Breyting úr málverki í tungumál í bókstaflegum skilningi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2016 10:45 “Þetta voru fígúratív verk og það var einhver frásögn í þeim öllum,” segir Guðjón. Vísir/Stefán „Ég er að stokka upp nítján málverk sem ég vann á níunda áratugnum, þá vann ég sem málari eins og margir gerðu á þeim tíma. Þetta voru fígúratív verk og það var einhver frásögn í þeim öllum,“ byrjar Guðjón Ketilsson myndlistarmaður þegar ég bið hann að lýsa því sem fyrir augun ber á sýningu hans Málverk í Hverfisgalleríi. Hann kveðst aðallega vera skúlptúristi og síðustu árin hafa gert mörg verk sem ganga út á endurskipulagningu og uppröðun. Þau sem blasa við í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu 4 falla fullkomlega inn í þann ramma. „Hér er um að ræða umbreytingu á málverki yfir í tungumál í bókstaflegum skilningi,“ segir Guðjón og lýsir vinnuferlinu í fáum orðum. „Ég fékk Þórunni Hjartardóttur sjónlýsara til að gera texta um hvert og eitt málverk, en skar þau í ræmur sem ég hlóð upp og límdi saman þannig að þau líta út eins og kjölur á bók. Við hliðina á þeim massa er textinn hennar Þórunnar á álstöng og er mikilvægur hluti verksins því hann stendur fyrir þá mynd sem eitt sinn var.“ Önnur myndröð Guðjóns á sýningunni er gerð úr málningarskálum eða diskum sem hann hefur blandað liti á og geymt á vinnustofunni frá miðjum 10. áratugnum til ársloka 2015. „Ég pússaði málningarílátin niður með sandpappír þannig að nú má lesa þau eins og veggfóðurslög eða jafnvel jarðsögu,“ segir Guðjón sem kveðst ekki hafa gert neitt þessu líkt áður þó oft hafi hann unnið með fundið efni, meðal annars húsgögn sem hann hafi keypt á mörkuðum. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég er að stokka upp nítján málverk sem ég vann á níunda áratugnum, þá vann ég sem málari eins og margir gerðu á þeim tíma. Þetta voru fígúratív verk og það var einhver frásögn í þeim öllum,“ byrjar Guðjón Ketilsson myndlistarmaður þegar ég bið hann að lýsa því sem fyrir augun ber á sýningu hans Málverk í Hverfisgalleríi. Hann kveðst aðallega vera skúlptúristi og síðustu árin hafa gert mörg verk sem ganga út á endurskipulagningu og uppröðun. Þau sem blasa við í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu 4 falla fullkomlega inn í þann ramma. „Hér er um að ræða umbreytingu á málverki yfir í tungumál í bókstaflegum skilningi,“ segir Guðjón og lýsir vinnuferlinu í fáum orðum. „Ég fékk Þórunni Hjartardóttur sjónlýsara til að gera texta um hvert og eitt málverk, en skar þau í ræmur sem ég hlóð upp og límdi saman þannig að þau líta út eins og kjölur á bók. Við hliðina á þeim massa er textinn hennar Þórunnar á álstöng og er mikilvægur hluti verksins því hann stendur fyrir þá mynd sem eitt sinn var.“ Önnur myndröð Guðjóns á sýningunni er gerð úr málningarskálum eða diskum sem hann hefur blandað liti á og geymt á vinnustofunni frá miðjum 10. áratugnum til ársloka 2015. „Ég pússaði málningarílátin niður með sandpappír þannig að nú má lesa þau eins og veggfóðurslög eða jafnvel jarðsögu,“ segir Guðjón sem kveðst ekki hafa gert neitt þessu líkt áður þó oft hafi hann unnið með fundið efni, meðal annars húsgögn sem hann hafi keypt á mörkuðum.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira