Sjálfshól Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 27. febrúar 2016 07:00 Forsvarsmenn RÚV hafa keppst um að hrósa sér og RÚV fyrir dagskrárgerðina um síðustu helgi, aldrei eða sjaldan hafi fleiri sameinast fyrir framan ríkisskjáinn. Útvarpsstjórinn skrifaði: Þetta er annað kvöldið í röð þar sem RÚV sameinar stóran hluta þjóðarinnar við skjáinn og við bíðum niðurstöðu kvöldsins í ofvæni. Þáttarstjórnandi á RÚV lét þau orð falla, að tveir stórir sjónvarpsatburðir um þessa helgi sýni hversu ríkisútvarpið eigi stóran sess í lífi þjóðarinnar. Þetta er hraustlega mælt. Ríkissjónvarpið fær söngvakeppnina, fín skemmtun, sem var annar þessara dagskrárliða, á silfurfati. Samtök evrópskra ríkissjónvarpstöðva stýra Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ríkissjónvarpið býr til undankeppni eftir strangri forskrift og sjónvarpar svo þáttunum þegar út í sjálfa keppnina er komið. Hinn þátturinn var Ófærð Baltasars Kormáks. Ríkissjónvarpið kom ekki nálægt gerð Ófærðar. Þessi frábæra þáttaröð er sköpunarverk sjálfstætt starfandi listamanna úti í bæ, sem margir hverjir hafa fengið sína eldskírn úti á markaðnum. RÚV bauð svo betur í sýningarréttinn en einkareknu stöðvarnar, þegar þáttaröðin kom á markað. Það er galdurinn sem sjálfshólið byggist á. Það er mikil einföldun að tala um „þörf þjóðar til að njóta sameiginlegrar menningarupplifunar“ í þessu samhengi. Fyrirtæki sem fær fjóra milljarða króna frá skattborgurum um hver áramót og tvo til viðbótar í auglýsingatekjur á ári hefur mikið forskot í ójöfnum leik. Ríkisfyrirtækið nýtir þetta forskot til yfirboða á markaði. Síðan hæla stjórnendurnir sjálfum sér, eigna sér heiðurinn af verkum annarra og reyna að slá ryki í augu fólks. Sjálfshólið er í aðra röndina broslegt, en í hina alvarlegt því tilgangurinn er að seilast í meira skattfé – skekkja samkeppnina enn meira. Forsvarsmenn RÚV telja sig aldrei fá nóg. Í löndunum í kringum okkur, í Bretlandi og á Norðurlöndum, eru ríkisfjölmiðlar ekki á auglýsingamarkaði. Á því eru fáar undantekningar, sem lúta sérstökum reglum. Hér heima er RÚV risi á auglýsingamarkaði og þrengir þannig kosti einkarekinna fjölmiðla. Það getur ekki verið hlutverk hins opinbera að gera einkareknum keppinautum, sem ekki hafa aðgang að opinberu fé, erfitt fyrir. Ríkisútvarpinu er ekki ætlað að vera í samkeppni. Samkeppni við ríkisrisa verður aldrei heilbrigð nema settar séu skýrar reglur. RÚV er ætlað afmarkað hlutverk í almannaþágu – hlutverk sem deila má um hvort það sinni. Ef rétt er á málum haldið á ríkisútvarp rétt á sér. RÚV byggist á sögu og hefðum. En ríkisútvarp á að skapa sér sérstöðu, ekki seilast inn á þann vettvang sem einkastöðvar sinna vel, oft betur en ríkisútvarp. Það á til dæmis við um flestar vinsælar íþróttir. Það á ekki að stunda yfirboð á markaði fyrir afþreyingu og ekki að standa í auglýsingasölu. Í þessari skoðun felst vilji til að breyta Ríkisútvarpinu, ekki leggja það niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Forsvarsmenn RÚV hafa keppst um að hrósa sér og RÚV fyrir dagskrárgerðina um síðustu helgi, aldrei eða sjaldan hafi fleiri sameinast fyrir framan ríkisskjáinn. Útvarpsstjórinn skrifaði: Þetta er annað kvöldið í röð þar sem RÚV sameinar stóran hluta þjóðarinnar við skjáinn og við bíðum niðurstöðu kvöldsins í ofvæni. Þáttarstjórnandi á RÚV lét þau orð falla, að tveir stórir sjónvarpsatburðir um þessa helgi sýni hversu ríkisútvarpið eigi stóran sess í lífi þjóðarinnar. Þetta er hraustlega mælt. Ríkissjónvarpið fær söngvakeppnina, fín skemmtun, sem var annar þessara dagskrárliða, á silfurfati. Samtök evrópskra ríkissjónvarpstöðva stýra Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ríkissjónvarpið býr til undankeppni eftir strangri forskrift og sjónvarpar svo þáttunum þegar út í sjálfa keppnina er komið. Hinn þátturinn var Ófærð Baltasars Kormáks. Ríkissjónvarpið kom ekki nálægt gerð Ófærðar. Þessi frábæra þáttaröð er sköpunarverk sjálfstætt starfandi listamanna úti í bæ, sem margir hverjir hafa fengið sína eldskírn úti á markaðnum. RÚV bauð svo betur í sýningarréttinn en einkareknu stöðvarnar, þegar þáttaröðin kom á markað. Það er galdurinn sem sjálfshólið byggist á. Það er mikil einföldun að tala um „þörf þjóðar til að njóta sameiginlegrar menningarupplifunar“ í þessu samhengi. Fyrirtæki sem fær fjóra milljarða króna frá skattborgurum um hver áramót og tvo til viðbótar í auglýsingatekjur á ári hefur mikið forskot í ójöfnum leik. Ríkisfyrirtækið nýtir þetta forskot til yfirboða á markaði. Síðan hæla stjórnendurnir sjálfum sér, eigna sér heiðurinn af verkum annarra og reyna að slá ryki í augu fólks. Sjálfshólið er í aðra röndina broslegt, en í hina alvarlegt því tilgangurinn er að seilast í meira skattfé – skekkja samkeppnina enn meira. Forsvarsmenn RÚV telja sig aldrei fá nóg. Í löndunum í kringum okkur, í Bretlandi og á Norðurlöndum, eru ríkisfjölmiðlar ekki á auglýsingamarkaði. Á því eru fáar undantekningar, sem lúta sérstökum reglum. Hér heima er RÚV risi á auglýsingamarkaði og þrengir þannig kosti einkarekinna fjölmiðla. Það getur ekki verið hlutverk hins opinbera að gera einkareknum keppinautum, sem ekki hafa aðgang að opinberu fé, erfitt fyrir. Ríkisútvarpinu er ekki ætlað að vera í samkeppni. Samkeppni við ríkisrisa verður aldrei heilbrigð nema settar séu skýrar reglur. RÚV er ætlað afmarkað hlutverk í almannaþágu – hlutverk sem deila má um hvort það sinni. Ef rétt er á málum haldið á ríkisútvarp rétt á sér. RÚV byggist á sögu og hefðum. En ríkisútvarp á að skapa sér sérstöðu, ekki seilast inn á þann vettvang sem einkastöðvar sinna vel, oft betur en ríkisútvarp. Það á til dæmis við um flestar vinsælar íþróttir. Það á ekki að stunda yfirboð á markaði fyrir afþreyingu og ekki að standa í auglýsingasölu. Í þessari skoðun felst vilji til að breyta Ríkisútvarpinu, ekki leggja það niður.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun