Eitt skref áfram, hálft afturábak og tvö áfram Magnús Guðmundsson skrifar 19. mars 2016 11:30 Ingibjörg Jónsdóttir, Finnbogi Pétursson og Margrét Áskellsdóttir rétt fyrir opnun Berg Contemporary. Visir/Stefán Þar sem Speglagerðin var áður til húsa að Klapparstíg 16 í Reykjavík var í gær opnað nýtt gallerí, Berg Contemporary, en það er helgað samtímalist og því má segja að þar sé á ferðinni ákveðinn samtímaspegill. Berg Contemporary hefur verið lengi í undirbúningi en Margrét Áskelsdóttir framkvæmdastjóri segir að Ingibjörg Jónsdóttir, eigandi gallerísins, sé myndlistarmaður sem hafi líka fengist mikið við sýningastjórn og flest annað sem tengist myndlist. „Þetta var eiginlega síðasti stóllinn sem hún átti eftir að setjast í og hún var búin að hugsa þetta lengi. En hvað mig varðar þá hefur þetta alltaf verið markmið hjá mér að starfa hjá galleríi. Þetta er búið að taka talsverðan tíma því það þurfti að fara í talsverðar framkvæmdir á húsnæðinu en það gladdi reyndar fyrri eigendur hússins og nágrannana mikið að þessu væri ekki breytt í hótel,“ segir Margrét glaðlega. Berg Contemporary er með átta listamenn á sínum snærum og mun fyrst um sinn sýna verkin þeirra en í framhaldinu verði fleiri listamönnum boðið að sýna í galleríinu. „Þetta snýst mikið um það að styðja við feril listamannanna, kynna þá hérlendis og erlendis, fara með þá á listamessur og annað í þeim dúr. En við opnum með sýningu á verkum Finnboga Péturssonar sem er mikið gleðiefni fyrir okkur.“Finnbogi Pétursson myndlistarmaður við eitt verka sinna í Berg Contemporary. Visir/StefánVerkin sem Finnbogi Pétursson sýnir að þessu sinni eru eins og oft áður unnin sérstaklega inn í sýningarrýmið en hann segir að það hafi viljað þannig til að hann var laus frá galleríi þegar honum bauðst að koma og að honum hafi strax litist vel á þetta tækifæri og þá hugsun sem lægi að baki. „Þetta er allt í hæsta gæðaflokki hvar sem á er litið og það er gaman að koma að því að starta þessu verkefni og vera fyrstur. Ég er að sýna nokkur verk sem eru ákveðið ferðalag frá vatnsverkunum sem ég byrjaði að vinna að í kringum 1988 til 1989 og sýndi fyrst á Nýlistasafninu sem var þá á Vatnsstígnum. Það verk er núna uppi í Orkuveitu. Þetta eru pælingar sem hafa orðið til á leiðinni þaðan og fram á daginn í dag. Þetta eru hugleiðingar um geómetríuna í formi og hljóði. Geómetrísku formin sem við þekkjum í formfræðinni, t.d. þríhyrningur og ferningur, eru sömu form og í hljóðbylgjum. Þetta er svona það sem ég er að vinna og tvinna með. Þetta er tvinnað saman, hringur á móti sínusbylgjunni, ég er að blanda þessu saman og sýna þetta í vatni. Þetta eru svona þessar pælingar sem hafa dúkkað upp en svo orðið eftir á ferðalaginu sem maður er á hverju sinni því maður er svo upptekinn af því sem maður er í hverju sinni. Ég er svona soldið að vekja upp þessa gömlu drauga úr minni vinnu og sinna þeim aðeins enda voru þeir margir hverjir búnir að bíða lengi. Reyndar hef ég alltaf unnið þannig að ég tek eitt skref áfram, hálft afturábak og svo tvö skref áfram og í rauninni er ég alltaf að vísa í það sem ég hef verið að gera áður. Tek pínulítið úr þessu verki og blanda saman við nýtt og þá verður til nýtt verk. Svo eftir nokkur ár þá fer ég kannski í það aftur. Þetta er svona eins og Mogginn, þetta er hæg breyting en maður sér hana þegar maður fer að skoða vandlega og leggja þetta saman.“ Finnbogi segist vissulega hafa verið með nýja húsnæðið í huga þegar hann var að að vinna að þessari nýju sýningu. „Það hefur verið langur aðdragandi að þessari sýningu, alveg eitt og hálft ár, sem er kannski ekkert endilega gott. Sérstaklega ekki þegar maður er að fara að vekja upp gamla drauga því þá standa þeir í biðröðum og banka í hausinn á manni klukkan þrjú á næturnar. En ég er núna eiginlega að klára það sem ég byrjaði á fyrir einu og hálfu ári eftir að hafa tekið það í nokkra hringi. Þannig að það verður ákveðinn léttir að opna þessa sýningu en það er aðallega léttir að fá svona stóra kanónu eins og Ingibjörgu inn í galleríheiminn og að sjá þetta vakna og verða til. En svo er ég að fara til Kína núna á sunnudaginn að setja upp verk þar og það er mjög spennandi dæmi þannig að það er nóg að gera.