Myndbandið er hið glæsilegasta og komu margir að vinnslu þess. Handritavinnsla og leikstjórn var í höndum Birnis Jóns Sigurðssonar og Vilhelms Þórs Neto, en þeir nutu stuðnings Ágústs Ásgeirssonar og Stefáns Vigfússonar við upptökur og eftirvinnslu.
Fyrirtækið Motive sá um að teikna inn á ramma og það er Dominique Gyða Sigrúnardóttir sem fer með aðalhlutverk í því. Hér að neðan má sjá myndbandið.