Sérstakt samband milli tóna og hreyfinga 18. febrúar 2016 10:45 Hver æfing er ný útgáfa. Hér er sú síðasta fyrir frumsýningu í Hörpu í kvöld klukkan 19 og önnur sýning verður klukkan 21. Vísir/Ernir Dansarinn Valgerður Rúnarsdóttir blæs ekki úr nös þó nýlokið sé hátt í klukkutíma æfingu á verkinu All Inclusive þar sem mikið hefur reynt á styrk hennar og fimi. Ásamt tónlistarmönnunum Tómasi og Vigni í dúóinu Mankan hefur hún tekið að sér að útlista verkið fyrir blaðamanni – sem reyndar horfði á síðasta kortérið og hreifst. All Inclusive er eitt þeirra þriggja dansverka sem eru á dagskrá Íslenska dansflokksins, Reykjavík Dance Festival og Sónar í kvöld. „Við semjum tónlistina í hvert skipti sem við flytjum verkið,“ segir Tómas. Valgerður segir það sama gilda um dansarana, þeir vinni hverju sinni útfrá tónlistinni. „Við spjöllum saman á okkar eigin tungumáli þó engin línuleg frásögn sé í verkinu og erum búin að koma okkur saman um tilfinningu í hverjum kafla fyrir sig,“ segir hún. „Já, það er ákveðinn tímarammi með mismunandi stemningar, en við erum frjáls innan hans,“ botnar Vignir. Tónlistin fer öll gegnum tölvur og ekki nóg með það, dansararnir eru líka með snjalltæki á sér sem stundum stjórna hljóðinu eftir því hver líkamsstaða dansaranna er. Þá elta hreyfingarnar ekki tóninn heldur öfugt, ef svo má að orði komast. „Við erum auðvitað vön að dansa eftir tónlist en með því að vinna svona verður alveg sérstakt samband milli tóna og hreyfinga,“ segir Valgerður sem tilheyrði Íslenska dansflokknum um tíma, en hefur undanfarin ár starfað erlendis og búið í Belgíu. Nú er hún flutt heim, dansar í Njálu og þessu verkefni með ÍD. „Við höfum unnið að þessu verki í rúma viku. Það er stutt ferli en mjög markvisst,“ segir hún. „Já, við Vignir höfum verið á æfingum alla daga og svo að vinna á nóttunni heima svo allt virki enn betur hjá okkur daginn eftir,“ bætir Tómas við. Valgerður segir algerlega frábært að vinna með stjórnandanum hinum slóvakíska Martin Kilvady sem dansar líka með hópnum á morgun. „Martin er sérhæfður í svona spuna innan ákveðins ramma og notar ákveðið tungumál. Þó ég hafi margra ára reynslu sem atvinnudansari þá er endalaust hægt að læra af fólki sem hefur jafn skýra sýn og hann,“ segir Valgerður. Dansverkið verður flutt á salargólfinu í Norðurljósum í mikilli nánd við áhorfendur, sem verða meðfram veggjunum og uppi á svölum. Valgerður hvetur fólk til að njóta augnabliksins. „Þegar farið er á tónleika er það til að verða fyrir hughrifum og hið sama gildir um þennan viðburð. Það verður fyrst og fremst gaman.“ Menning Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Dansarinn Valgerður Rúnarsdóttir blæs ekki úr nös þó nýlokið sé hátt í klukkutíma æfingu á verkinu All Inclusive þar sem mikið hefur reynt á styrk hennar og fimi. Ásamt tónlistarmönnunum Tómasi og Vigni í dúóinu Mankan hefur hún tekið að sér að útlista verkið fyrir blaðamanni – sem reyndar horfði á síðasta kortérið og hreifst. All Inclusive er eitt þeirra þriggja dansverka sem eru á dagskrá Íslenska dansflokksins, Reykjavík Dance Festival og Sónar í kvöld. „Við semjum tónlistina í hvert skipti sem við flytjum verkið,“ segir Tómas. Valgerður segir það sama gilda um dansarana, þeir vinni hverju sinni útfrá tónlistinni. „Við spjöllum saman á okkar eigin tungumáli þó engin línuleg frásögn sé í verkinu og erum búin að koma okkur saman um tilfinningu í hverjum kafla fyrir sig,“ segir hún. „Já, það er ákveðinn tímarammi með mismunandi stemningar, en við erum frjáls innan hans,“ botnar Vignir. Tónlistin fer öll gegnum tölvur og ekki nóg með það, dansararnir eru líka með snjalltæki á sér sem stundum stjórna hljóðinu eftir því hver líkamsstaða dansaranna er. Þá elta hreyfingarnar ekki tóninn heldur öfugt, ef svo má að orði komast. „Við erum auðvitað vön að dansa eftir tónlist en með því að vinna svona verður alveg sérstakt samband milli tóna og hreyfinga,“ segir Valgerður sem tilheyrði Íslenska dansflokknum um tíma, en hefur undanfarin ár starfað erlendis og búið í Belgíu. Nú er hún flutt heim, dansar í Njálu og þessu verkefni með ÍD. „Við höfum unnið að þessu verki í rúma viku. Það er stutt ferli en mjög markvisst,“ segir hún. „Já, við Vignir höfum verið á æfingum alla daga og svo að vinna á nóttunni heima svo allt virki enn betur hjá okkur daginn eftir,“ bætir Tómas við. Valgerður segir algerlega frábært að vinna með stjórnandanum hinum slóvakíska Martin Kilvady sem dansar líka með hópnum á morgun. „Martin er sérhæfður í svona spuna innan ákveðins ramma og notar ákveðið tungumál. Þó ég hafi margra ára reynslu sem atvinnudansari þá er endalaust hægt að læra af fólki sem hefur jafn skýra sýn og hann,“ segir Valgerður. Dansverkið verður flutt á salargólfinu í Norðurljósum í mikilli nánd við áhorfendur, sem verða meðfram veggjunum og uppi á svölum. Valgerður hvetur fólk til að njóta augnabliksins. „Þegar farið er á tónleika er það til að verða fyrir hughrifum og hið sama gildir um þennan viðburð. Það verður fyrst og fremst gaman.“
Menning Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira