Hljómsveitin samanstendur af frönsku tónlistargoðsögninni Jean-Benoit Dunckel sem er í sveitunum Air, Tomorrow's World og Darkel og Barða Jóhannssyni úr Bang Gang.
Nú hafa þeir félagar gefið út lagið Holidays sem verður á plötunni. Lagið einkennist af léttleika og gleði og má heyra það hér að neðan.
Lagið hefur nú þegar fengið góða dóma á erlendum síðum á borð við Stereo Gum, Vice og Clash Music.