Stíliserar stjörnurnar Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 5. febrúar 2016 14:30 Noel Mcgrath Edda Guðmundsdóttir stílisti hefur starfað sem slíkur í Bandaríkjunum í fjölda ára. Hún datt óvænt inn í bransann og fór í raun bakdyramegin þangað inn því dans var ástæðan fyrir því að hún flutti út. „Ég flutti fyrst út þegar ég var unglingur til þess að dansa ballett. Ég eignaðist svo kærasta sem var fatahönnuður og þar sem ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á fötum leiddist ég smám saman inn í tískuheiminn. Út frá því að vinna með kærastanum í fatalínunni kynntist ég ljósmyndurum, stílistum og öðru fólki í þessum heimi,“ lýsir Edda sem hefur nú búið úti meira en hálfa ævina.Edda baksviðs á Chromat-sýningu á síðustu tískuviku.SHOKO TAKAYASUKomin í hringHún fékk gjarnan að heyra það frá ljósmyndurum að hún ætti að leggja stílistastarfið fyrir sig og stílistarnir voru hrifnir af fatalínunni sem kærasti Eddu hannaði. „Stílistarnir fengu ekki bara lánuð föt úr fatalínunni heldur líka úr mínum eigin fataskáp fyrir myndatökur. Fólk sem stjórnaði verkefnunum fór þá að segja mér að ég ætti að þéna sjálf á þessum bransa í staðinn fyrir að lána fólki fötin mín og hugmyndir ókeypis. Eitt leiddi af öðru og fyrr en varði var ég komin á kaf í bransann og hætt í dansinum. Það skemmtilega við þetta allt saman er svo að á síðustu árum hef ég unnið hér og þar með ýmsum dansflokkum við að hanna búninga og komið að því að stjórna danssýningum og dansmyndatökum. Nýlega hef ég til dæmis unnið með Cedar Lake Contemporary Dance Theater fyrir sýningu í BAM (Brooklyn Academy of Music) og við sýningu NY City Ballet í Guggenheim-safninu. Þannig að ég er eiginlega komin í hring og hef sameinað fata- og dansáhugann,“ segir Edda og brosir.Á æfingu fyrir tískusýningu.RUDEDIGER GLATZUnnið með stjörnunumEddu hefur gengið vel síðustu árin og hún hefur unnið að mörgum stórum verkefnum og unnið með hönnuðum á ýmsa vegu, stíliserað myndatökur og sýningar og veitt ráðgjöf. Hún hefur unnið með stórstjörnum í tónlistar- og sjónvarpsbransanum eins og Aliciu Keys, Björk, Taylor Swift, Opruh Winfrey, Diane Sawyer, Arethu Franklin, sjónvarpskokknum Katie Lee, ballerínunni Wendy Whelan, leikaranum James Van Der Beek, leikkonunni Katee Sackhoff, og Lady Gaga. Edda getur lítið tjáð sig um störf sín með stjörnunum því hún hefur skrifað undir þagnareiða. Hún getur þó nefnt að það sé alltaf gaman að vinna með stórum stjörnum. „Hvert verkefni er auðvitað misjafnt en oft þegar stór nöfn eru í myndinni og í mörgum tilfellum margra ára ímyndarvinna á bak við persónuna og miklir peningar í húfi þá er þetta yfirhöfuð allt afskaplega fagmannlegt. Stjörnurnar vita hvað þær vilja og þurfa til að vinna sína vinnu og ég reyni að láta það rætast."Edda hefur unnið með stórstjörnum í tónlistar- og sjónvarpsbransanum.Góð í að verslaDagarnir hjá Eddu eru ólíkir enda starfar hún „freelance“. Hún segir ekki mikla rútínu vera á lífi sínu sem henti henni vel. „Þá daga sem ég er ekki á „setti“ reyni ég að vakna ekki seinna en klukkan átta og vera byrjuð að vinna hálftíma síðar. Ef ég er á „setti“ hefst vinnudagurinn mjög oft klukkan fimm, sex á morgnana og stendur yfir í tólf til tuttugu tíma. Þegar ég er ekki á „setti“ eyði ég miklum tíma á netinu að skoða hvað hönnuðir alls staðar í heiminum eru að gera. Ég reyni líka að fylgjast vel með myndlistar-, tónlistar- og leikhúsheiminum þar sem mér finnst þetta allt tengjast. Ég hef tvo frábæra aðstoðarmenn sem vinna hjá mér í New York og er svo með nokkra aðstoðarmenn sem ég vinn með þegar ég vinn í Los Angeles, París, Miami, London og svo framvegis. Gott aðstoðarfólk er ofboðslega mikilvægt og starfið krefst mikillar samvinnu allra sem að því koma. Ég eyði líka miklum tíma í búðum og versla mikið fyrir vinnuna. Ég veit því alltaf hvað er til í stóru tískuverslununum í New York og hvar best er að finna hlutina út um allan heim.“Baksviðs á tískusýningu Chromat.Rudediger GlatzMargt í pípunum Draumaverkefni Eddu eru mörg og segir hún sum þeirra vera að rætast á þessu og næsta ári. „Ég verð að gera búninga fyrir bíómynd með leikstjóranum Joseph Kahn í Los Angeles á næstu mánuðum.“Á formlegum nótum.Roxanne Lowit„Ég er líka að hanna búninga fyrir Broadway-sýningu sem er í samvinnu við Cirque de Soleil. Mig langar að gera meira af bíómyndum, leikhúsi og vinna meira með dönsurum, leikurum, myndlistarmönnum og sirkusfólki,“ lýsir Edda. Hún bætir við að hún hafi áhuga á að vinna meira á Íslandi en að hún hafi ekki enn fengið verkefni til að láta þann draum rætast. Býr í ferðatöskuNæst á dagskrá hjá Eddu er vinna við stíliseringu á sýningu Chromat á tískuvikunni í New York og sýningu Bernhards Willhelm á tískuvikunni í París. Einnig vinna við Grammy-verðlaunahátíðina og nýjan sjónvarpsþátt með kokknum Katie Lee, verkefni með Hildi Yeoman, áðurnefnd bíómynd í Los Angeles, verkefni með dansflokki í París sem verður sýnt á listahátíð í Þýskalandi og búningar fyrir Broadway-sýningu.Búningur sem Edda hannaði með Bernhard Willhelm.Roxanne LowitFyrir utan auglýsingar og sjónvarpsþætti sem hún vinnur reglulega að. Eins og sjá má af þessu er augljóst að Edda er mikið á ferð og flugi og segist hún yfirleitt ekki vera meira en mánuð í senn heima hjá sér í West Village á Manhattan. „Ég bý í raun í ferðatösku og veitir allt þetta götulíf um allan heim mér endalausan innblástur fyrir vinnuna. Einnig listalífið og spennandi sýningar.“ Edda segir sinn stíl í vinnu vera leiklistarlega blöndu af götustíl og hátísku. „Ég hef gaman af að skapa og vinna í þeim heimi en þess á milli finnst mér líka gaman að setja saman dæmigert bankamannslúkk til að hafa jafnvægi í þessu öllu. Svo er ég spennt fyrir að sameina tísku, tækni og virkni, það er margt spennandi að gerast í þeim geira.“Daniel Trese„Persónulega er ég svolítið veik fyrir „More is More“ og síbreytilegum stíl. Mér finnst gaman að ganga í fötum frá hönnuðum sem ég starfa með og frá ungum og upprennandi hönnuðum, ég elska vintage-búðir og flóamarkaði og hef gaman af húmor í fötum og samsetningu.“ Edda vinnur oft fram eftir kvöldi og fer mikið í vinnutengd matarboð og á sýningar en þegar hún á frí þykir henni best að vera með vinum og fjölskyldu. „Ég er einhleyp sem stendur. Það er búið að vera svo mikið að gera síðustu árin að fjölskyldulífið hefur svolítið gleymst. Ég stefni á að breyta því og reyna að finna betra jafnvægi. Annars finnst mér gott að borða góðan mat, lesa og liggja í leti í sólbaði, ferðast, læra um nýja staði og hlæja. Þetta veitir mér allt innblástur til að halda áfram.“Í sýningarrými Bernhards Willhelm.RUDEDIGER GLATZ Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Edda Guðmundsdóttir stílisti hefur starfað sem slíkur í Bandaríkjunum í fjölda ára. Hún datt óvænt inn í bransann og fór í raun bakdyramegin þangað inn því dans var ástæðan fyrir því að hún flutti út. „Ég flutti fyrst út þegar ég var unglingur til þess að dansa ballett. Ég eignaðist svo kærasta sem var fatahönnuður og þar sem ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á fötum leiddist ég smám saman inn í tískuheiminn. Út frá því að vinna með kærastanum í fatalínunni kynntist ég ljósmyndurum, stílistum og öðru fólki í þessum heimi,“ lýsir Edda sem hefur nú búið úti meira en hálfa ævina.Edda baksviðs á Chromat-sýningu á síðustu tískuviku.SHOKO TAKAYASUKomin í hringHún fékk gjarnan að heyra það frá ljósmyndurum að hún ætti að leggja stílistastarfið fyrir sig og stílistarnir voru hrifnir af fatalínunni sem kærasti Eddu hannaði. „Stílistarnir fengu ekki bara lánuð föt úr fatalínunni heldur líka úr mínum eigin fataskáp fyrir myndatökur. Fólk sem stjórnaði verkefnunum fór þá að segja mér að ég ætti að þéna sjálf á þessum bransa í staðinn fyrir að lána fólki fötin mín og hugmyndir ókeypis. Eitt leiddi af öðru og fyrr en varði var ég komin á kaf í bransann og hætt í dansinum. Það skemmtilega við þetta allt saman er svo að á síðustu árum hef ég unnið hér og þar með ýmsum dansflokkum við að hanna búninga og komið að því að stjórna danssýningum og dansmyndatökum. Nýlega hef ég til dæmis unnið með Cedar Lake Contemporary Dance Theater fyrir sýningu í BAM (Brooklyn Academy of Music) og við sýningu NY City Ballet í Guggenheim-safninu. Þannig að ég er eiginlega komin í hring og hef sameinað fata- og dansáhugann,“ segir Edda og brosir.Á æfingu fyrir tískusýningu.RUDEDIGER GLATZUnnið með stjörnunumEddu hefur gengið vel síðustu árin og hún hefur unnið að mörgum stórum verkefnum og unnið með hönnuðum á ýmsa vegu, stíliserað myndatökur og sýningar og veitt ráðgjöf. Hún hefur unnið með stórstjörnum í tónlistar- og sjónvarpsbransanum eins og Aliciu Keys, Björk, Taylor Swift, Opruh Winfrey, Diane Sawyer, Arethu Franklin, sjónvarpskokknum Katie Lee, ballerínunni Wendy Whelan, leikaranum James Van Der Beek, leikkonunni Katee Sackhoff, og Lady Gaga. Edda getur lítið tjáð sig um störf sín með stjörnunum því hún hefur skrifað undir þagnareiða. Hún getur þó nefnt að það sé alltaf gaman að vinna með stórum stjörnum. „Hvert verkefni er auðvitað misjafnt en oft þegar stór nöfn eru í myndinni og í mörgum tilfellum margra ára ímyndarvinna á bak við persónuna og miklir peningar í húfi þá er þetta yfirhöfuð allt afskaplega fagmannlegt. Stjörnurnar vita hvað þær vilja og þurfa til að vinna sína vinnu og ég reyni að láta það rætast."Edda hefur unnið með stórstjörnum í tónlistar- og sjónvarpsbransanum.Góð í að verslaDagarnir hjá Eddu eru ólíkir enda starfar hún „freelance“. Hún segir ekki mikla rútínu vera á lífi sínu sem henti henni vel. „Þá daga sem ég er ekki á „setti“ reyni ég að vakna ekki seinna en klukkan átta og vera byrjuð að vinna hálftíma síðar. Ef ég er á „setti“ hefst vinnudagurinn mjög oft klukkan fimm, sex á morgnana og stendur yfir í tólf til tuttugu tíma. Þegar ég er ekki á „setti“ eyði ég miklum tíma á netinu að skoða hvað hönnuðir alls staðar í heiminum eru að gera. Ég reyni líka að fylgjast vel með myndlistar-, tónlistar- og leikhúsheiminum þar sem mér finnst þetta allt tengjast. Ég hef tvo frábæra aðstoðarmenn sem vinna hjá mér í New York og er svo með nokkra aðstoðarmenn sem ég vinn með þegar ég vinn í Los Angeles, París, Miami, London og svo framvegis. Gott aðstoðarfólk er ofboðslega mikilvægt og starfið krefst mikillar samvinnu allra sem að því koma. Ég eyði líka miklum tíma í búðum og versla mikið fyrir vinnuna. Ég veit því alltaf hvað er til í stóru tískuverslununum í New York og hvar best er að finna hlutina út um allan heim.“Baksviðs á tískusýningu Chromat.Rudediger GlatzMargt í pípunum Draumaverkefni Eddu eru mörg og segir hún sum þeirra vera að rætast á þessu og næsta ári. „Ég verð að gera búninga fyrir bíómynd með leikstjóranum Joseph Kahn í Los Angeles á næstu mánuðum.“Á formlegum nótum.Roxanne Lowit„Ég er líka að hanna búninga fyrir Broadway-sýningu sem er í samvinnu við Cirque de Soleil. Mig langar að gera meira af bíómyndum, leikhúsi og vinna meira með dönsurum, leikurum, myndlistarmönnum og sirkusfólki,“ lýsir Edda. Hún bætir við að hún hafi áhuga á að vinna meira á Íslandi en að hún hafi ekki enn fengið verkefni til að láta þann draum rætast. Býr í ferðatöskuNæst á dagskrá hjá Eddu er vinna við stíliseringu á sýningu Chromat á tískuvikunni í New York og sýningu Bernhards Willhelm á tískuvikunni í París. Einnig vinna við Grammy-verðlaunahátíðina og nýjan sjónvarpsþátt með kokknum Katie Lee, verkefni með Hildi Yeoman, áðurnefnd bíómynd í Los Angeles, verkefni með dansflokki í París sem verður sýnt á listahátíð í Þýskalandi og búningar fyrir Broadway-sýningu.Búningur sem Edda hannaði með Bernhard Willhelm.Roxanne LowitFyrir utan auglýsingar og sjónvarpsþætti sem hún vinnur reglulega að. Eins og sjá má af þessu er augljóst að Edda er mikið á ferð og flugi og segist hún yfirleitt ekki vera meira en mánuð í senn heima hjá sér í West Village á Manhattan. „Ég bý í raun í ferðatösku og veitir allt þetta götulíf um allan heim mér endalausan innblástur fyrir vinnuna. Einnig listalífið og spennandi sýningar.“ Edda segir sinn stíl í vinnu vera leiklistarlega blöndu af götustíl og hátísku. „Ég hef gaman af að skapa og vinna í þeim heimi en þess á milli finnst mér líka gaman að setja saman dæmigert bankamannslúkk til að hafa jafnvægi í þessu öllu. Svo er ég spennt fyrir að sameina tísku, tækni og virkni, það er margt spennandi að gerast í þeim geira.“Daniel Trese„Persónulega er ég svolítið veik fyrir „More is More“ og síbreytilegum stíl. Mér finnst gaman að ganga í fötum frá hönnuðum sem ég starfa með og frá ungum og upprennandi hönnuðum, ég elska vintage-búðir og flóamarkaði og hef gaman af húmor í fötum og samsetningu.“ Edda vinnur oft fram eftir kvöldi og fer mikið í vinnutengd matarboð og á sýningar en þegar hún á frí þykir henni best að vera með vinum og fjölskyldu. „Ég er einhleyp sem stendur. Það er búið að vera svo mikið að gera síðustu árin að fjölskyldulífið hefur svolítið gleymst. Ég stefni á að breyta því og reyna að finna betra jafnvægi. Annars finnst mér gott að borða góðan mat, lesa og liggja í leti í sólbaði, ferðast, læra um nýja staði og hlæja. Þetta veitir mér allt innblástur til að halda áfram.“Í sýningarrými Bernhards Willhelm.RUDEDIGER GLATZ
Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira