Allt breyttist þegar mamma Abel kom til landsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2016 14:16 Vísir Líðan Abel Dhaira, markvarðar ÍBV sem berst nú við krabbamein, er mun betri í dag en fyrir aðeins fáeinum vikum að sögn Óskars Arnar Ólafssonar, formanni knattspyrnudeildar ÍBV. Abel spilaði með ÍBV fram á síðastliðið haust en greindist svo með krabbamein í kviðarholi aðeins nokkrum vikum síðar. Hann kom hingað til lands í byrjun janúar. Sjá einnig: „Ég er djúpt snortinn og Abel er orðlaus“ Snemma kom í ljós að meinið hafði dreift sér víða um líkama Abels og hefur hann háð erfiða baráttu við veikindin síðustu vikurnar. En Óskar segir að það hafi aldrei komið til greina hjá Abel að gefa tommu eftir. „Maður hafði áhyggjur um daginn en nú virðist allt stefna í rétta átt,“ sagði Óskar í samtali við Vísi í dag.Ekki hluti af orðaforðanum „Abel er sjálfur mikill bjartsýnismaður að eðlisfari og hann talar ekki um annað en þegar hann kemur til baka og tekur annað tímabil með ÍBV. Að tapa er ekki hluti af hans orðaforða.“ Móðir hans kom til landsins fyrr í þessum mánuði og segir Óskar að það hafi breytt miklu. „Þegar hún kom þá fór þetta á réttu brautina.“ Sjá einnig: Fjársöfnun fyrir Abel Hlé hefur nú verið gert á lyfjameðferð Abels. „Hann var ekki tilbúinn þegar hún hófst og nú er verið að bíða eftir því að hann verði nógu sterkur til að hún geti hafist aftur.“Þarf engar áhyggjur að hafa Símasöfnun Vodafone lauk í gær en enn er hægt að leggja inn á söfnunarreikning Abels fyrir þá sem vilja leggja honum lið. Að sögn Haralds Bergvinssonar, einn þeirra sem eru í forsvari fyrir söfnunina, hefur hún gengið vel en hann gat þó ekki nefnt neinar tölur enn sem komið er. „Tilgangurinn með söfnuninni var að gera út um hvers kyns fjárhagsáhyggjur hans. Þeim tilgangi hefur verið náð sem er auðvitað frábært,“ segir Haraldur. Hann bendir á að söfnunin haldi áfram enda mikil óvissa í tengslum við svo alvarleg veikindi og mögulegan kostnað sem hlýst af þeim. Tilkynning ÍBV á sínum tíma:Þeir sem vilja taka þátt í þessari vegferð með okkur geta hringt í neðangreind númer eða lagt beint inn á söfnunarreikning 582-14-602628 kt. 680197-2029. Haraldur Bergvinsson er fjárhaldsmaður verkefnisins. Öllu söfnunarfé verður varið til að standa straum af kostnaði Abel vegna þessara veikinda. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Líðan Abel Dhaira, markvarðar ÍBV sem berst nú við krabbamein, er mun betri í dag en fyrir aðeins fáeinum vikum að sögn Óskars Arnar Ólafssonar, formanni knattspyrnudeildar ÍBV. Abel spilaði með ÍBV fram á síðastliðið haust en greindist svo með krabbamein í kviðarholi aðeins nokkrum vikum síðar. Hann kom hingað til lands í byrjun janúar. Sjá einnig: „Ég er djúpt snortinn og Abel er orðlaus“ Snemma kom í ljós að meinið hafði dreift sér víða um líkama Abels og hefur hann háð erfiða baráttu við veikindin síðustu vikurnar. En Óskar segir að það hafi aldrei komið til greina hjá Abel að gefa tommu eftir. „Maður hafði áhyggjur um daginn en nú virðist allt stefna í rétta átt,“ sagði Óskar í samtali við Vísi í dag.Ekki hluti af orðaforðanum „Abel er sjálfur mikill bjartsýnismaður að eðlisfari og hann talar ekki um annað en þegar hann kemur til baka og tekur annað tímabil með ÍBV. Að tapa er ekki hluti af hans orðaforða.“ Móðir hans kom til landsins fyrr í þessum mánuði og segir Óskar að það hafi breytt miklu. „Þegar hún kom þá fór þetta á réttu brautina.“ Sjá einnig: Fjársöfnun fyrir Abel Hlé hefur nú verið gert á lyfjameðferð Abels. „Hann var ekki tilbúinn þegar hún hófst og nú er verið að bíða eftir því að hann verði nógu sterkur til að hún geti hafist aftur.“Þarf engar áhyggjur að hafa Símasöfnun Vodafone lauk í gær en enn er hægt að leggja inn á söfnunarreikning Abels fyrir þá sem vilja leggja honum lið. Að sögn Haralds Bergvinssonar, einn þeirra sem eru í forsvari fyrir söfnunina, hefur hún gengið vel en hann gat þó ekki nefnt neinar tölur enn sem komið er. „Tilgangurinn með söfnuninni var að gera út um hvers kyns fjárhagsáhyggjur hans. Þeim tilgangi hefur verið náð sem er auðvitað frábært,“ segir Haraldur. Hann bendir á að söfnunin haldi áfram enda mikil óvissa í tengslum við svo alvarleg veikindi og mögulegan kostnað sem hlýst af þeim. Tilkynning ÍBV á sínum tíma:Þeir sem vilja taka þátt í þessari vegferð með okkur geta hringt í neðangreind númer eða lagt beint inn á söfnunarreikning 582-14-602628 kt. 680197-2029. Haraldur Bergvinsson er fjárhaldsmaður verkefnisins. Öllu söfnunarfé verður varið til að standa straum af kostnaði Abel vegna þessara veikinda.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn