Einhvernsstaðar er tónlistin inni í manni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 11:30 "Ég var búin að búa fimmtán ár í Frakklandi og fannst tímabært að athuga hvort það væri mögulegt að komast yfir þetta haf,“ segir Steinunn Arnbjörg. Mynd/Daniele Basini Mengi er góður staður að spila á,“ segir sellóleikarinn Steinunn Arnbjörg sem ætlar spila einleik í kvöld klukkan 21 í Mengi á Óðinsgötu og syngja með í tveimur lögum. „Það er einhver kækur hjá mér að vera að syngja þó að ég sé sellóleikari. Mér finnst það gaman og fólki hefur ekki fundist það svo hræðilegt að því hafi tekist að fá mig ofan af því,“ segir hún glaðlega. „Ísland er líka svo mikið söngland og ég tek þátt, kannski er það hluti af því að leita að tóninum - hinum hreina tóni eins og Garðar Hólm. Einhvers staðar er tónlistin inni í manni áður en hún verður að hljóði. Þó maður sé búinn að læra eitthvað í mörg ár þá kann maður það aldrei nógu vel.“ Verkin sem Steinunn Arnbjörg leikur eru frá 18. og 20 öld. Þau eru eftir Johann Sebastina Bach, Caspar Cassadó og Hans Wernar Henze og þau sem hún syngur eru eftir Jórunni Viðar og John Dowland. Hún kveðst hafa byrjað fjögurra ára í Susuki-skólanum. „Svo var ég að gaufa við sellóið þar til ég fór að læra á það almennilega, til dæmis hjá Gunnari Kvaran í sex ár. Ég fór svo út til Frakklands að læra tónlist og spila, kynntist manninum mínum, honum Maghurin Matharel og ílentist. Við höfum bæði spilað í barokkhljómsveitum - á selló, það er fjölskyldubísnisinn!“ Nú er Steinunn Arnbjörg sest að á Akureyri ásamt Maghurin og þremur börnum þeirra, tveggja, sex og átta ára. „En þetta eru bara frímínútur,“ segir hún. „Svo ég væri ekki alla ævi að spyrja: Hvenær flytjum við til Íslands?! Þó við verðum bara eitt ár í bili er búið að sanna að það sé hægt. Krökkunum líður vel hér enda Akureyri besti staður í Evrópu, - það stóð í blöðunum um daginn. Þau eru í Tónlistarskólanum á Akureyri. Leikskólinn, Tónlistarskólinn og strætóinn á Akureyri eru yndislegar stofnanir. Hún kveðst hafa verið fyrir norðan í þrjú ár í uppvextinum en annars í Reykjavík og Svíþjóð. „Öll móðurfjölskyldan er hér og ég hef alltaf hugsað um Akureyri sem heima.“ En hvernig hefur þeim hjónum vegnað þessa mánuði á Íslandi? „Bara vel en Maghurin er í hálfgerðri sjómennsku, fer út í lönd og spilar og kemur svo heim þegar hann má vera að. Þannig hefur það verið áður, því við erum hvergi fastráðin.“ Sjálf er Steinunn Arnbjörg nýbyrjuð spila með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. „Það er allt að gerast í Hofi,“ segir hún kát. „Listagyðjan virðist alveg hafa tekið sér bústað þar. Fullt af tónleikum og hljómsveitin að spila helling.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Mengi er góður staður að spila á,“ segir sellóleikarinn Steinunn Arnbjörg sem ætlar spila einleik í kvöld klukkan 21 í Mengi á Óðinsgötu og syngja með í tveimur lögum. „Það er einhver kækur hjá mér að vera að syngja þó að ég sé sellóleikari. Mér finnst það gaman og fólki hefur ekki fundist það svo hræðilegt að því hafi tekist að fá mig ofan af því,“ segir hún glaðlega. „Ísland er líka svo mikið söngland og ég tek þátt, kannski er það hluti af því að leita að tóninum - hinum hreina tóni eins og Garðar Hólm. Einhvers staðar er tónlistin inni í manni áður en hún verður að hljóði. Þó maður sé búinn að læra eitthvað í mörg ár þá kann maður það aldrei nógu vel.“ Verkin sem Steinunn Arnbjörg leikur eru frá 18. og 20 öld. Þau eru eftir Johann Sebastina Bach, Caspar Cassadó og Hans Wernar Henze og þau sem hún syngur eru eftir Jórunni Viðar og John Dowland. Hún kveðst hafa byrjað fjögurra ára í Susuki-skólanum. „Svo var ég að gaufa við sellóið þar til ég fór að læra á það almennilega, til dæmis hjá Gunnari Kvaran í sex ár. Ég fór svo út til Frakklands að læra tónlist og spila, kynntist manninum mínum, honum Maghurin Matharel og ílentist. Við höfum bæði spilað í barokkhljómsveitum - á selló, það er fjölskyldubísnisinn!“ Nú er Steinunn Arnbjörg sest að á Akureyri ásamt Maghurin og þremur börnum þeirra, tveggja, sex og átta ára. „En þetta eru bara frímínútur,“ segir hún. „Svo ég væri ekki alla ævi að spyrja: Hvenær flytjum við til Íslands?! Þó við verðum bara eitt ár í bili er búið að sanna að það sé hægt. Krökkunum líður vel hér enda Akureyri besti staður í Evrópu, - það stóð í blöðunum um daginn. Þau eru í Tónlistarskólanum á Akureyri. Leikskólinn, Tónlistarskólinn og strætóinn á Akureyri eru yndislegar stofnanir. Hún kveðst hafa verið fyrir norðan í þrjú ár í uppvextinum en annars í Reykjavík og Svíþjóð. „Öll móðurfjölskyldan er hér og ég hef alltaf hugsað um Akureyri sem heima.“ En hvernig hefur þeim hjónum vegnað þessa mánuði á Íslandi? „Bara vel en Maghurin er í hálfgerðri sjómennsku, fer út í lönd og spilar og kemur svo heim þegar hann má vera að. Þannig hefur það verið áður, því við erum hvergi fastráðin.“ Sjálf er Steinunn Arnbjörg nýbyrjuð spila með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. „Það er allt að gerast í Hofi,“ segir hún kát. „Listagyðjan virðist alveg hafa tekið sér bústað þar. Fullt af tónleikum og hljómsveitin að spila helling.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp