PJ Harvey með nýtt vídjó Birgir Örn Steinarsson skrifar 18. mars 2016 11:22 Pj Harvey bregður hvergi fyrir í nýja myndbandinu. Visir/Getty Verðandi Íslandsvinur PJ Harvey deildi fyrr í dag fyrsta myndbandinu af væntanlegri plötu sinni „The hope six demolition project“. Lagið heitir „The community of hope“ og fjallar um fáttækrahverfi í Washington D.C. sem borgaryfirvöld þar hafa verið að reyna breyta. Nýja platan kemur út 15. apríl og er samin á ferðalagi rokkarans um Afganistan, Kosovo sem endaði í höfuðborg Bandaríkjanna. Platan var hljóðrituð í London í Somerset House og voru upptökurnar opnar almenningi. Þetta verður níunda breiðskífa Harvey og sú fyrsta síðan 2011 þegar meistarastykkið Let England Shake kom út. Myndbandið við lagið er tekið upp i umræddu hverfi í Washington en því er leikstýrt af langtíma samstarfsmanni Harvey, Seamus Murphy. Þar má m.a. sjá upptöku af gospel-kór úr hverfinu taka lagið í kirkju. Þar er línan; „They're gonna put a Walmart here“ mjög áhrifamikil. Eins og margir vita mun PJ Harvey koma fram á Iceland Airwaveshátíðinni í ár. Það verður í fyrsta skiptið sem hún spilar hér og er eftirvænting fyrir komu hennar talsverð á meðal tónlistarunnenda. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan; Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Verðandi Íslandsvinur PJ Harvey deildi fyrr í dag fyrsta myndbandinu af væntanlegri plötu sinni „The hope six demolition project“. Lagið heitir „The community of hope“ og fjallar um fáttækrahverfi í Washington D.C. sem borgaryfirvöld þar hafa verið að reyna breyta. Nýja platan kemur út 15. apríl og er samin á ferðalagi rokkarans um Afganistan, Kosovo sem endaði í höfuðborg Bandaríkjanna. Platan var hljóðrituð í London í Somerset House og voru upptökurnar opnar almenningi. Þetta verður níunda breiðskífa Harvey og sú fyrsta síðan 2011 þegar meistarastykkið Let England Shake kom út. Myndbandið við lagið er tekið upp i umræddu hverfi í Washington en því er leikstýrt af langtíma samstarfsmanni Harvey, Seamus Murphy. Þar má m.a. sjá upptöku af gospel-kór úr hverfinu taka lagið í kirkju. Þar er línan; „They're gonna put a Walmart here“ mjög áhrifamikil. Eins og margir vita mun PJ Harvey koma fram á Iceland Airwaveshátíðinni í ár. Það verður í fyrsta skiptið sem hún spilar hér og er eftirvænting fyrir komu hennar talsverð á meðal tónlistarunnenda. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan;
Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira