Volkswagen XL3 árið 2018 Finnur Thorlacius skrifar 29. febrúar 2016 12:41 Volkswagen XL1 var stefnumarkandi bíll. Þrjú ár eru síðan Volkswagen sýndi sparneytna bílinn XL1 sem eyðir aðeins 1 lítra eldsneytis á hverja 100 ekna kílómetra. Með þeim bíl vildi Volkswagen sýna fram á áherslu fyrirtækisins í smíði eyðslugrannra bíla, en þessi bíll var mjög dýr og framleiddur í afar takmörkuðu upplagi. Nú vill Volkswagen færa þessum bíl stærra hlutverk og smíða hann í meira magni og bjóða hann á samkeppnisfæru verði. Því er stefnan að bjóða hann með 1,4 lítra vél sem skilar 140 hestöflum auk 35 hestafla rafmótor. Bíllinn verður áfram afar eyðslugrannur, þó svo hann muni ekki eyða svo litlu sem einum lítra eins og forverinn, en svona útbúinn mun hann eyða um 3 lítrum á hverja hundrað kílómetra og ökumenn hans geta ekið honum þónokkra vegalengd eingöngu á rafmagni. Bíllinn mun fá heitið Volkswagen XL3 og kosta um 30.000 evrur, eða 4,26 milljónir króna. Ein af aðalástæðum þess hve eyðslugrannur þessi bíll er, er hve léttur hann er, en ekki kemur fram hvort Volkswagen muni smíða hann úr eins léttum og dýrum efnum og XL1. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent
Þrjú ár eru síðan Volkswagen sýndi sparneytna bílinn XL1 sem eyðir aðeins 1 lítra eldsneytis á hverja 100 ekna kílómetra. Með þeim bíl vildi Volkswagen sýna fram á áherslu fyrirtækisins í smíði eyðslugrannra bíla, en þessi bíll var mjög dýr og framleiddur í afar takmörkuðu upplagi. Nú vill Volkswagen færa þessum bíl stærra hlutverk og smíða hann í meira magni og bjóða hann á samkeppnisfæru verði. Því er stefnan að bjóða hann með 1,4 lítra vél sem skilar 140 hestöflum auk 35 hestafla rafmótor. Bíllinn verður áfram afar eyðslugrannur, þó svo hann muni ekki eyða svo litlu sem einum lítra eins og forverinn, en svona útbúinn mun hann eyða um 3 lítrum á hverja hundrað kílómetra og ökumenn hans geta ekið honum þónokkra vegalengd eingöngu á rafmagni. Bíllinn mun fá heitið Volkswagen XL3 og kosta um 30.000 evrur, eða 4,26 milljónir króna. Ein af aðalástæðum þess hve eyðslugrannur þessi bíll er, er hve léttur hann er, en ekki kemur fram hvort Volkswagen muni smíða hann úr eins léttum og dýrum efnum og XL1.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent