Líf útlendingsins viss línudans hvar sem er í heiminum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. mars 2016 10:15 Róbert og Arna Gná við opnun sýningarinnar. Mynd/úr einkasafni Arna Gná Gunnarsdóttir opnaði nýlega myndlistarsýninguna Winter in Strasbourg í Listasal Evrópuráðsins í Strassborg. Hún kveðst vera undir áhrifum frá íslenskri handverkshefð en þó aðallega reyna að túlka hvernig hún upplifi að vera útlendingur og reyna að falla inn í nýtt samfélag án þess að glata eigin menningareinkennum. Arna Gná flutti til Strassborgar fyrir tveimur árum með manni sínum, Róbert Spanó, dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, og tveimur sonum. „Okkur líður mjög vel hér en það kom mér á óvart þegar við fluttum hingað hvað munurinn er mikill á Íslendingum og Frökkum. Ég flokka mig sem Skandinava, sem í Suður-Evrópu þykja frekar lokaðir og stífir en mér finnst þvert á móti við frekar opin og frjáls en Frakkar fastir í reglum. Þeir elska skriffinnsku meðan við hugsum, æ, við reddum þessu og erum sveigjanleg. Ég er því dálítið á tánum og að finna út hvernig ég eigi að vera. En ég er auðvitað útlendingur hér en hef ekki prófað að vera útlendingur á Íslandi, kannski er það bara eins, og líf útlendings er línudans hvar sem er í heiminum. Mér finnst það áhugavert umhugsunarefni nú þegar til Vesturlanda flykkist fólk frá öðrum menningarheimi.“ Lífið í Strassborg. Línurnar eins og höft og kassar til að passa inn í. Bleika línan er löngunin til að halda í sitt. Mynd úr einkasafni.Sem dæmi um menningarmuninn milli Íslendinga og Frakka lýsir Arna Gná því þegar yngri sonurinn byrjaði í leikskóla í Strassborg, fjögurra ára. „Þetta var rétt fyrir jól og fyrsta daginn klippti hann út jólatré. Þegar ég kom að sækja hann var mér sýnt hvað þetta væri hryllilega lélegt hjá honum, ég yrði að fara heim og kenna honum að klippa. Annað verkefni var að kenna honum að lita í litabók og ef hann litaði pínulítið út fyrir strik fékk hann fýlukarl í bókina. Þarna fékk ég kúltúrsjokk því okkur finnst allt æðislegt sem börnin gera.“ Sýningin hennar Örnu Gnáar stendur til 24. mars. Hún segir ótrúlega marga hafa mætt á opnun hennar og þrjú verk hafi selst. „Það var gaman að sjá hvað áhuginn var mikill. Gestunum fannst svo merkilegt að ég væri frá Íslandi og töldu sig bara bara sjá íslenskt yfirbragð á myndunum.“ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Arna Gná Gunnarsdóttir opnaði nýlega myndlistarsýninguna Winter in Strasbourg í Listasal Evrópuráðsins í Strassborg. Hún kveðst vera undir áhrifum frá íslenskri handverkshefð en þó aðallega reyna að túlka hvernig hún upplifi að vera útlendingur og reyna að falla inn í nýtt samfélag án þess að glata eigin menningareinkennum. Arna Gná flutti til Strassborgar fyrir tveimur árum með manni sínum, Róbert Spanó, dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, og tveimur sonum. „Okkur líður mjög vel hér en það kom mér á óvart þegar við fluttum hingað hvað munurinn er mikill á Íslendingum og Frökkum. Ég flokka mig sem Skandinava, sem í Suður-Evrópu þykja frekar lokaðir og stífir en mér finnst þvert á móti við frekar opin og frjáls en Frakkar fastir í reglum. Þeir elska skriffinnsku meðan við hugsum, æ, við reddum þessu og erum sveigjanleg. Ég er því dálítið á tánum og að finna út hvernig ég eigi að vera. En ég er auðvitað útlendingur hér en hef ekki prófað að vera útlendingur á Íslandi, kannski er það bara eins, og líf útlendings er línudans hvar sem er í heiminum. Mér finnst það áhugavert umhugsunarefni nú þegar til Vesturlanda flykkist fólk frá öðrum menningarheimi.“ Lífið í Strassborg. Línurnar eins og höft og kassar til að passa inn í. Bleika línan er löngunin til að halda í sitt. Mynd úr einkasafni.Sem dæmi um menningarmuninn milli Íslendinga og Frakka lýsir Arna Gná því þegar yngri sonurinn byrjaði í leikskóla í Strassborg, fjögurra ára. „Þetta var rétt fyrir jól og fyrsta daginn klippti hann út jólatré. Þegar ég kom að sækja hann var mér sýnt hvað þetta væri hryllilega lélegt hjá honum, ég yrði að fara heim og kenna honum að klippa. Annað verkefni var að kenna honum að lita í litabók og ef hann litaði pínulítið út fyrir strik fékk hann fýlukarl í bókina. Þarna fékk ég kúltúrsjokk því okkur finnst allt æðislegt sem börnin gera.“ Sýningin hennar Örnu Gnáar stendur til 24. mars. Hún segir ótrúlega marga hafa mætt á opnun hennar og þrjú verk hafi selst. „Það var gaman að sjá hvað áhuginn var mikill. Gestunum fannst svo merkilegt að ég væri frá Íslandi og töldu sig bara bara sjá íslenskt yfirbragð á myndunum.“
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira