Einar Már, Gunnar og Gunnar hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin Bjarki Ármannsson skrifar 10. febrúar 2016 16:45 Einar Már Guðmundsson, Gunnar Helgason og Gunnar Þór Bjarnason hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2015. Vísir/Stefán Einar Már Guðmundsson, Gunnar Helgason og Gunnar Þór Bjarnason hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2015. Forseti Íslands afhenti þeim verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag.Hundadagar eftir Einar Má.Einar Már var hlutskarpastur í flokki fagurbókmennta fyrir bók sína Hundadagar. Í flokki fagurbókmennta voru einnig tilnefnd þau Auður Jónsdóttir fyrir Stóra skjálfta, Hallgrímur Helgason fyrir Sjóveikur í München, Hermann Stefánsson fyrir Leiðina út í heim og Jón Kalmann Stefánsson fyrir Eitthvað á stærð við alheiminn. Gunnar Helgason var verðlaunaður fyrir bókina Mamma klikk, sem þótti best barna- og ungmennabóka. Í þeim flokki hlutu einnig tilnefningu þau Arnar Már Arngrímsson fyrir Sölvasögu unglings, Gunnar Theódór Eggertsson fyrir Drauga-Dísu, Hildur Knútsdóttir fyrir Vetrarfrí og Þórdís Gísladóttir fyrir Randalín, Munda og afturgöngurnar.Mamma klikk eftir Gunnar Helgason.Gunnar Þór sigraði í flokki fræðirita og bóka almenns efnis með bókinni Þegar siðmenningin fór fjandans til: Íslendingar og stríðið mikla 1914 – 1918. Í þeim flokki voru einnig tilnefnd þau Dagný Kristjánsdóttir fyrir Bókabörn, Héðinn Unnsteinsson fyrir Vertu úlfur – wargus esto, Páll Baldvin Baldvinsson fyrir Stríðsárin 1938 – 1945 og Smári Geirsson fyrir Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915. Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Auk þess er verðlaunahöfum afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir, hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á Gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans.Þegar siðmenningin fór fjandans til eftir Gunnar Þór.Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefnd skipuðu Erna Guðrún Árnadóttir, Hildigunnur Sverrisdóttir, Pétur Þorsteinn Óskarsson og Árni Sigurjónsson, sem var jafnframt var formaður nefndarinnar. Menning Tengdar fréttir Undrandi og ánægðir bókmenntaverðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir 2015 voru veitt í gær af forseta Íslands. Handhafar eru Einar Már Guðmundsson, Gunnar Helgason og Gunnar Þór Bjarnason. Hver um sig fær eina milljón króna. 11. febrúar 2016 10:15 Óumræðanlega frábær bók Algjörlega – og óumræðilega – frábær saga sem fjallar um verðug málefni frá gelgjulegu sjónarhorni. Það er erfitt að leggja þessa fallegu og fyndnu bók frá sér. 18. nóvember 2015 11:15 Snerti þjóðina meira en margan grunar Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur hefur skrifað bók um fyrri heimsstyrjöldina út frá sjónarhóli Íslendinga og áhrifa styrjaldarinnar á þjóðina. 12. desember 2015 13:30 Brúarsmiður eða farartálmi Ævintýralegt efni og mikil frásagnargleði en frásagnaraðferðin gæti valdið því að lesendur ættu erfitt með að tengjast hinum sögulegu persónum. 4. desember 2015 11:30 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Einar Már Guðmundsson, Gunnar Helgason og Gunnar Þór Bjarnason hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2015. Forseti Íslands afhenti þeim verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag.Hundadagar eftir Einar Má.Einar Már var hlutskarpastur í flokki fagurbókmennta fyrir bók sína Hundadagar. Í flokki fagurbókmennta voru einnig tilnefnd þau Auður Jónsdóttir fyrir Stóra skjálfta, Hallgrímur Helgason fyrir Sjóveikur í München, Hermann Stefánsson fyrir Leiðina út í heim og Jón Kalmann Stefánsson fyrir Eitthvað á stærð við alheiminn. Gunnar Helgason var verðlaunaður fyrir bókina Mamma klikk, sem þótti best barna- og ungmennabóka. Í þeim flokki hlutu einnig tilnefningu þau Arnar Már Arngrímsson fyrir Sölvasögu unglings, Gunnar Theódór Eggertsson fyrir Drauga-Dísu, Hildur Knútsdóttir fyrir Vetrarfrí og Þórdís Gísladóttir fyrir Randalín, Munda og afturgöngurnar.Mamma klikk eftir Gunnar Helgason.Gunnar Þór sigraði í flokki fræðirita og bóka almenns efnis með bókinni Þegar siðmenningin fór fjandans til: Íslendingar og stríðið mikla 1914 – 1918. Í þeim flokki voru einnig tilnefnd þau Dagný Kristjánsdóttir fyrir Bókabörn, Héðinn Unnsteinsson fyrir Vertu úlfur – wargus esto, Páll Baldvin Baldvinsson fyrir Stríðsárin 1938 – 1945 og Smári Geirsson fyrir Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915. Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Auk þess er verðlaunahöfum afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir, hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á Gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans.Þegar siðmenningin fór fjandans til eftir Gunnar Þór.Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefnd skipuðu Erna Guðrún Árnadóttir, Hildigunnur Sverrisdóttir, Pétur Þorsteinn Óskarsson og Árni Sigurjónsson, sem var jafnframt var formaður nefndarinnar.
Menning Tengdar fréttir Undrandi og ánægðir bókmenntaverðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir 2015 voru veitt í gær af forseta Íslands. Handhafar eru Einar Már Guðmundsson, Gunnar Helgason og Gunnar Þór Bjarnason. Hver um sig fær eina milljón króna. 11. febrúar 2016 10:15 Óumræðanlega frábær bók Algjörlega – og óumræðilega – frábær saga sem fjallar um verðug málefni frá gelgjulegu sjónarhorni. Það er erfitt að leggja þessa fallegu og fyndnu bók frá sér. 18. nóvember 2015 11:15 Snerti þjóðina meira en margan grunar Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur hefur skrifað bók um fyrri heimsstyrjöldina út frá sjónarhóli Íslendinga og áhrifa styrjaldarinnar á þjóðina. 12. desember 2015 13:30 Brúarsmiður eða farartálmi Ævintýralegt efni og mikil frásagnargleði en frásagnaraðferðin gæti valdið því að lesendur ættu erfitt með að tengjast hinum sögulegu persónum. 4. desember 2015 11:30 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Undrandi og ánægðir bókmenntaverðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir 2015 voru veitt í gær af forseta Íslands. Handhafar eru Einar Már Guðmundsson, Gunnar Helgason og Gunnar Þór Bjarnason. Hver um sig fær eina milljón króna. 11. febrúar 2016 10:15
Óumræðanlega frábær bók Algjörlega – og óumræðilega – frábær saga sem fjallar um verðug málefni frá gelgjulegu sjónarhorni. Það er erfitt að leggja þessa fallegu og fyndnu bók frá sér. 18. nóvember 2015 11:15
Snerti þjóðina meira en margan grunar Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur hefur skrifað bók um fyrri heimsstyrjöldina út frá sjónarhóli Íslendinga og áhrifa styrjaldarinnar á þjóðina. 12. desember 2015 13:30
Brúarsmiður eða farartálmi Ævintýralegt efni og mikil frásagnargleði en frásagnaraðferðin gæti valdið því að lesendur ættu erfitt með að tengjast hinum sögulegu persónum. 4. desember 2015 11:30