Íslenski boltinn

Bjarni Jó: Árskortin í Herjólf heilla ekki alla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, segir að það sé erfitt að fá unga leikmenn úr Reykjavík til að ganga í raðir liðanna út á landi.

Bjarni tók við liði ÍBV í vetur eftir að hafa þjálfað KA undanfarin ár. Bjarni stefnir hátt með Eyjaliðið sem hefur verið að gera góða hluti á undirbúningstímabilinu.

„Þetta er kraftmikið samfélag og nándin er miki. Kröfurnar eru miklar," sagði Bjarni í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Það góða við þetta er að Eyjamenn gera kröfu til sjálf síns. Þeir vilja að þeir sem koma þarna séu kröftugir líka og það er bara gott kombó."

Oft hefur verið rætt um að erfitt sé að fá leikmenn úr Reykjavík út á land og Bjarni tekur undir það.

„101 liðið eða "latteliðið" eins og við köllum þetta stundum við dreifararnir. Það er beygur í mönnum að fara út í Eyjar. Ég segi það, ef þú vilt testa karakterinn á sjálfum þér; að sýna sjálfum þér að þú sért góður fótboltamaður, þá kemuru út á land, þar á meðal til Eyja."

„Þetta er öðruvísi umhverfi. Þú þarft að eyða miklu meiri tíma í ferðalög meðal annars og fleira. Árskortin í Herjólf heilla ekki alla," sagði Bjarni kíminn.

Fréttina í heild sinni má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×