Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks og íslenska landsliðsins, greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni en hann setti upp leikinn.
Búast má við ýmsum gömlum kempum í leiknum auk helstu leikmanna Pepsi-deildarinnar en takmarkið er auðvitað að safna sem mestu fyrir Abel.
Mörg lið í Pepsi-deild karla- og kvenna hafa styrkt Abel með því að gefa sektarsjóð sinn eða með almennu fjárframlagi.
Eyjamenn eru með söfnun fyrir Abel, en þeir sem vilja taka þátt geta hjálpað markverðinum bæði með því að hringja og/eða leggja beint inn á söfnunarreikninginn 582-14-602628 kt. 680197-2029.
Símanúmerin eru:
9071010 – 1.000kr
9071020 – 2.000kr
9071030 – 3.000kr
Úrvalslið ÍBV mætir Úrvalsliði Pepsideildar í styrktarleik fyrir Abel sunnudaginn 6 mars kl.12.30 í Kórnum. Nánar á næstunni. RT
— G Gunnleifsson (@GulliGull1) February 25, 2016