Uppákoman er ein af mörgum sem verða til umræðu á tónleikum rokkhljómsveitarinnar Skálmaldar í Háskólabíói í kvöld. Snæbjörn og Baldur eru sem kunnugt er í sveitinni og er myndbandið að neðan dæmi um það sem verður í boði í kvöld en tónleikarnir verða í óvenjulegri kantinum.
„Þetta eru tónleikar sem eru aðeins með óhefðbundnu sniði, við erum að fara yfir „leyndóin“ ef svo má segja. Matti Már verður kynnir og talar við okkur milli laga, við sýnum gamlar myndir, hlustum á gömul demó, segjum sögur og allskonar. Og margt af þessu er vandræðalegt rugl sem við ætluðum aldrei að setja fyrir augu almennings,“ segir Snæbjörn í samtali við Vísi.
Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu en upplýsingar um tónleikana má sjá hér.