Stórkostlegt myndband við lag Jeff Buckley lætur áhorfendur ráða förinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2016 13:14 Jeff Buckley lést árið 1997. Vísir/Getty Út er komið glænýtt og alveg hreint stórkostlegt myndband við útgáfu hins látna tónlistarmanns Jeff Buckley af lagi Bob Dylan, Just like a Woman. Myndbandið er afar óvenjulegt og fer ótróðnar slóðir í myndbandagerð. Myndbandið er gagnvirkt og leyfir áhorfendunum að kanna hin mismunandi stig ástarsambands, allt frá hveitibrauðsdögunum til endaloka. Sá sem horfir á myndbandið hefur áhrif á framgang sambandsins með því að velja á milli 73 mismunandi valmöguleika sem hafa áhrif á það hvernig myndbandið spilast. Tónlistin breytist einnig eftir því hvernig áhorfandinn velur. Í fyrstu heyrum við eingöngu í Buckley við ljúfan gítarundirleik en eftir því hvernig er valið getur tónlistin breyst. Í sumum tilvikum bætist píanó við, í öðrum bætist strengjasveit og í enn öðrum getur kór bæst við. Framleiðendur myndbandsins segja að um 16 þúsund mismunandi tónlistarsamsetningar séu í boði og því má segja að til séu 16 þúsund mismunandi útgáfur af þessari ábreiðu Jeff Buckley. Buckley lést á sviplegan hátt árið 1997 er hann drukknaði í Missisippi-ánni. Myndbandið er gefið út í tilefni þess að búið er að gefa út safnplötuna You and I þar sem finna má tíu lög frá fyrstu stúdíoupptöku Buckley fyrir Columbia Records. Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Út er komið glænýtt og alveg hreint stórkostlegt myndband við útgáfu hins látna tónlistarmanns Jeff Buckley af lagi Bob Dylan, Just like a Woman. Myndbandið er afar óvenjulegt og fer ótróðnar slóðir í myndbandagerð. Myndbandið er gagnvirkt og leyfir áhorfendunum að kanna hin mismunandi stig ástarsambands, allt frá hveitibrauðsdögunum til endaloka. Sá sem horfir á myndbandið hefur áhrif á framgang sambandsins með því að velja á milli 73 mismunandi valmöguleika sem hafa áhrif á það hvernig myndbandið spilast. Tónlistin breytist einnig eftir því hvernig áhorfandinn velur. Í fyrstu heyrum við eingöngu í Buckley við ljúfan gítarundirleik en eftir því hvernig er valið getur tónlistin breyst. Í sumum tilvikum bætist píanó við, í öðrum bætist strengjasveit og í enn öðrum getur kór bæst við. Framleiðendur myndbandsins segja að um 16 þúsund mismunandi tónlistarsamsetningar séu í boði og því má segja að til séu 16 þúsund mismunandi útgáfur af þessari ábreiðu Jeff Buckley. Buckley lést á sviplegan hátt árið 1997 er hann drukknaði í Missisippi-ánni. Myndbandið er gefið út í tilefni þess að búið er að gefa út safnplötuna You and I þar sem finna má tíu lög frá fyrstu stúdíoupptöku Buckley fyrir Columbia Records.
Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira