kvótanum á skotstundu, allt á Frigga. Veiðistaðurinn var Heiðarendi sem hafði verið heldur rólegur allt sumarið þrátt fyrir að nóg væri af laxi í honum. Það er þess vegna allt í lagi að eiga Frigga í boxinu, meira að segja að nota hann stundum því stundum virkar hann ágætlega. En passið samt að ofnota hann ekki saman ber að nota hann sem fyrstu flugu í hverjum hyl og sérstaklega í nettari ánum því þær þola svona hlunkafluguveiði oft mun verr en stærri ár eins og Rangárnar.






×