Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 5. febrúar 2016 14:34 Ein mesta aflakló Veiðivatna, Jón Ingi Kristjánsson með flottann urriða úr vötnunum Nokkuð ber á óánægju með hækkun á veiðileyfum í veiðivötn fyrir komandi sumar en þess eru dæmi um að veiðimenn sem hafi stundað vötnin í áratugi mæti ekki þetta árið. Það mátti svo sem gera ráð fyrir því að einhverjir veiðimenn mótmæltu hækkunum í vötnin en krónutalan er þó ekki mikil en verðið sumarið 2015 var 9.000 kr fyrir hverja stöng 18. júní til 1. júlí en 8.000 fyrir hverja stöng 1. júlí til 24. ágúst. Verðið fyrir sumarið 2016 er 1000.- krónum hærra. Fimm til sjö manna hús fer úr 10.000 í 11.500.- krónur og átta til tólf manna hús frá 13.000 uppí 15.000.- krónur. Alls veiddust 17.970 fiskar sumarið 2015, 16.176 fiskar sumarið 2014 og 13.516 fiskar árið 2013. Það skal tekið fram að þetta eru veiðitölur á stangveiðitímanum eingöngu. Þrálát umræða hefur verið um minnkandi veiði en það er bara alls ekki málið. Veiðin fór seint af stað í fyrra vegna kulda langt fram eftir sumri og eins var stór hluti vatnanna ísilagður fram í júlí. Hluta verðhækkana má rekja til umbóta á aðstöðu fyrir veiðimenn en sumir hafa kvartað yfir því að þar sé verið að gera bragarbót sbr. eftirfarandi færsla af samfélagsmiðlum: "Það sem fer fyrir brjóstið á mér er það að mér finnst að verið sé að skemma stemmninguna með því að troða klósettum, hitakútum og veggofnum inn í kofana." Það gefur þvíað skilja sem svo að sá veiðimaður sem vill ekki skemma stemmninguna sé ennþá hrifinn af því að hírast í skítakulda í kofunum, ganga örna sinna úti og vera í vandræðum með heitt vatn inní húsunum. Ég ætla ekki að fullyrða neitt en ég þyist nokkuð viss um að sú hækkun sem hefur átt sér stað sé vel þess virði þegar húsin hafa verið tekin í gegn og svo maður tali ekki um aukna veiði eins og tölurnar gefa bersýnilega til kynna. Það er þó varla ástæða að halda að það verði mikið laust á komandi sumri því í Veiðivötn komast færri en vilja. Eins hafa erlendir veiðimenn sýnt því mikin áhuga að fá að komast í vötnin en það sem hefur stöðvað það svo til að mestu í dag er hversu umsetin leyfin eru af Íslendingum. Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Nokkuð ber á óánægju með hækkun á veiðileyfum í veiðivötn fyrir komandi sumar en þess eru dæmi um að veiðimenn sem hafi stundað vötnin í áratugi mæti ekki þetta árið. Það mátti svo sem gera ráð fyrir því að einhverjir veiðimenn mótmæltu hækkunum í vötnin en krónutalan er þó ekki mikil en verðið sumarið 2015 var 9.000 kr fyrir hverja stöng 18. júní til 1. júlí en 8.000 fyrir hverja stöng 1. júlí til 24. ágúst. Verðið fyrir sumarið 2016 er 1000.- krónum hærra. Fimm til sjö manna hús fer úr 10.000 í 11.500.- krónur og átta til tólf manna hús frá 13.000 uppí 15.000.- krónur. Alls veiddust 17.970 fiskar sumarið 2015, 16.176 fiskar sumarið 2014 og 13.516 fiskar árið 2013. Það skal tekið fram að þetta eru veiðitölur á stangveiðitímanum eingöngu. Þrálát umræða hefur verið um minnkandi veiði en það er bara alls ekki málið. Veiðin fór seint af stað í fyrra vegna kulda langt fram eftir sumri og eins var stór hluti vatnanna ísilagður fram í júlí. Hluta verðhækkana má rekja til umbóta á aðstöðu fyrir veiðimenn en sumir hafa kvartað yfir því að þar sé verið að gera bragarbót sbr. eftirfarandi færsla af samfélagsmiðlum: "Það sem fer fyrir brjóstið á mér er það að mér finnst að verið sé að skemma stemmninguna með því að troða klósettum, hitakútum og veggofnum inn í kofana." Það gefur þvíað skilja sem svo að sá veiðimaður sem vill ekki skemma stemmninguna sé ennþá hrifinn af því að hírast í skítakulda í kofunum, ganga örna sinna úti og vera í vandræðum með heitt vatn inní húsunum. Ég ætla ekki að fullyrða neitt en ég þyist nokkuð viss um að sú hækkun sem hefur átt sér stað sé vel þess virði þegar húsin hafa verið tekin í gegn og svo maður tali ekki um aukna veiði eins og tölurnar gefa bersýnilega til kynna. Það er þó varla ástæða að halda að það verði mikið laust á komandi sumri því í Veiðivötn komast færri en vilja. Eins hafa erlendir veiðimenn sýnt því mikin áhuga að fá að komast í vötnin en það sem hefur stöðvað það svo til að mestu í dag er hversu umsetin leyfin eru af Íslendingum.
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði