Íslenski boltinn

Arnar: Heyrist við hafa verið langt frá því sem hinir buðu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar á hliðarlínunni í sumar.
Arnar á hliðarlínunni í sumar. vísir/stefán
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu í gær, en þar segir hann meðal annars að Blikar fóru eins langt og þeir treystu sér til að ná í Gary Martin frá KR.

Gary endaði svo á því að ganga í raðir Víkings eins og flestum er kunnugt um, en Arnar segir að Blikarnir hafi gert allt í sínu valdi til þess að tryggja sér þjónustu Martin enda sé hann einn besti leikmaðurinn á Íslandi í dag.

„Við erum samkvæmir sjálfum okkur í því þegar við ræðum við leikmenn og förum ekki fram úr okkur þegar kemur að launagreiðslum. Klárlega hefði ég viljað fá Gary Martin, hann er einn besti leikmaðurinn á Íslandi og það er frábært fyrir Víkinga að fá hann," sagði Arnar.

„Við fórum eins langt og við gátum og treystum okkur til en það gekk ekki. Það sem maður heyrir er að við höfum verið langt frá því sem hinir buðu og þá er ekki hægt að keppa við það," segir Arnar.

Málin voru ítarlega rædd við Arnar í rúmlega hálftímaspjalli, en hlusta má á viðtalið við Arnar hér þar sem Arnar fer yfir málin hjá Breiðablik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×