Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur stórtónleika í Hörpu Stefán Árni Pálsson skrifar 11. febrúar 2016 16:30 Vladimir Ashkenazy á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Visir/GVA Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tvö verk í kvöld, annars vegar Píanókonsert Tsjajkovskíjs og hins vegar Leníngrad-sinfóníu Shostakovítsj. Píanókonsert Tsjajkovskíjs er eitt vinsælasta tónverk allra tíma og í því gefst einleikaranum Kirill Gerstein færi á að sýna allar sínar bestu hliðar jafnt í tjáningu sem tæknilegri færni. Gerstein er einn áhugaverðasti píanisti sinnar kynslóðar og er íslenskum áheyrendum að góðu kunnur og víst er að kraftur hans og innsæi hentar vel þessari spennandi efnisskrá. Fáir vita þó að Tsjajkovskíj endurskoðaði verkið eftir frumflutninginn og breytti ýmsu. Fyrir skömmu kom í leitirnar handritið að upprunalegu gerðinni frá 1875 og nú hljómar þessi útgáfa verksins í fyrsta sinn á Íslandi. Leníngrad-sinfónía Shostakovítsj er sérlega áhrifamikil tónsmíð. Hún var samin undir nærri ólýsanlegum kringumstæðum og lýsir innrás Þjóðverja í Sovétríkin í júní 1941. Umsátur þeirra um Leníngrad varði í níu hundruð daga og talið er að um milljón manns, þriðjungur borgarbúa, hafi látið lífið í sprengjuárásum eða úr kulda, smitsjúkdómum og hungri. Sinfónían er magnþrunginn minnisvarði um reisn mannsandans og mátt listarinnar jafnvel þegar öll sund virðast lokuð. Þótt Leníngrad-sinfónían sé ein sú merkasta sem Shostakovitsj samdi hefur hún aðeins tvisvar sinnum áður hljómað á tónleikum hér á landi í flutningi Sinfóníunnar. Fyrst undir stjórn Rumons Gamba árið 2005 og síðra undir stjórn Gennadíjs Rozhdestvenskíj á Listahátíð í Reykjavík 2009. Uppselt er á tónleikana en þeir eru sendir út í beinni útsendingu á Rás 1. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tvö verk í kvöld, annars vegar Píanókonsert Tsjajkovskíjs og hins vegar Leníngrad-sinfóníu Shostakovítsj. Píanókonsert Tsjajkovskíjs er eitt vinsælasta tónverk allra tíma og í því gefst einleikaranum Kirill Gerstein færi á að sýna allar sínar bestu hliðar jafnt í tjáningu sem tæknilegri færni. Gerstein er einn áhugaverðasti píanisti sinnar kynslóðar og er íslenskum áheyrendum að góðu kunnur og víst er að kraftur hans og innsæi hentar vel þessari spennandi efnisskrá. Fáir vita þó að Tsjajkovskíj endurskoðaði verkið eftir frumflutninginn og breytti ýmsu. Fyrir skömmu kom í leitirnar handritið að upprunalegu gerðinni frá 1875 og nú hljómar þessi útgáfa verksins í fyrsta sinn á Íslandi. Leníngrad-sinfónía Shostakovítsj er sérlega áhrifamikil tónsmíð. Hún var samin undir nærri ólýsanlegum kringumstæðum og lýsir innrás Þjóðverja í Sovétríkin í júní 1941. Umsátur þeirra um Leníngrad varði í níu hundruð daga og talið er að um milljón manns, þriðjungur borgarbúa, hafi látið lífið í sprengjuárásum eða úr kulda, smitsjúkdómum og hungri. Sinfónían er magnþrunginn minnisvarði um reisn mannsandans og mátt listarinnar jafnvel þegar öll sund virðast lokuð. Þótt Leníngrad-sinfónían sé ein sú merkasta sem Shostakovitsj samdi hefur hún aðeins tvisvar sinnum áður hljómað á tónleikum hér á landi í flutningi Sinfóníunnar. Fyrst undir stjórn Rumons Gamba árið 2005 og síðra undir stjórn Gennadíjs Rozhdestvenskíj á Listahátíð í Reykjavík 2009. Uppselt er á tónleikana en þeir eru sendir út í beinni útsendingu á Rás 1.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira