Pepsi-deildin verður nafn efstu deildanna í fótbolta næstu þrjú ár til viðbótar 29. febrúar 2016 14:15 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, og Ásgeir Ásgeirsson, formaður Toppfótbolta, skála í Pepsi eftir undirskriftina í dag. vísir/vilhelm Efstu deildir karla og kvenna í fótbolta munu áfram bera heitið Pepsi-deildin, en 365 ehf. og Ölgerð Egils Skallagrímssonar hafa samið um áframhaldandi nafnarétt til næstu þriggja ára. Efsta deild Íslandsmótsins í fótbolta hefur heitið Pepsi-deildin síðan 2009 eða undanfarin sjö tímabil. Ölgerðin og PepsiCo. vinna saman að þessu samstarfi. Það er ekki bara á Íslandi sem að PepsiCo. hefur beina aðkomu að fótbolta en á síðasta ári gerði Pepsico styrktarsamning við UEFA um meistaradeild Evrópu. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, segir samstarf 365 og Ölgerðarinnar með Pepsi-deildina hafa verið afar farsælt liðin ár og því sé sérstaklega ánægjulegt að samningur hafi náðst um framhald þess næstu þrjú árin. „Við erum afar spennt fyrir komandi leiktíð og munum sýna fleiri leiki en nokkru sinni áður í beinni útsendingu á Sportstöðvum 365. Þetta verður því sannkölluð veisla frá fyrsta leik,“ segir Sævar Freyr.vísir/andri marinóFarsælt samstarf Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, tekur undir að samstarfið síðast liðin 7 ár hafi verið einkar farsælt. „Við erum afar ánægð og stolt að það skuli tryggt að Pepsi verði áfram með beina þátttöku í stærsta íþróttamóti landsins. Þegar þessi samningur er búinn að þá hefur Pepsi verið kostandi að efstu deildum karla og kvenna í áratug. Það er því heil kynslóð upprennandi fótboltamanna sem þekkir ekkert annað en að þeir bestu spila í Pepsi,“ segir Andri. „Þetta ár er auðvitað stórmerkilegt í fótboltasögunni og það er alveg ljóst að áhugi almennings á fótbolta mun ná nýjum hæðum árið 2016. Það er því auðvitað stórkostlegt að framlengja samninginn á þessu merkilega fótboltaári.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ lýsir yfir mikilli ánægju með samninginn. „Ölgerðin hefur átt farsælt og gott samstarf við KSÍ og félögin í Pepsi-deildum karla og kvenna síðan 2009 og þessi samningur mun enn frekar styrkja það samstarf.“vísir/ernirAldrei fleiri leikir í beinni Umfjöllun um Pepsi-deildirnar verður aukin til muna, en stórar beinar útsendingar í Pepsi-deild karla verða 50 talsins og þá verða einnig um 20 „minni“ beinar útsendingar frá leikjum í deildinni. Hörður Magnússon og sérfræðingar hans munu áfram leiða umræðuna um Pepsi-deild karla í Pepsi-mörkunum sem verða á dagskrá eftir hverja umferð. Pepsi-mörkin hafa verið á dagskrá síðan 2008 og eru að hefja sitt níunda keppnisár. Umfjöllunin verður svo öflugri en nokkru sinni fyrr jafnt á Vísi, Fréttablaðinu og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Nýr samstarfssamningur á milli 365 og Ölgerðarinnar var undirritaður í höfuðstöðvum KSÍ í dag, en fyrir ári síðan keypti 365 réttinn af íslenskri knattspyrnu til sex ára. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Efstu deildir karla og kvenna í fótbolta munu áfram bera heitið Pepsi-deildin, en 365 ehf. og Ölgerð Egils Skallagrímssonar hafa samið um áframhaldandi nafnarétt til næstu þriggja ára. Efsta deild Íslandsmótsins í fótbolta hefur heitið Pepsi-deildin síðan 2009 eða undanfarin sjö tímabil. Ölgerðin og PepsiCo. vinna saman að þessu samstarfi. Það er ekki bara á Íslandi sem að PepsiCo. hefur beina aðkomu að fótbolta en á síðasta ári gerði Pepsico styrktarsamning við UEFA um meistaradeild Evrópu. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, segir samstarf 365 og Ölgerðarinnar með Pepsi-deildina hafa verið afar farsælt liðin ár og því sé sérstaklega ánægjulegt að samningur hafi náðst um framhald þess næstu þrjú árin. „Við erum afar spennt fyrir komandi leiktíð og munum sýna fleiri leiki en nokkru sinni áður í beinni útsendingu á Sportstöðvum 365. Þetta verður því sannkölluð veisla frá fyrsta leik,“ segir Sævar Freyr.vísir/andri marinóFarsælt samstarf Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, tekur undir að samstarfið síðast liðin 7 ár hafi verið einkar farsælt. „Við erum afar ánægð og stolt að það skuli tryggt að Pepsi verði áfram með beina þátttöku í stærsta íþróttamóti landsins. Þegar þessi samningur er búinn að þá hefur Pepsi verið kostandi að efstu deildum karla og kvenna í áratug. Það er því heil kynslóð upprennandi fótboltamanna sem þekkir ekkert annað en að þeir bestu spila í Pepsi,“ segir Andri. „Þetta ár er auðvitað stórmerkilegt í fótboltasögunni og það er alveg ljóst að áhugi almennings á fótbolta mun ná nýjum hæðum árið 2016. Það er því auðvitað stórkostlegt að framlengja samninginn á þessu merkilega fótboltaári.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ lýsir yfir mikilli ánægju með samninginn. „Ölgerðin hefur átt farsælt og gott samstarf við KSÍ og félögin í Pepsi-deildum karla og kvenna síðan 2009 og þessi samningur mun enn frekar styrkja það samstarf.“vísir/ernirAldrei fleiri leikir í beinni Umfjöllun um Pepsi-deildirnar verður aukin til muna, en stórar beinar útsendingar í Pepsi-deild karla verða 50 talsins og þá verða einnig um 20 „minni“ beinar útsendingar frá leikjum í deildinni. Hörður Magnússon og sérfræðingar hans munu áfram leiða umræðuna um Pepsi-deild karla í Pepsi-mörkunum sem verða á dagskrá eftir hverja umferð. Pepsi-mörkin hafa verið á dagskrá síðan 2008 og eru að hefja sitt níunda keppnisár. Umfjöllunin verður svo öflugri en nokkru sinni fyrr jafnt á Vísi, Fréttablaðinu og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Nýr samstarfssamningur á milli 365 og Ölgerðarinnar var undirritaður í höfuðstöðvum KSÍ í dag, en fyrir ári síðan keypti 365 réttinn af íslenskri knattspyrnu til sex ára.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira