Afturelding vann annan leik sinn í röð í Olís-deild kvenna í dag á heimavelli í dag 25-24 gegn KA/Þór. Eftir að hafa verið undir í hálfleik náðu Mosfellskonur að snúa taflinu sér í hag í seinni hálfleik.
Mosfellskonur sem unnu sjö marka sigur á FH í síðustu umferð voru lengi af stað og leiddu gestirnir að norðan í hálfleik 13-12.
Í seinni hálfleik náðu Mosfellskonur aftur á móti að snúa taflinu sér í hag og stela sigrinum á heimavelli 25-24 en með sigrinum skaust Afturelding upp fyrir ÍR og upp að hlið FH og KA/Þór þegar tvær umferðir eru eftir.
Hekla Ingunn Daðadóttir var atkvæðamest í liði Aftureldingar með 10 mörk en næst kom Telma Rut Frímannsdóttir með fimm mörk. Í liði gestanna var það Birta Fönn Sveinsdóttir sem var markahæst með átta mörk.
Afturelding komst upp að hlið FH og KA/Þór með sigri
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið






Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs
Körfubolti


„Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“
Fótbolti


Hólmbert skiptir um félag
Fótbolti