Í viðtalinu tala Rakel Mjöll og liðskonur um tilurð lagsins, sem er ástarsorg Alice Go gítaraleikara, og um mikilvægi þess að vera stelpa og láta vel í sér heyra í rokkinu í dag.
Dream Wife var stofnuð í listaháskóla í Brighton árið 2014 og var upphaflega hugsuð sem gjörningur. Eftir að myndbandsverk og tónleikar sveitarinnar þóttu vel heppnuð fóru plötufyrirtækin í London að sýna þeim áhuga. Eftir þó nokkuð flakk á milli samstarfsaðila völdu þær sér útgáfu sem gefur þeim frelsi til þess að stjórna sér sjálfar.
Fyrsta útgáfa þeirra, EP01, er þröngskífa sem hefur fengið útgáfu á netinu og á vínýlplötu.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan;