Íslenski boltinn

Þróttur tapaði fyrir Leikni frá Fáskrúðsfirði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mark Emils Atlasonar dugði ekki fyrir Þrótt í kvöld.
Mark Emils Atlasonar dugði ekki fyrir Þrótt í kvöld. vísir/daníel
Það gengur hvorki né rekur hjá Pepsi-deildarliði Þróttar í undirbúningi liðsins fyrir sumarið.

Í kvöld varð liðið að sætta sig við tap, 2-1, gegn Leikni frá Fáskrúðsfirði í Lengjubikarnum.

Þetta var uppgjör liðanna sem höfðu ekki enn tapað leik í riðli 4.

Kristófer Páll Viðarsson skoraði bæði mörk Leiknis en Emil Atlason skoraði fyrir Þrótt að því er kemur fram á urslit.net.

Leiknir er þar með kominn með þrjú stig eftir þrjá leiki en Þróttur er eina stigalausa lið riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×