Veiði

10 ára veiðigarpur sigurvegari í Hetjuflokknum

Karl Lúðvíksson skrifar
Jón Rósmann með lax úr Hólsá
Jón Rósmann með lax úr Hólsá Mynd: SRJ
Veiðistaðavefurinn hefur undanfarið staðið fyrir ljósmyndakeppni þar sem veiðimenn voru hvattir til að senda inn myndir frá liðnu sumri.

það er óhætt að segja að þáttakan hafi verið góð og þessa stundina situr dómnefnd sveitt yfir innsendum myndum og reynir að velja sigurvegara í hverjum flokki fyrir sig.  Flokkarnir voru Besta myndin, ánægjulegasta stundin, flottasta takan, áhugaverðasta veiðisvæðið, nýgræðingurinn, pósumeistarinn, hvað ungur nemur, gamall temur, þessi fallegi dagur, vandræðalegasta stundin, gleði og vinátta en síðast en ekki síst hetjan.

það er smá saga á bak við þann flokk sem okkur langar að deila með ykkur.  Halldór Gunnarsson forssvarsmaður vefsins www.veidistadir.is frétt af ungum veiðimanni, Jón Rósmann 10 ára sem fékk óvænt heilablóðfall og þurfti að berjast fyrir lífi sínu um skeið.  Jón Rósmann og faðir hans sendu inn mynd í Ljósmyndakeppni Veiðistaðavefsins þar sem þeir voru við veiðar í Hólsá. Þetta var fyrsti laxveiðitúr litla guttans og hann skemmti sér virkilega vel, enda náði hann að landa 4 löxum og eftir að hafa séð myndir og video úr túrnum var ekki annað að sjá en hann átti eftir að lifa fyrir þetta sport.

Það var fyrir um fjórum til fimm vikum síðar að Jón Rósmann kemur heim úr skóla og kvartar yfir þreytu og verk í höfði. Stuttu síðar þá hnígur hann niður.  Hann hafði fengið heilablóðfall.  Hann var sendur á Landsspítalann þar sem hann barðist fyrir lífi sínu um skeið, en er núna á batavegi á barnaspítala Hringsins þar sem hann er við endurhæfingu.

"Eftir að ég frétti af þessu gat ég ekki á mér setið og vildi gera eitthvað fyrir þennan litla gutta sem þola hefur þurft svo mikið.  Ég fór í söfnun á vinningum fyrir guttann og leitaði til ýmissa aðila og ekki stóð á því að nokkur tæki þátt í þessu, enda fallegt góðverk á ferðinni" sagði Halldór Gunnarsson í samtali við Veiðivísi. "Ég kíkti svo í heimsókn til hans á Barnaspítala Hringsins og færði honum veglega gjöf í von um að þeta muni styrkja hann og efla í hans baráttu við að losna við þá lömun sem hann fékk í kjölfar heilablóðfallsins." Jón Rósmann varð virkilega glaður og vill þakka öllum sem komu að þessu - og segist fullviss á því að hann muni mæta á bakkann í sumar með pabba.

Þeir sem svo örlátlega stóðu að því að gleðja Jón Rósmann utan mig frá Veiðistaðavefnum, er þarna Veiðikortið, Kristján Kriðriksson með bókina sína 'Vatnaveiði árið um kring', Veiðiportið, Veiðiflugur, Joakims veiðivörur, Flextec veiðivörur, Veiða.is, og Stangveiðifélag Hafnafjarðar. Hann er núna orðinn uppábúinn, með allar græjur, og tilbúinn á bakkann um leið og honum líður betur.

 

 

 

 

 

 






×