Fann hvernig slaknaði á mér Magnús Guðmundsson skrifar 24. mars 2016 10:30 Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari heldur einleikstónleika í Mengi kl. 21 í kvöld. Fyrir þá sem vilja njóta fallegrar tónlistar um páskana er margt að sækja í Mengi, listamannarekið húsnæði að Óðinsgötu í Reykjavík. Í kvöld verður húsið opnað kl. 20 og kl. 21 hefjast einleikstónleikar Sæunnar Þorsteinsdóttur sellóleikara en Sæunn býr og starfar í Bandaríkjunum. Sæunn segist að undanförnu hafa verið að spila víða og að auki sé margt spennandi í farvatninu. „Það eru nokkur kammerverkefni í gangi í Bandaríkjunum sem ég hef verið að spila í en ég var þar í námi. Fyrst var ég í Cleveland Institute of Music, síðan í Juilliard í mastersnámi og svo er ég með doktorspróf frá Stony Brook þannig að mitt nám er allt þarna. En svo var ég í haust að byrja að kenna við háskólann í Washington í Seattle og er að kenna bæði selló og kammermúsík. Mér finnst fara vel saman að vera bæði að fást við að spila og kenna. Þetta gefur mér meiri innblástur og vonandi get ég þá miðlað því til nemenda minna og svo þegar nemendurnir eru að streða við eitthvað þá hjálpar það mér líka að vinna með þeim í gegnum þær áskoranir. Þannig að mér finnst þetta fara mjög vel saman en ég gæti ekki hugsað mér að vera bara að kenna og hætta að spila.“ Þrátt fyrir miklar annir kemur Sæunn heim yfir páskana og segir að hún vildi nú síður sleppa því. „Já, mér finnst mikilvægt að koma heim og sjá fjölskylduna og nota tækifærið til þess að spila aðeins. Það er svo æðislegt að koma heim. Ég var að keyra frá Keflavík í morgun og það var eitthvað svo ferskt og sólin að rísa og ég fann hvernig slaknaði á mér og ég hugsaði: Ég er komin heim.“ Sæunn segist vera sérstaklega spennt fyrir nýju verki sem Páll Ragnar Pálsson er að skrifa fyrir hana og LA Philharmonics. „Í apríl á næsta ári stendur fyrir dyrum íslensk tónlistarhátíð í LA og Daníel Bjarnason er að setja hana saman og kemur til með að stjórna. Þetta er mikið tilhlökkunarefni og ég ætla að nýta tímann líka til þess að hitta Pál Ragnar og Daníel til að stilla saman strengi. En á tónleikunum í kvöld ætla ég að vera með Bach-svítu og Britten-svítu og svo nýtt verk eftir Jane Antonia Cornish sem ég þekki frá New York. Verkið heitir Portrett og hún skrifaði það fyrir mig. Ég set Britten- og Bach-svíturnar saman af því að Britten skrifaði þrjár svítur en ætlaði sér að skrifa sex eftir Bach-svítunum. Þannig að ég set þriðju svítu hjá Bach og þriðju hjá Britten saman sem par og skoða þær aðeins.“ Aðspurð hvort það sé langt á milli þessara klassísku tónskálda og Cornish segir Sæunn: „Svona já og nei. Í rauninni nota þau sömu hljómagrunna og í raun heyrir maður á ákveðnum stöðum hjá Bach sama bogastrok og hljómagang og maður heyri líka í bæði Britten og Cornish. Það er gaman að sjá hvað þetta er allt öðruvísi en samt er þarna sameiginlegur strengur.“ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fyrir þá sem vilja njóta fallegrar tónlistar um páskana er margt að sækja í Mengi, listamannarekið húsnæði að Óðinsgötu í Reykjavík. Í kvöld verður húsið opnað kl. 20 og kl. 21 hefjast einleikstónleikar Sæunnar Þorsteinsdóttur sellóleikara en Sæunn býr og starfar í Bandaríkjunum. Sæunn segist að undanförnu hafa verið að spila víða og að auki sé margt spennandi í farvatninu. „Það eru nokkur kammerverkefni í gangi í Bandaríkjunum sem ég hef verið að spila í en ég var þar í námi. Fyrst var ég í Cleveland Institute of Music, síðan í Juilliard í mastersnámi og svo er ég með doktorspróf frá Stony Brook þannig að mitt nám er allt þarna. En svo var ég í haust að byrja að kenna við háskólann í Washington í Seattle og er að kenna bæði selló og kammermúsík. Mér finnst fara vel saman að vera bæði að fást við að spila og kenna. Þetta gefur mér meiri innblástur og vonandi get ég þá miðlað því til nemenda minna og svo þegar nemendurnir eru að streða við eitthvað þá hjálpar það mér líka að vinna með þeim í gegnum þær áskoranir. Þannig að mér finnst þetta fara mjög vel saman en ég gæti ekki hugsað mér að vera bara að kenna og hætta að spila.“ Þrátt fyrir miklar annir kemur Sæunn heim yfir páskana og segir að hún vildi nú síður sleppa því. „Já, mér finnst mikilvægt að koma heim og sjá fjölskylduna og nota tækifærið til þess að spila aðeins. Það er svo æðislegt að koma heim. Ég var að keyra frá Keflavík í morgun og það var eitthvað svo ferskt og sólin að rísa og ég fann hvernig slaknaði á mér og ég hugsaði: Ég er komin heim.“ Sæunn segist vera sérstaklega spennt fyrir nýju verki sem Páll Ragnar Pálsson er að skrifa fyrir hana og LA Philharmonics. „Í apríl á næsta ári stendur fyrir dyrum íslensk tónlistarhátíð í LA og Daníel Bjarnason er að setja hana saman og kemur til með að stjórna. Þetta er mikið tilhlökkunarefni og ég ætla að nýta tímann líka til þess að hitta Pál Ragnar og Daníel til að stilla saman strengi. En á tónleikunum í kvöld ætla ég að vera með Bach-svítu og Britten-svítu og svo nýtt verk eftir Jane Antonia Cornish sem ég þekki frá New York. Verkið heitir Portrett og hún skrifaði það fyrir mig. Ég set Britten- og Bach-svíturnar saman af því að Britten skrifaði þrjár svítur en ætlaði sér að skrifa sex eftir Bach-svítunum. Þannig að ég set þriðju svítu hjá Bach og þriðju hjá Britten saman sem par og skoða þær aðeins.“ Aðspurð hvort það sé langt á milli þessara klassísku tónskálda og Cornish segir Sæunn: „Svona já og nei. Í rauninni nota þau sömu hljómagrunna og í raun heyrir maður á ákveðnum stöðum hjá Bach sama bogastrok og hljómagang og maður heyri líka í bæði Britten og Cornish. Það er gaman að sjá hvað þetta er allt öðruvísi en samt er þarna sameiginlegur strengur.“
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira