Hlutabréf í Tesla taka dýfu Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2016 09:24 Tesla Model X. Hlutabréfaverð rafmagnsbílaframleiðandans Tesla hefur staðið hátt á undanförnum misserum og trú Wall Street á fyrirtækinu hefur endurspeglað mikla trú á framtíð þess. Eitthvað virðist þó vera undan að láta í þeim efnum en í vikunni hefur verð hlutabréfanna fallið talsvert, eða úr 199,17 dollurum í 173,48 í gær. Það er 13% lækkun á örfáum dögum sem teljast verður nokkuð brött lækkun á örfáum dögum. Hæsta verð bréfanna á síðustu 52 vikum var reyndar 286,65 og því er lækkunin frá hæsta verði mun meiri, eða 40%. Verðið núna er því komið í það sama og í janúar árið 2014, eða fyrir rúmum tveimur árum. Þessi lækkun á þá helstu útskýringu að Morgan Stanley mat nýlega framtíðarvirði Tesla á 117 dollara sem er gríðarleg lækkun frá fyrri spá uppá 333-450 dollara. Markaðurinn virðist því dansa eftir þessari spá Morgan Stanley nú. Matsfyrirtækið telur að sala bílanna Model X og tilvonandi Model 3 muni ekki ná þeim hæðum sem fyrr var spáð og víst er að mjög lágt bensínverð í Bandaríkjunum á stóran þátt í því, sem og síaukin samkeppni frá öðrum bílaframleiðendum í rafmagnsbílaframleiðslu. Þá hefur seinkun á útkomu Model X jepplingsins ekki hjálpað uppá og því ákveðin vantrú á framleiðslugetu Tesla. Ef uppgjör Tesla fyrir síðasta ár, sem birt verður á miðvikudaginn næsta verður undir spám gætu hlutabréf í Tesla tekið enn meiri dýfu. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent
Hlutabréfaverð rafmagnsbílaframleiðandans Tesla hefur staðið hátt á undanförnum misserum og trú Wall Street á fyrirtækinu hefur endurspeglað mikla trú á framtíð þess. Eitthvað virðist þó vera undan að láta í þeim efnum en í vikunni hefur verð hlutabréfanna fallið talsvert, eða úr 199,17 dollurum í 173,48 í gær. Það er 13% lækkun á örfáum dögum sem teljast verður nokkuð brött lækkun á örfáum dögum. Hæsta verð bréfanna á síðustu 52 vikum var reyndar 286,65 og því er lækkunin frá hæsta verði mun meiri, eða 40%. Verðið núna er því komið í það sama og í janúar árið 2014, eða fyrir rúmum tveimur árum. Þessi lækkun á þá helstu útskýringu að Morgan Stanley mat nýlega framtíðarvirði Tesla á 117 dollara sem er gríðarleg lækkun frá fyrri spá uppá 333-450 dollara. Markaðurinn virðist því dansa eftir þessari spá Morgan Stanley nú. Matsfyrirtækið telur að sala bílanna Model X og tilvonandi Model 3 muni ekki ná þeim hæðum sem fyrr var spáð og víst er að mjög lágt bensínverð í Bandaríkjunum á stóran þátt í því, sem og síaukin samkeppni frá öðrum bílaframleiðendum í rafmagnsbílaframleiðslu. Þá hefur seinkun á útkomu Model X jepplingsins ekki hjálpað uppá og því ákveðin vantrú á framleiðslugetu Tesla. Ef uppgjör Tesla fyrir síðasta ár, sem birt verður á miðvikudaginn næsta verður undir spám gætu hlutabréf í Tesla tekið enn meiri dýfu.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent