Fyrsti leikur Lumenox, Aaru's Awakening, var gefinn út á Playstation, Xbox og Steam í fyrra.
Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu hefur YamaYama verið í framleiðslu allt frá útgáfu Aaru's Awakening. Íslenskir tölvuleikjaunnendur hafa verið í heimsókn hjá Lumenox til að prófa leikinn og hjálpa til með athugasemdum og hugmyndum.
Sem stendur er leikurinn inn á Steam Greenlight, þar sem kosið er um hvort að leikurinn eigi að koma inn á Steam. Í tilkynningunni segir Lumenox að leikurinn sé þegar tilbúinn til að fara þar inn.