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þar sem Speglagerðin var áður til húsa að Klapparstíg 16 í Reykjavík var í gær opnað nýtt gallerí, Berg Contemporary, en það er helgað samtímalist og því má segja að þar sé á ferðinni ákveðinn samtímaspegill. Berg Contemporary hefur verið lengi í undirbúningi en Margrét Áskelsdóttir framkvæmdastjóri segir að Ingibjörg Jónsdóttir, eigandi gallerísins, sé myndlistarmaður sem hafi líka fengist mikið við sýningastjórn og flest annað sem tengist myndlist. „Þetta var eiginlega síðasti stóllinn sem hún átti eftir að setjast í og hún var búin að hugsa þetta lengi. En hvað mig varðar þá hefur þetta alltaf verið markmið hjá mér að starfa hjá galleríi. Þetta er búið að taka talsverðan tíma því það þurfti að fara í talsverðar framkvæmdir á húsnæðinu en það gladdi reyndar fyrri eigendur hússins og nágrannana mikið að þessu væri ekki breytt í hótel,“ segir Margrét glaðlega. Berg Contemporary er með átta listamenn á sínum snærum og mun fyrst um sinn sýna verkin þeirra en í framhaldinu verði fleiri listamönnum boðið að sýna í galleríinu. „Þetta snýst mikið um það að styðja við feril listamannanna, kynna þá hérlendis og erlendis, fara með þá á listamessur og annað í þeim dúr. En við opnum með sýningu á verkum Finnboga Péturssonar sem er mikið gleðiefni fyrir okkur.“Finnbogi Pétursson myndlistarmaður við eitt verka sinna í Berg Contemporary. Visir/StefánVerkin sem Finnbogi Pétursson sýnir að þessu sinni eru eins og oft áður unnin sérstaklega inn í sýningarrýmið en hann segir að það hafi viljað þannig til að hann var laus frá galleríi þegar honum bauðst að koma og að honum hafi strax litist vel á þetta tækifæri og þá hugsun sem lægi að baki. „Þetta er allt í hæsta gæðaflokki hvar sem á er litið og það er gaman að koma að því að starta þessu verkefni og vera fyrstur. Ég er að sýna nokkur verk sem eru ákveðið ferðalag frá vatnsverkunum sem ég byrjaði að vinna að í kringum 1988 til 1989 og sýndi fyrst á Nýlistasafninu sem var þá á Vatnsstígnum. Það verk er núna uppi í Orkuveitu. Þetta eru pælingar sem hafa orðið til á leiðinni þaðan og fram á daginn í dag. Þetta eru hugleiðingar um geómetríuna í formi og hljóði. Geómetrísku formin sem við þekkjum í formfræðinni, t.d. þríhyrningur og ferningur, eru sömu form og í hljóðbylgjum. Þetta er svona það sem ég er að vinna og tvinna með. Þetta er tvinnað saman, hringur á móti sínusbylgjunni, ég er að blanda þessu saman og sýna þetta í vatni. Þetta eru svona þessar pælingar sem hafa dúkkað upp en svo orðið eftir á ferðalaginu sem maður er á hverju sinni því maður er svo upptekinn af því sem maður er í hverju sinni. Ég er svona soldið að vekja upp þessa gömlu drauga úr minni vinnu og sinna þeim aðeins enda voru þeir margir hverjir búnir að bíða lengi. Reyndar hef ég alltaf unnið þannig að ég tek eitt skref áfram, hálft afturábak og svo tvö skref áfram og í rauninni er ég alltaf að vísa í það sem ég hef verið að gera áður. Tek pínulítið úr þessu verki og blanda saman við nýtt og þá verður til nýtt verk. Svo eftir nokkur ár þá fer ég kannski í það aftur. Þetta er svona eins og Mogginn, þetta er hæg breyting en maður sér hana þegar maður fer að skoða vandlega og leggja þetta saman.“ Finnbogi segist vissulega hafa verið með nýja húsnæðið í huga þegar hann var að að vinna að þessari nýju sýningu. „Það hefur verið langur aðdragandi að þessari sýningu, alveg eitt og hálft ár, sem er kannski ekkert endilega gott. Sérstaklega ekki þegar maður er að fara að vekja upp gamla drauga því þá standa þeir í biðröðum og banka í hausinn á manni klukkan þrjú á næturnar. En ég er núna eiginlega að klára það sem ég byrjaði á fyrir einu og hálfu ári eftir að hafa tekið það í nokkra hringi. Þannig að það verður ákveðinn léttir að opna þessa sýningu en það er aðallega léttir að fá svona stóra kanónu eins og Ingibjörgu inn í galleríheiminn og að sjá þetta vakna og verða til. En svo er ég að fara til Kína núna á sunnudaginn að setja upp verk þar og það er mjög spennandi dæmi þannig að það er nóg að gera.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira