Breyting úr málverki í tungumál í bókstaflegum skilningi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2016 10:45 “Þetta voru fígúratív verk og það var einhver frásögn í þeim öllum,” segir Guðjón. Vísir/Stefán „Ég er að stokka upp nítján málverk sem ég vann á níunda áratugnum, þá vann ég sem málari eins og margir gerðu á þeim tíma. Þetta voru fígúratív verk og það var einhver frásögn í þeim öllum,“ byrjar Guðjón Ketilsson myndlistarmaður þegar ég bið hann að lýsa því sem fyrir augun ber á sýningu hans Málverk í Hverfisgalleríi. Hann kveðst aðallega vera skúlptúristi og síðustu árin hafa gert mörg verk sem ganga út á endurskipulagningu og uppröðun. Þau sem blasa við í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu 4 falla fullkomlega inn í þann ramma. „Hér er um að ræða umbreytingu á málverki yfir í tungumál í bókstaflegum skilningi,“ segir Guðjón og lýsir vinnuferlinu í fáum orðum. „Ég fékk Þórunni Hjartardóttur sjónlýsara til að gera texta um hvert og eitt málverk, en skar þau í ræmur sem ég hlóð upp og límdi saman þannig að þau líta út eins og kjölur á bók. Við hliðina á þeim massa er textinn hennar Þórunnar á álstöng og er mikilvægur hluti verksins því hann stendur fyrir þá mynd sem eitt sinn var.“ Önnur myndröð Guðjóns á sýningunni er gerð úr málningarskálum eða diskum sem hann hefur blandað liti á og geymt á vinnustofunni frá miðjum 10. áratugnum til ársloka 2015. „Ég pússaði málningarílátin niður með sandpappír þannig að nú má lesa þau eins og veggfóðurslög eða jafnvel jarðsögu,“ segir Guðjón sem kveðst ekki hafa gert neitt þessu líkt áður þó oft hafi hann unnið með fundið efni, meðal annars húsgögn sem hann hafi keypt á mörkuðum. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég er að stokka upp nítján málverk sem ég vann á níunda áratugnum, þá vann ég sem málari eins og margir gerðu á þeim tíma. Þetta voru fígúratív verk og það var einhver frásögn í þeim öllum,“ byrjar Guðjón Ketilsson myndlistarmaður þegar ég bið hann að lýsa því sem fyrir augun ber á sýningu hans Málverk í Hverfisgalleríi. Hann kveðst aðallega vera skúlptúristi og síðustu árin hafa gert mörg verk sem ganga út á endurskipulagningu og uppröðun. Þau sem blasa við í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu 4 falla fullkomlega inn í þann ramma. „Hér er um að ræða umbreytingu á málverki yfir í tungumál í bókstaflegum skilningi,“ segir Guðjón og lýsir vinnuferlinu í fáum orðum. „Ég fékk Þórunni Hjartardóttur sjónlýsara til að gera texta um hvert og eitt málverk, en skar þau í ræmur sem ég hlóð upp og límdi saman þannig að þau líta út eins og kjölur á bók. Við hliðina á þeim massa er textinn hennar Þórunnar á álstöng og er mikilvægur hluti verksins því hann stendur fyrir þá mynd sem eitt sinn var.“ Önnur myndröð Guðjóns á sýningunni er gerð úr málningarskálum eða diskum sem hann hefur blandað liti á og geymt á vinnustofunni frá miðjum 10. áratugnum til ársloka 2015. „Ég pússaði málningarílátin niður með sandpappír þannig að nú má lesa þau eins og veggfóðurslög eða jafnvel jarðsögu,“ segir Guðjón sem kveðst ekki hafa gert neitt þessu líkt áður þó oft hafi hann unnið með fundið efni, meðal annars húsgögn sem hann hafi keypt á mörkuðum.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira