Nokkur umræða hefur verið um málið á Twitter undir kassamerkinu #hoodístón og virðist fólk sammælast um það að Gísli Pálmi, MC Gauti og Reykjavíkurdætur hefðu átt að fá tilnefningu í ár.
„Leiðinlegt að sjá hvað rapptónlist og elektróník er sniðgengin á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár. Einungis tvær rappgrúppur fá tilnefningu, Sturla Atlas og Úlfur Úlfur. Á ári rappsins 2015,“ segir Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður á Facebook-síðu sinni.
Hvernig getur ár íslenskt rapps ekki endurspeglast í íslensku tónlistarverðlaununum? Íslensku hausinn í rassgatinu á sér verðlaun ársins.
— Halldór Halldórsson (@DNADORI) February 5, 2016
Vá íslensk tónlist hefur alltaf verið tightknit og krúttleg klíka. En núna birtist hún manni eins og hræddir gamlir frímúrarar.
— Halldór Halldórsson (@DNADORI) February 5, 2016
Fleiri ummæli má sjá hér fyrir neðan.
Hvaða gömlu fretarar sem skilja ekki að rapptónlist átti 2015? Það er ekki einusinni ég að egotrippa, það er staðreynd.
— Emmsjé (@emmsjegauti) February 5, 2016
Þegar horft verður á sögu tónlistarverðlaunanna verður eins og rappsprengingin árið 2015 hafi aldrei átt sér stað. Það er sick.
— Sóli Hólm (@SoliHolm) February 5, 2016
er GP of ekta fyrir etta?
— Sturla Atlas (@sturlaatlas) February 5, 2016
Ég þarf enga svona viðurkenningu. Mér finnst þetta bara niðurdrepandi fyrir upprennandi listamenn sem leggja sig fram til að skapa eitthvað
— GKR baby (@GKROFFICIAL) February 5, 2016