Valur og Haukar munu mætast í undanúrslitum Coca-Cola bikarkeppni karla föstudaginn 25. febrúar næstkomandi. Þessi tvö lið eru langefst í Olís-deild karla sem stendur og því von á hörkuviðureign.
1. deildarlið Stjörnunnar drógst gegn nýliðum Gróttu í hinum undanúrslitaleiknum. Stjarnan er efst í 1. deildinni en Grótta hefur átt gott tímabil í Olís-deildinni og er í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig.
Í kvennaflokki fá Íslands- og bikarmeistarar Gróttu heimaleik gegn Haukum en þar mætast tvö efstu lið Olís-deildar kvenna í dag. Í hinni viðureigninni eigast við lið Stjörnunnar og Fylkis.
Undanúrslitaleikir kvenna fara fram fimmtudaginn 25. febrúar og svo degi síðar í karlaflokki. Úrslitaleikirnir fara svo báðir fram laugardaginn 27. febrúar en allir leikirnir fara fram í Laugardalshöll.
Undanúrslit kvenna:
Fimmtudagur 25. febrúar:
17.15 Stjarnan - Fylkir
19.30 Grótta - Haukar
Undanúrslit karla:
Föstudagur 26. febrúar:
17.15 Valur - Haukar
19.30 Stjarnan - Grótta
Tvö efstu liðin mætast í undanúrslitum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn


„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti

Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti

Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Íslenski boltinn