Kristján Arason vill þjálfa landsliðið | Langt síðan hann heyrði í HSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2016 20:08 Gísli Þorgeir Kristjánsson, 16 ára FH-ingur, skaust fram á sjónarsviðið þegar Fimleikafélagið vann bikarmeistara Vals, 23-28, í Olís-deild karla í handbolta á fimmtudagskvöldið. Gísli á ekki langt að sækja hæfileikana en foreldrar hans eru þau Kristján Arason og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Hörður Magnússon spjallaði við þá feðga, Gísla og Kristján, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hann er mjög klókur handboltamaður og með handboltagen í sér,“ sagði Kristján um soninn og segir að hann minni sig á Snorra Stein Guðjónsson, leikstjórnanda íslenska landsliðsins. „Það er mikill munur á því að vera efnilegur og góður. Ef þú ert efnilegur þarftu að nýta það. Maður hefur séð svo marga efnilega detta út. En mér finnst Gísli vera að gera þetta allt rétt og hann er rosalega metnaðargjarn þannig að ég á eftir að sjá hann í Bundesligunni eftir einhver ár,“ bætti Kristján við. Kristján er meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands. Hann segist hafa heyrt frá HSÍ skömmu eftir að Aron Kristjánsson sagði starfi sínu lausu að EM í Póllandi loknu en ekkert síðan. Hann kveðst hafa áhuga á starfinu. „Mér finnst landsliðið spennandi. Ég fékk símtal strax eftir mótið, eftir að Aron ákvað að halda ekki áfram. Síðan hef ég ekkert heyrt en ég vona að þeir séu bara að vinna sína vinnu vel. Íslenski handboltaheimurinn bíður eftir því að eitthvað gerist,“ sagði Kristján. Kristján, sem gerði FH tvívegis að Íslandsmeisturum sem þjálfari, vill einnig sjá deildina hér heima styrkjast. „Það eru rosalega margir góðir handboltamenn sem eru að spila erlendis. Það væri skemmtilegra að fá þá heim, þar sem maður hefur heyrt að það þeim þeir eru að fá úti sé ekkert sérstakt. Ég held að deildin yrði miklu skemmtilegri,“ sagði Kristján og bætti við: „Síðan þurfa félögin í deildinni að hugsa sinn gang og gera samstilltara átak um að hífa þessa deild upp. Hún á það skilið.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30 Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Sjá meira
Gísli Þorgeir Kristjánsson, 16 ára FH-ingur, skaust fram á sjónarsviðið þegar Fimleikafélagið vann bikarmeistara Vals, 23-28, í Olís-deild karla í handbolta á fimmtudagskvöldið. Gísli á ekki langt að sækja hæfileikana en foreldrar hans eru þau Kristján Arason og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Hörður Magnússon spjallaði við þá feðga, Gísla og Kristján, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hann er mjög klókur handboltamaður og með handboltagen í sér,“ sagði Kristján um soninn og segir að hann minni sig á Snorra Stein Guðjónsson, leikstjórnanda íslenska landsliðsins. „Það er mikill munur á því að vera efnilegur og góður. Ef þú ert efnilegur þarftu að nýta það. Maður hefur séð svo marga efnilega detta út. En mér finnst Gísli vera að gera þetta allt rétt og hann er rosalega metnaðargjarn þannig að ég á eftir að sjá hann í Bundesligunni eftir einhver ár,“ bætti Kristján við. Kristján er meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands. Hann segist hafa heyrt frá HSÍ skömmu eftir að Aron Kristjánsson sagði starfi sínu lausu að EM í Póllandi loknu en ekkert síðan. Hann kveðst hafa áhuga á starfinu. „Mér finnst landsliðið spennandi. Ég fékk símtal strax eftir mótið, eftir að Aron ákvað að halda ekki áfram. Síðan hef ég ekkert heyrt en ég vona að þeir séu bara að vinna sína vinnu vel. Íslenski handboltaheimurinn bíður eftir því að eitthvað gerist,“ sagði Kristján. Kristján, sem gerði FH tvívegis að Íslandsmeisturum sem þjálfari, vill einnig sjá deildina hér heima styrkjast. „Það eru rosalega margir góðir handboltamenn sem eru að spila erlendis. Það væri skemmtilegra að fá þá heim, þar sem maður hefur heyrt að það þeim þeir eru að fá úti sé ekkert sérstakt. Ég held að deildin yrði miklu skemmtilegri,“ sagði Kristján og bætti við: „Síðan þurfa félögin í deildinni að hugsa sinn gang og gera samstilltara átak um að hífa þessa deild upp. Hún á það skilið.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30 Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Sjá meira
Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30
Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00