Atburðarásin er skrautleg og viðburðarrík Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 27. febrúar 2016 10:00 Elma Stefanía er ung og efnileg leikkona sem hefur leikið fjölda burðarhlutverka frá því hún útskrifaðist. Vísir/Anton „Fyrsta sýningin sem ég leik í var Harmsaga eftir Mikael Torfason, en sú sýning var einnig sýnd á alþjóðlegri leiklistarhátíð í Kennedy Center í Washington í mars 2014, sem var frábær upplifun. Þar á eftir lék ég Abigail Williams í Eldrauninni eftir Arthur Miller og í Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason. Eftir það lék ég Ástu Sóllilju í Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness og aðalhlutverkið í Segulsviði eftir Sigurð Pálsson,“ segir Elma Stefanía. Það er óhætt að segja að Elma Stefanía hefur haft í nógu að snúast frá því að hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2013 en Elma tók til starfa hjá Þjóðleikhúsinu strax eftir útskrift og lék þar fjölda aðalhlutverka. Elma var tilnefnd til Menningarverðlauna DV árið 2015 fyrir túlkun sína í þremur ólíkum sýningum í Þjóðleikhúsinu. En hún hefur hlotið tvær tilnefningar til Grímunnar. Í dag er Elma fastráðin leikkona við Borgarleikhúsið, þar sem hún fer með hlutverk Dótturinnar í Auglýsingu ársins. „Dóttirin er í rauninni hvorki karl né kona, hún er í raun með graut í staðinn fyrir kynfæri og hún ætlar sér ekki að þurfa að velja hvort hún sé. Hún er rosalega klár og mjög gáfuð en líka óörugg og hrædd og það gerir það að verkum að hún er frekar grimm. Verkið fjallar um auglýsingastofu sem er á barmi gjaldþrots þegar loksins birtist kúnni með fulla vasa fjár. Kúnninn fær auglýsingastofuna til að gera auglýsingu fyrir sig, og það má segja að þá fari allt á fullt til að mæta óskum þessa leyndardómsfulla viðskiptavinar. Þau byrja bara að vinna að auglýsingunni af fullum krafti en hafa í raun ekki hugmynd um hvað þau eru að auglýsa. Verkið er bæði flott að því leyti að stíllinn hans Tyrfings er með eindæmum beittur, flottur og fyndinn,“ segir Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona spennt fyrir verkinu. Tyrfingur Tyrfingsson er talinn með áhugaverðustu leikskáldum landsins af yngstu kynslóð höfunda og Auglýsing ársins hans annað verk í fullri lengd en atburðarás sýningarinnar er mjög skrautleg og viðburðarrík. „Stíllinn hans beittur og flottur og mikið af brilljant tilsvörum í sýningunni, umfjöllunarefnið er líka mjög brýnt þar sem neyslusamfélegið er að drekkja okkur og allt er markaðssett í kring um okkur. Þetta er líka gott fyrir okkur í Borgarleikhúsinu að fá tækifæri til að vinna með þessi öfl, það er að segja listina og markaðssetninguna. Því annað getur í raun ekki án hins verið, af því að leikrit er skilgreint þannig að leikari er á sviði og annar að horfa á, ef enginn kemur að horfa á þá verður engin leiksýning,“segir Elma Stefanía og bætir við að það sé alveg dásamlegt að vinna með Bergi, hann sé rosalega öruggur leikstjóri. Elma Stefanía lék einnig í sjónvarpsþáttunum Rétti, þar sem hún fór með hlutverk Ilmar tölvusnillings með meiru. „Það var alveg ótrúlega skemmtilegt að leika í Rétti og ferlið mjög eftirminnilegt. Baldvin Z er alveg frábær leikstjóri og það var gott að vinna með honum ásamt öllum leikhópnum og "crew-inu". Þættirnir fengu líka frábærar viðtökur og það var virkilega ánægjulegt,“ segir Elma Stefanía. Menning Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
„Fyrsta sýningin sem ég leik í var Harmsaga eftir Mikael Torfason, en sú sýning var einnig sýnd á alþjóðlegri leiklistarhátíð í Kennedy Center í Washington í mars 2014, sem var frábær upplifun. Þar á eftir lék ég Abigail Williams í Eldrauninni eftir Arthur Miller og í Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason. Eftir það lék ég Ástu Sóllilju í Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness og aðalhlutverkið í Segulsviði eftir Sigurð Pálsson,“ segir Elma Stefanía. Það er óhætt að segja að Elma Stefanía hefur haft í nógu að snúast frá því að hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2013 en Elma tók til starfa hjá Þjóðleikhúsinu strax eftir útskrift og lék þar fjölda aðalhlutverka. Elma var tilnefnd til Menningarverðlauna DV árið 2015 fyrir túlkun sína í þremur ólíkum sýningum í Þjóðleikhúsinu. En hún hefur hlotið tvær tilnefningar til Grímunnar. Í dag er Elma fastráðin leikkona við Borgarleikhúsið, þar sem hún fer með hlutverk Dótturinnar í Auglýsingu ársins. „Dóttirin er í rauninni hvorki karl né kona, hún er í raun með graut í staðinn fyrir kynfæri og hún ætlar sér ekki að þurfa að velja hvort hún sé. Hún er rosalega klár og mjög gáfuð en líka óörugg og hrædd og það gerir það að verkum að hún er frekar grimm. Verkið fjallar um auglýsingastofu sem er á barmi gjaldþrots þegar loksins birtist kúnni með fulla vasa fjár. Kúnninn fær auglýsingastofuna til að gera auglýsingu fyrir sig, og það má segja að þá fari allt á fullt til að mæta óskum þessa leyndardómsfulla viðskiptavinar. Þau byrja bara að vinna að auglýsingunni af fullum krafti en hafa í raun ekki hugmynd um hvað þau eru að auglýsa. Verkið er bæði flott að því leyti að stíllinn hans Tyrfings er með eindæmum beittur, flottur og fyndinn,“ segir Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona spennt fyrir verkinu. Tyrfingur Tyrfingsson er talinn með áhugaverðustu leikskáldum landsins af yngstu kynslóð höfunda og Auglýsing ársins hans annað verk í fullri lengd en atburðarás sýningarinnar er mjög skrautleg og viðburðarrík. „Stíllinn hans beittur og flottur og mikið af brilljant tilsvörum í sýningunni, umfjöllunarefnið er líka mjög brýnt þar sem neyslusamfélegið er að drekkja okkur og allt er markaðssett í kring um okkur. Þetta er líka gott fyrir okkur í Borgarleikhúsinu að fá tækifæri til að vinna með þessi öfl, það er að segja listina og markaðssetninguna. Því annað getur í raun ekki án hins verið, af því að leikrit er skilgreint þannig að leikari er á sviði og annar að horfa á, ef enginn kemur að horfa á þá verður engin leiksýning,“segir Elma Stefanía og bætir við að það sé alveg dásamlegt að vinna með Bergi, hann sé rosalega öruggur leikstjóri. Elma Stefanía lék einnig í sjónvarpsþáttunum Rétti, þar sem hún fór með hlutverk Ilmar tölvusnillings með meiru. „Það var alveg ótrúlega skemmtilegt að leika í Rétti og ferlið mjög eftirminnilegt. Baldvin Z er alveg frábær leikstjóri og það var gott að vinna með honum ásamt öllum leikhópnum og "crew-inu". Þættirnir fengu líka frábærar viðtökur og það var virkilega ánægjulegt,“ segir Elma Stefanía.
Menning Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira