Garcia og Scott deila forskotinu | Sjáðu fjórfalda skollann hjá Scott Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. febrúar 2016 12:00 Adam Scott lék manna best í gær. Vísir/Getty Sergio Garcia og Adam Scott deila forskotinu fyrir lokadag Honda Classic mótsins en Rickie Fowler sem leiddi eftir tvo hringi er fimm höggum á eftir forystumönnunum. Fowler sem lék óaðfinnanlegt golf á fyrstu tveimur hringjunum án þess að fá skolla náði sér aldrei á strik á þriðja hringnum. Fékk hann þrjá skolla á fyrri níu holum dagsins og einn á seinni níu og lauk leik á fjórum höggum yfir pari. Garcia og Scott nýttu sér það og náðu fjögurra högga forskoti á toppnum en sá spænski byrjaði gærdaginn af krafti. Fékk hann fjóra fugla á fyrri níu holunum en honum tókst að bjarga seinni níu holunum með fugli á 18. holu eftir að hafa fengið tvo skolla á seinni níu og lauk hann leik á þremur höggum undir pari í gær. Adam Scott átti einn besta hring gærdagsins þegar hann kom inn á fjórum höggum undir pari þrátt fyrir að hafa nælt í fjórfaldan skolla á 15. holu vallarins. Scott var á sjö höggum undir pari á deginum þegar hann steig inn á 15. teig, par 3 holu en þar gerði hann afdrifarík mistök. Scott setti teighöggið ofan í vatnið við flötina en hann virtist lítið hafa lært af þessu. Næsta skot fór aftur í vatnið og tók Scott því 5. höggið af teignum. Það rataði inn á flötina en Scott neyddist til að tvípútta fyrir fjórföldum skolla. Ótrúlegt hjá einum af bestu kylfingum heims en myndbandið af þessu má sjá hér fyrir neðan. Scott tókst þó aðeins að bæta upp fyrir þetta á 17. holu þegar hann krækti í fugl á par 3 holu til þess að ljúka leik á fjórum höggum undir pari og alls níu höggum undir pari eftir þrjá hringi. Lokadagur Honda Classic mótsins verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 18.00. Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Sergio Garcia og Adam Scott deila forskotinu fyrir lokadag Honda Classic mótsins en Rickie Fowler sem leiddi eftir tvo hringi er fimm höggum á eftir forystumönnunum. Fowler sem lék óaðfinnanlegt golf á fyrstu tveimur hringjunum án þess að fá skolla náði sér aldrei á strik á þriðja hringnum. Fékk hann þrjá skolla á fyrri níu holum dagsins og einn á seinni níu og lauk leik á fjórum höggum yfir pari. Garcia og Scott nýttu sér það og náðu fjögurra högga forskoti á toppnum en sá spænski byrjaði gærdaginn af krafti. Fékk hann fjóra fugla á fyrri níu holunum en honum tókst að bjarga seinni níu holunum með fugli á 18. holu eftir að hafa fengið tvo skolla á seinni níu og lauk hann leik á þremur höggum undir pari í gær. Adam Scott átti einn besta hring gærdagsins þegar hann kom inn á fjórum höggum undir pari þrátt fyrir að hafa nælt í fjórfaldan skolla á 15. holu vallarins. Scott var á sjö höggum undir pari á deginum þegar hann steig inn á 15. teig, par 3 holu en þar gerði hann afdrifarík mistök. Scott setti teighöggið ofan í vatnið við flötina en hann virtist lítið hafa lært af þessu. Næsta skot fór aftur í vatnið og tók Scott því 5. höggið af teignum. Það rataði inn á flötina en Scott neyddist til að tvípútta fyrir fjórföldum skolla. Ótrúlegt hjá einum af bestu kylfingum heims en myndbandið af þessu má sjá hér fyrir neðan. Scott tókst þó aðeins að bæta upp fyrir þetta á 17. holu þegar hann krækti í fugl á par 3 holu til þess að ljúka leik á fjórum höggum undir pari og alls níu höggum undir pari eftir þrjá hringi. Lokadagur Honda Classic mótsins verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 18.00.
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira