Acoff áfram í Laugardalnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2016 16:06 Acoff í leik með Þrótti síðasta sumar. Vísir/Anton Drion Jeremy Acoff hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Þrótt en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Acoff átti frábært tímabil með Þrótti í 1. deildinni í fyrra og skoraði þá sjö mörk í 20 leikjum. Hann var bæði valinn leikmaður ársins hjá Þrótti og íþróttamaður félagsins. „Dion var algjör lykilmaður í því að tryggja meistaraflokki karla sæti í efstu deild. Hann skoraði sæg af mörkum í öllum mótum og lagði einnig upp talsverðan fjölda fyrir liðsfélaga sína,“ sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, í tilkynningunni. „Þessi framlenging við Dion sýnir gagnkvæma skuldbindingu félags og leikmanns. Hann á eftir að gera allt vitlaust í Pepsi-deildinni næsta sumar!“ sagði Ryder. Hér má lesa fréttatilkynningu Þróttar í heild sinni: „Það ríkir því mikil gleði í höfuðstöðvum Þróttar í Laugardalnum í augnablikinu þar sem Bandaríkjamaðurinn Dion Jeremy Acoff var rétt í þessu að framlengja samning sinn við félagið til næstu tveggja ára. Dion var valinn besti leikmaður meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Þrótti árið 2015 og einnig íþróttamaður félagsins. Það gekk flest upp hjá Dion í fyrra og miklar væntingar eru bornar til leikmannsins fyrir tímabilið, sem hefst formlega 1. maí með heimleik Þróttar við Íslandsmeistara FH. „Dion var algjör lykilmaður í því að tryggja meistaraflokki karla sæti í efstu deild. Hann skoraði sæg af mörkum í öllum mótum og lagði einnig upp talsverðan fjölda fyrir liðsfélaga sína. Hann var að flestra mati besti sóknarmaður deildarinnar í fyrra, ásamt Viktori Jónssyni, og svo sannarlega sá fljótasti. Þessi framlenging við Dion sýnir gagnkvæma skuldbindingu félags og leikmanns. Hann á eftir að gera allt vitlaust í Pepsi-deildinni næsta sumar!“ segir Gregg Ryder, þjálfari Þróttar. „Þessi framlenging skiptir okkur miklu máli. Meðal viðurkenninga Dions fyrir síðasta tímabil var að hann var valinn í úrvalslið deildarinnar í mótslok, ásamt því að hann þótti besti leikmaðurinn á fyrri hluta mótsins, umferða 1-11. Dion er alinn upp í knattspyrnuakademíu Arsenal, en sleit barnsskónum í Los Angeles þar sem hann heldur til yfir háveturinn og hinkrar eftir íslenska vorinu. Þetta er gríðarlega teknískur og flinkur leikmaður, mjög skapandi og með góða yfirsýn. Og algjör ljúflingur í ofanálag. Við gætum ekki verið ánægðari hér í dalnum. Það er hamingja í hjartanu í Reykjavík,“ segir Ótthar S. Edvardsson framkvæmdastjóri Þróttar.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Drion Jeremy Acoff hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Þrótt en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Acoff átti frábært tímabil með Þrótti í 1. deildinni í fyrra og skoraði þá sjö mörk í 20 leikjum. Hann var bæði valinn leikmaður ársins hjá Þrótti og íþróttamaður félagsins. „Dion var algjör lykilmaður í því að tryggja meistaraflokki karla sæti í efstu deild. Hann skoraði sæg af mörkum í öllum mótum og lagði einnig upp talsverðan fjölda fyrir liðsfélaga sína,“ sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, í tilkynningunni. „Þessi framlenging við Dion sýnir gagnkvæma skuldbindingu félags og leikmanns. Hann á eftir að gera allt vitlaust í Pepsi-deildinni næsta sumar!“ sagði Ryder. Hér má lesa fréttatilkynningu Þróttar í heild sinni: „Það ríkir því mikil gleði í höfuðstöðvum Þróttar í Laugardalnum í augnablikinu þar sem Bandaríkjamaðurinn Dion Jeremy Acoff var rétt í þessu að framlengja samning sinn við félagið til næstu tveggja ára. Dion var valinn besti leikmaður meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Þrótti árið 2015 og einnig íþróttamaður félagsins. Það gekk flest upp hjá Dion í fyrra og miklar væntingar eru bornar til leikmannsins fyrir tímabilið, sem hefst formlega 1. maí með heimleik Þróttar við Íslandsmeistara FH. „Dion var algjör lykilmaður í því að tryggja meistaraflokki karla sæti í efstu deild. Hann skoraði sæg af mörkum í öllum mótum og lagði einnig upp talsverðan fjölda fyrir liðsfélaga sína. Hann var að flestra mati besti sóknarmaður deildarinnar í fyrra, ásamt Viktori Jónssyni, og svo sannarlega sá fljótasti. Þessi framlenging við Dion sýnir gagnkvæma skuldbindingu félags og leikmanns. Hann á eftir að gera allt vitlaust í Pepsi-deildinni næsta sumar!“ segir Gregg Ryder, þjálfari Þróttar. „Þessi framlenging skiptir okkur miklu máli. Meðal viðurkenninga Dions fyrir síðasta tímabil var að hann var valinn í úrvalslið deildarinnar í mótslok, ásamt því að hann þótti besti leikmaðurinn á fyrri hluta mótsins, umferða 1-11. Dion er alinn upp í knattspyrnuakademíu Arsenal, en sleit barnsskónum í Los Angeles þar sem hann heldur til yfir háveturinn og hinkrar eftir íslenska vorinu. Þetta er gríðarlega teknískur og flinkur leikmaður, mjög skapandi og með góða yfirsýn. Og algjör ljúflingur í ofanálag. Við gætum ekki verið ánægðari hér í dalnum. Það er hamingja í hjartanu í Reykjavík,“ segir Ótthar S. Edvardsson framkvæmdastjóri Þróttar.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira