Tiger Woods svarar fréttum um slæmt ástand með myndbandi á Twitter Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2016 15:15 Tiger Woods. Vísir/Getty Fréttir um slæmt líkamlegt ástand kylfingsins Tiger Woods hafa verið bornar til baka og Tiger sjálfur gekk síðan einu skrefi lengra og birti myndband af sér inn á Twitter. Það hafði lítið heyrst af Tiger síðustu mánuði en í upphafi vikunnar kom fram orðrómur um að bakmeiðsli hans væri mun alvarlegri en áður hafði komið fram. Golfblaðamaðurinn Robert Lusetich og Secret Tour Pro á twitter sögðu frá því að Tiger gæti varla hreyft sig vegna bakverkja sem og að hann gæti ekki setið í bíl. Það kom síðan í ljós að ekki væri mikið af marka þessar fréttir en Tiger ákvað samt að sýna stuðningsmönnum sínum og öðru golfáhugafólki að það væri allt í lagi með sig.Ekki unnið risamót frá 2008 Tiger setti inn myndband af sér í golfhermi þar sem sést að sveiflan hans er í fínu lagi. Tiger tók síðast þátt í golfmóti í ágúst síðastliðnum en hann hefur farið í tvær bakaðgerðir síðan. Woods sýndi sig líka í kvöldverði í gær með öðrum kylfingum í Nike-liðinu og hefur því jarðað allan orðróm um slæma stöðu á bakinu sínu. Tiger Woods hefur unnið fjórtán risamót á ferlinum en hann hefur ekki unnið slíkt mót síðan árið 2008. Jack Nicklaus á metið en hann hefur enn fjögurra risatitla forskot á Woods. Það er hægt að sjá Tiger Woods svara þessum orðrómi um bakið sitt hér fyrir neðan.Progressing nicely. pic.twitter.com/HKnnluR1OW— Tiger Woods (@TigerWoods) 24 February 2016 Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Fréttir um slæmt líkamlegt ástand kylfingsins Tiger Woods hafa verið bornar til baka og Tiger sjálfur gekk síðan einu skrefi lengra og birti myndband af sér inn á Twitter. Það hafði lítið heyrst af Tiger síðustu mánuði en í upphafi vikunnar kom fram orðrómur um að bakmeiðsli hans væri mun alvarlegri en áður hafði komið fram. Golfblaðamaðurinn Robert Lusetich og Secret Tour Pro á twitter sögðu frá því að Tiger gæti varla hreyft sig vegna bakverkja sem og að hann gæti ekki setið í bíl. Það kom síðan í ljós að ekki væri mikið af marka þessar fréttir en Tiger ákvað samt að sýna stuðningsmönnum sínum og öðru golfáhugafólki að það væri allt í lagi með sig.Ekki unnið risamót frá 2008 Tiger setti inn myndband af sér í golfhermi þar sem sést að sveiflan hans er í fínu lagi. Tiger tók síðast þátt í golfmóti í ágúst síðastliðnum en hann hefur farið í tvær bakaðgerðir síðan. Woods sýndi sig líka í kvöldverði í gær með öðrum kylfingum í Nike-liðinu og hefur því jarðað allan orðróm um slæma stöðu á bakinu sínu. Tiger Woods hefur unnið fjórtán risamót á ferlinum en hann hefur ekki unnið slíkt mót síðan árið 2008. Jack Nicklaus á metið en hann hefur enn fjögurra risatitla forskot á Woods. Það er hægt að sjá Tiger Woods svara þessum orðrómi um bakið sitt hér fyrir neðan.Progressing nicely. pic.twitter.com/HKnnluR1OW— Tiger Woods (@TigerWoods) 24 February 2016
Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira