KR hefur gengið frá félagaskiptum fyrir bakvörðinn Morten Beck frá Danmörku en hann hefur áður leikið með Sönderjyske og Horsens þar í landi. Fyrr í vetur samdi KR við sóknarmanninn Morten Beck Andersen.
Hann er fjórði danski leikmaðurinn sem kemur til KR en auk nafnanna fékk liðið Kennie Chopart frá Fjölni og Michael Præst frá Stjörnunni.
Liðið hefur þó misst tvo Dani - þá Rasmus Christiansen sem fór í Val og Sören Fredriksen sem samdi við Viborg.
KR hefur verið í bakvarðavandræðum í vetur og er því koma Mortens Beck kærkomin fyrir vesturbæjarliðið.
Tveir Morten Beck í KR
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið







Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti
Íslenski boltinn


Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn
