Heimir Rappari með nýja plötu: Sækir innblástur í George Orwell Stefán Árni Pálsson skrifar 11. febrúar 2016 13:30 Heimir að gefa út nýja plötu. „Fólk getur þar ráðið því hvort það vill greiða eða ekki. Það eina sem ég bið fólk um er að ef þau vilja fá hana frítt þá láti þau reyni að dreifa henni til sem flestra,“ segir rapparinn Heimir Björnsson, sem gaf út plötuna George Orwell þann 4. febrúar ásamt drengjunum í Lady Babuska. Heimir sló fyrst í gegn sem rappari á Íslandi þegar hann kom fram með hljómsveitinni Skyttunum frá Akureyri en sveitin gaf til að mynda út lagið Ég geri það sem ég vil. Platan fæst gegn frjálsu gjaldi inn á bandcamp-síðu listamannsins. „Elsta lagið á plötunni er um það bil jafn gamalt dóttur minni henni Iðunni Birnu og þar af leiðandi sirka þriggja og hálfs árs. Yngsta lagið er sennilega um það bil eins árs. Svo platan er unnin á tímabilinu milli 2012-2015 og eftir það var mixun og marstering í góðan slatta af tíma.“ Hann segir að nafn plötunnar komi til þar sem Heimir er gríðarlega hrifinn af verkum George Orwell. „Ekki að ég hafi lesið þau öll en ég á allmörg og ekkert þeirra hefur brugðist mér enn. Þó verður að segjast að þrjár smásögur eftir hann hafi haft mest áhrif á textann í titillagi plötunnar. Þær eru Henging, Að skjóta fíl og Dauðdagi hinna fátæku.“ Heimir segir að textarnir á plötunni séu skrifaðir yfir taktana, s.s. taktarnir urðu til fyrst, á plötunni. „Og á mómentinu sem andinn kom yfir mig og ekki breytt eftir það. Ég hafði það sem vinnureglu. Þannig hafa textinn og takturinn einhverskonar samlíf sem mér finnst pínu rómantískt en líka bara skemmtileg tilraun. Mér fannst það gaman. Taktarnir eru allir frá Lady Babuska og þetta þrumubassaelectrosynthaorgíusánd er þeirra. Það vita það allir hér með hvenær þeir heyra Lady Babuska takt. Ég held að það sé alveg á hreinu“ Heimir vann plötuna með Kött Grá Pje, Hlyni Ingólfssyni, sem var með honum í Skyttunum, bróðir sínum Birki Björnssyni, sem er í hljómsveitinni Forgotten Lores, Margrét Arnarsdóttir a.k.a. Gréta Rokk á nikkunni og Bonnie Gregory. Í dag kom út textavídjó við lagið Prótótýpa af sick postulíni sem er unnið af Hlyn Ingólfssyni sem er með Heimi í laginu. Það má sjá hér að neðan. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Heimi Rappara geta kíkt á Facebook síðu hans. „Að síðustu má nefna að á tónleikum Kött Grá Pje og Forgotten Lores á laugardaginn í Stúdentakjallarnum kem ég til með að taka nokkur lög af plötunni. Síðustu tónleikar þessarar banda saman voru gríðarlega vel heppnaðir og því ekki úr vegi að hvetja fólk til að skella sér því það er frítt inn.“ Hér að neðan má rifja upp lagið Ég geri það sem ég vil með Skyttunum. Hér að neðan má síðan hlusta á fleiri lög með Skyttunum Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Fólk getur þar ráðið því hvort það vill greiða eða ekki. Það eina sem ég bið fólk um er að ef þau vilja fá hana frítt þá láti þau reyni að dreifa henni til sem flestra,“ segir rapparinn Heimir Björnsson, sem gaf út plötuna George Orwell þann 4. febrúar ásamt drengjunum í Lady Babuska. Heimir sló fyrst í gegn sem rappari á Íslandi þegar hann kom fram með hljómsveitinni Skyttunum frá Akureyri en sveitin gaf til að mynda út lagið Ég geri það sem ég vil. Platan fæst gegn frjálsu gjaldi inn á bandcamp-síðu listamannsins. „Elsta lagið á plötunni er um það bil jafn gamalt dóttur minni henni Iðunni Birnu og þar af leiðandi sirka þriggja og hálfs árs. Yngsta lagið er sennilega um það bil eins árs. Svo platan er unnin á tímabilinu milli 2012-2015 og eftir það var mixun og marstering í góðan slatta af tíma.“ Hann segir að nafn plötunnar komi til þar sem Heimir er gríðarlega hrifinn af verkum George Orwell. „Ekki að ég hafi lesið þau öll en ég á allmörg og ekkert þeirra hefur brugðist mér enn. Þó verður að segjast að þrjár smásögur eftir hann hafi haft mest áhrif á textann í titillagi plötunnar. Þær eru Henging, Að skjóta fíl og Dauðdagi hinna fátæku.“ Heimir segir að textarnir á plötunni séu skrifaðir yfir taktana, s.s. taktarnir urðu til fyrst, á plötunni. „Og á mómentinu sem andinn kom yfir mig og ekki breytt eftir það. Ég hafði það sem vinnureglu. Þannig hafa textinn og takturinn einhverskonar samlíf sem mér finnst pínu rómantískt en líka bara skemmtileg tilraun. Mér fannst það gaman. Taktarnir eru allir frá Lady Babuska og þetta þrumubassaelectrosynthaorgíusánd er þeirra. Það vita það allir hér með hvenær þeir heyra Lady Babuska takt. Ég held að það sé alveg á hreinu“ Heimir vann plötuna með Kött Grá Pje, Hlyni Ingólfssyni, sem var með honum í Skyttunum, bróðir sínum Birki Björnssyni, sem er í hljómsveitinni Forgotten Lores, Margrét Arnarsdóttir a.k.a. Gréta Rokk á nikkunni og Bonnie Gregory. Í dag kom út textavídjó við lagið Prótótýpa af sick postulíni sem er unnið af Hlyn Ingólfssyni sem er með Heimi í laginu. Það má sjá hér að neðan. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Heimi Rappara geta kíkt á Facebook síðu hans. „Að síðustu má nefna að á tónleikum Kött Grá Pje og Forgotten Lores á laugardaginn í Stúdentakjallarnum kem ég til með að taka nokkur lög af plötunni. Síðustu tónleikar þessarar banda saman voru gríðarlega vel heppnaðir og því ekki úr vegi að hvetja fólk til að skella sér því það er frítt inn.“ Hér að neðan má rifja upp lagið Ég geri það sem ég vil með Skyttunum. Hér að neðan má síðan hlusta á fleiri lög með Skyttunum
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira