Ástæðan fyrir þessari breytingu er sú að Arnar varð faðir í gær og hann afþakkaði því að dæma úrslitaleikinn.
Gísli og Hafsteinn voru varapar á leikjum helgarinnar og því kemur það í þeirra hlut að dæma úrslitaleikinn þar sem Grótta og Stjarnan mætast.
Úrslitaleikur kvenna hefst klukkan 13:30 á morgun en tveimur og hálfum tíma síðar hefst karlaleikurinn sem þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma.
Undanúrslitin í karlaflokki fara fram í dag en hægt verður að fylgjast með báðum leikjunum í beinni textalýsingu á Vísi.
