41 punda lax í net undan austurlandi Karl Lúðvíksson skrifar 21. mars 2016 14:52 122 sm lax sem kom í net hjá Tjálfa SU-63 Mynd: Fiskmakaður Djúpavogs Áhöfnin á Tjálfa SU-63 fengu heldur betur óvæntan feng í síðasta túr þegar sannkallaður stórlax sat fastur í netunum þeirra. Það gerist mun sjaldnar en margir halda að laxar rati í net sjómanna hér við land enda heldur fiskurinn sig ekki við ströndina nema í stuttan tíma rétt áður en hann gengur í ánna sína. Fram að því er hann á ætisslóðum út af Reykjanesi, milli Íslands og Svalbarða, á Grænlandssundi og víðar. Í það minnsta laxinn sem á heimkynni sín að rekja í íslensku árnar. Stórgerðari lax sem á ættir sínar til Noregs er talinn dvelja hluta úr ári nálægt Íslandi þó engar haldbærar sannanir liggji fyrir því. Það er þó nokkuð víst, telja fórðir menn, að stórlaxinn sem áhöfnin á Þjálfanum fékk í net fyrir stuttu sé af norsku kyni. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er þetta engin smásmíði eða 41 pund (20.5 kíló) og mældist 122 sm langur. Það hafa alveg sést svona risar í norðlensku ánum (amk. samkvæmt "áræðanlegum heimildum") og flestir þeirra sem hafa ginið við agni hafa ávallt haft betur en veiðimenn. Samkvæmt heimildum okkar hafa verið tekin lífsýni og hreisturssýni af laxinum til að senda Veiðimálastofnun og þá fæst úrskurður um hvaðan hann er og hvað hann er gamall. það er nokkuð víst að þetta sé ekki eldislax enda ber hann engin útlitsmerki þess að koma úr kví. Athugið að örlítill tætingur á fiskinum, sporði og ugga er vafalaust afleiðing nets. Það verður spennandi að heyra meira af þessum laxi þegar gögn um uppruna liggja fyrir. Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Áhöfnin á Tjálfa SU-63 fengu heldur betur óvæntan feng í síðasta túr þegar sannkallaður stórlax sat fastur í netunum þeirra. Það gerist mun sjaldnar en margir halda að laxar rati í net sjómanna hér við land enda heldur fiskurinn sig ekki við ströndina nema í stuttan tíma rétt áður en hann gengur í ánna sína. Fram að því er hann á ætisslóðum út af Reykjanesi, milli Íslands og Svalbarða, á Grænlandssundi og víðar. Í það minnsta laxinn sem á heimkynni sín að rekja í íslensku árnar. Stórgerðari lax sem á ættir sínar til Noregs er talinn dvelja hluta úr ári nálægt Íslandi þó engar haldbærar sannanir liggji fyrir því. Það er þó nokkuð víst, telja fórðir menn, að stórlaxinn sem áhöfnin á Þjálfanum fékk í net fyrir stuttu sé af norsku kyni. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er þetta engin smásmíði eða 41 pund (20.5 kíló) og mældist 122 sm langur. Það hafa alveg sést svona risar í norðlensku ánum (amk. samkvæmt "áræðanlegum heimildum") og flestir þeirra sem hafa ginið við agni hafa ávallt haft betur en veiðimenn. Samkvæmt heimildum okkar hafa verið tekin lífsýni og hreisturssýni af laxinum til að senda Veiðimálastofnun og þá fæst úrskurður um hvaðan hann er og hvað hann er gamall. það er nokkuð víst að þetta sé ekki eldislax enda ber hann engin útlitsmerki þess að koma úr kví. Athugið að örlítill tætingur á fiskinum, sporði og ugga er vafalaust afleiðing nets. Það verður spennandi að heyra meira af þessum laxi þegar gögn um uppruna liggja fyrir.
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði